Lífið

Cohen tryllir Kana með hommaslagsmálum

Sacha Baron Cohen getur farið að hlakka til næstu lögsóknahrinu. Hátt í fimmtán hundruð manns létu blekkjast til þáttöku í nýjustu mynd hans með loforðum um brjáluð slagsmál, ódýran bjór og flottar gellur á slagsmálasýningunni Blue collar Brawl í Arkansas.

Skarinn taldi sig vera að fara að horfa á menn slást í búrum, en annað beið þeirra. Eftir smávegis stympingar hófu bardagamennirnir að rífa fötin af hver öðrum og enduðu í heitum ástaleik í búrinu.

Áhorfendur trylltust yfir siðleysinu og grýttu bjór og stólum á búrið. „Þegar pallarnir tæmdust út af þessari hommahegðum leit ég til baka og sá Borat á hnjánum fyrir framan óþekktan mann. Þið getið ímyndað ykkur restina. Hann er sjúkur andskoti og ætlar að reyna að láta okkur líta út eins og sveitadurga, en að minnsta kosti erum við ekki ballarsugur eins og Borat," ritar einn fjúkandi reiður gestur á spjallsíðu um málið.

Cohen vinnur nú að framhaldi að geysivinsælli mynd hans um kasakstanska fréttamanninn Borat. Cohen fékk á sig ógrynni kæra í Bandaríkjunum frá óviljandi aukaleikurum í þeirri mynd, og von á öðru eins vegna þessarar. Nýja myndin skartar austurríska hommann og tískugúrúinu Bruno, sem klæðist helst netabolum og tekur viðtöl um tísku og skemmtanalíf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.