Lífið

Byr með líkt merki og BIR

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar

Nýlegt merki Byrs sparisjóðs verður að teljast nokkuð líkt merki bandaríska ímyndarfyrirtækisins BIR (Bio-imaging). Ekki eingöngu eru nöfn fyrirtækjanna nánast það sama heldur státa þau bæði af tveimur sláandi líkum hálfhringjum fyrir ofan nafn fyrirtækisins í merki sínu.

„Skemmtileg tilviljun sem sýnir fyrst og fremst hvað þessi bandaríski framleiðandi á gegnumlýsingartækjum er með góðan smekk," sagði Trausti Heiðar Haraldsson, markaðsstjóri Byrs, þegar Vísir leitaði viðbragða hjá fyrirtækinu. „Frá okkar bæjardyrum séð er þó óvisst að hann fái þann góða byr í seglin, sem merki Byrs táknar."

Trausti segir jafnframt að hin hliðin á málinu sé sú að á tímum alþjóðvæðingarinnar verði seint farið of varlega í sakirnar við hönnun nýrra fyrirtækjamerkja en Byr vissi af merki BIR þegar þeir hönnuðu sitt vörumerki. „Þegar á hönnun á merki Byrs stóð yfir, var niðurstaðan sú að um afar ólík merki væri að ræða, enda verið að tákna gjörólíka hluti eða röntgengeisla annars vegar og segl í meðbyr hins vegar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.