Fleiri fréttir Kravitz kynsveltur í þrjú ár Söngvarinn og kyntröllið Lenny Kravitz segist ekki hafa stundað kynlíf í þrjú ár. Kravitz, sem hingað til hefur ekki verið þekktur fyrir að vera neinn kórdrengur, sagði í viðtali við Maxims tímaritið að hann væri að spara sig fyrir hjónaband. 23.1.2008 14:20 Opna - nýtt bókaforlag hefur göngu sína Nýtt forlag, Bókaútgáfan Opna, hefur hafið göngu sína. Stofnendur eru Guðrún Magnúsdóttir og Sigurður Svavarsson. Þau hafa í meira en 20 ár starfað við alla þætti bókaútgáfu, allt frá hugmynd til prentaðrar bókar. 23.1.2008 13:56 Hrafninn er ánægður með nýjan meirihluta Ingvi Hrafn Jónnson sjónvarpsstjóri ÍNN er afar glaður með nýjan meirihluta í borginni. „Ég hef ekki orðið svona glaður síðan sjálfstæðisflokkurinn komst til valda í síðustu kosningum og raunar er ég enn glaðari núna því borgarstjórastóllinn hafði verið þýfi í 102 daga og nú er búið að skila honum aftur," segir hann og bætir við: „Hrafninn er glaður." 23.1.2008 13:24 Mennsku BDSM gæludýri hent út úr strætó BDSM pari í smábænum Dewsbury á Englandi var heldur brugðið er það ætlaði sér að taka strætisvagn í bænum. Maðurinn var með kærustu sína í hundaól og bandi og þegar þau ætluðu um borð í vagninn bannaði bílstjórinn þeim það með þeim orðum að hundar væru ekki leyfðir í vagninum. Parinu brá nokkuð og starði forviða á bílstjórann sem þá öskraði. „Já aðgangur er bannaður fyrir bjána og hunda eins og ykkur“. Parið hefur kvartað undan framkomu bílstjórans við bæjaryfirvöld. 23.1.2008 12:04 Heath Ledger 1979-2008 Heath Ledger var ein af skærustu ungu stjörnum Hollywood, og átti að baki fjölda vel metinna kvikmynda. Hann þótti jafnvígur á dramatík og gamanmyndir, var talinn líklegur til frekari afreka á kvikmyndasviðinu. Dauði hans 23.1.2008 11:12 Bílstjóri Díönu var á perunni Í rannsókn þeirri sem nú stendur yfir á dauða Díönu prinsesssu í París fyrir áratug síðan hefur komið í ljós að bílstjórinn Henri Paul hafði drukkið að minnsta kosti átta einfalda drykki, eða sem nemur einni flösku af rauðvíni, áður en ökuferð hans með prinsessuna og kærasta hennar Dodi Fayed hófst. Áður hefur því verið haldið fram að hann hefði aðeins drukkið tvo einfalda drykki. Rannsóknin er að tilstuðlan föður Dodis, Mohammed al Fayed sem ætíð hefur haldið því fram að Díana og Dodi hafi verið myrt. 23.1.2008 09:38 Heath Ledger látinn Hollywood stjarnan Heath Ledger er látinn aðeins 28 ára að aldri. Heath sem er fæddur og uppalinn í Ástralíu fannst látnn á heimili sínu í gærdag og er talið að hann hafi tekið inn of stóran skammt af svefnlyfjum. Vinir hans segja að Heath hafi verið mjög þunglyndur að undanförnu. Heath á að baki tuttugu kvikmyndir en þekktastur er hann fyrir leik sinn í myndinni Brokeback Mountain en fyrir það hlutverk var hann tilnefndur til Óskarsverðlaun. Og hann leikur jókerinn í nýjustu Batman-myndinni sem sýnd verður bráðlega. 23.1.2008 09:16 Stjarnan úr Brokeback Mountain dáin Leikarinn Heath Ledger sem tilnefndur var til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brokeback Mountain er dáinn. 22.1.2008 22:16 Oprah brjáluð út í dr. Phil Heimsókn sjónvarpssálans dr. Phil til Britney Spears á spítalann virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Foreldrar Britney og samtök sálfræðinga hafa fordæmt afskiptasemina, og nú bætist sjálf Oprah, spjallþáttadrottningin sjálf í hópinn. Hún mun að sögn pressunnar vestanhafs vera komin með algerlega nóg af skjólstæðingi sínum, sem henni finnst hafa staðið sig illa í málinu. 22.1.2008 17:25 Halda tónlistahátíð til að mótmæla niðurrifi miðbæjarhúsa Hundruðir íslenskra tónlistamanna ætla að koma saman á Sirkus helgina 25. til 27. janúar til að mótmæla þeim yfirgangi og skeytingarleysi sem þeir segja að felist í því að verktakar kaupi sögufræg upp hús í miðbænum og láti þau svo víkja fyrir verslunarkjörnum að hætti úthverfanna. 22.1.2008 16:16 There Will be Blood og No Country for Old Men með flestar tilnefningar Kvikmyndirnar There Will be Blood og No Country for Old Men urðu hlutskarpastar þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kynntar í dag. Þær hlutu átta tilnefningar hvor, þar á meðal fyrir bestu mynd, handrit og leikstjórn. Atonement fékk sjö tilnefningar, Michael Clayton sex og Juno fjórar, en allar eru þessar myndir tilnefndar sem besta kvikmyndin. 22.1.2008 14:59 Fágætt tækifæri til að sitja í leðursætum Jacksons Rolls Royce Michaels Jacksons getur orðið þinn fyrir spottprís, hundrað tuttugu og fimm þúsund dollara, eða rétt tæpar 8,4 milljónir. 22.1.2008 13:15 Brad Pitt með kvenmannsmitti í japönskum gallabuxum Svo virðist sem ekki sé allt satt og rétt í auglýsingum. Örstutt er síðan að öldur lægði vegna sögusagna um að David Beckham hefði notið aðstoðar uppvöðlaðs sokks í auglýsingaherferð fyrir Armani nærföt. Nú kemur það svo í ljós að meira að segja fallegasti maður í heimi sleppur ekki undan nærgöngulum pennum grafíkeranna. 22.1.2008 12:39 Jack Nicholson lendir illa í reykingabanni Ellismellurinn Jack Nicholson er væntanlega ekki hrifinn af reykingabanni á veitingastöðum. Leikarinn brá sér út af veitingastað í Þýskalandi til að njóta líkkistunaglans undir beru lofti. Hann fékk hinsvegar engan frið til þess, en heill her aðdáenda birtist og heimtaði eiginhandaráritanir. 22.1.2008 11:27 Myndband af Amy Winehouse að reykja krakk Amy Winehouse virðist endanlega vera farin út af sporinu. Breska blaðið The Sun sendi blaðamann út af örkinni vopnaðan falinni myndavél, og náði myndum af söngdívunni þar sem hún reykir krakk og sýgur alsæluduft og kókaín í nefið. Þá talar hún á einum stað um það að hún sé nýbúin að skella í sig sex valíum töflum til að ná sér niður. 22.1.2008 11:12 Lohan og Murphy taka Razzie verðlaunin Razzie-verðlaunaafhendingin er framundan í Hollywood en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir það versta sem kemur frá Hollywood. Þau Lindsay Lohan og Eddie Murphy hafa hlotið flestar tilnefningar að þessu sinni. Lohan fyrir leik sinn í myndinni I noe Who Killed Me og Murphy fyrir leik sinn í Norbit. 22.1.2008 09:26 Lindsay og Murphy langverst Kvikmynd Lindsay Lohan, I Know Who Killed Me, hefur verið tilnefnd til níu Razzie-verðlauna en myndin Norbit með Eddie Murphy hlaut átta tilnefningar. 22.1.2008 00:01 Enn eitt barnið í hjörðina hjá Brangelinu Brad Pitt og Angelina Jolie ætla að ættleiða aðra stúlku frá Afríku. Bróðir Angelinu ræddi það opinberlega á dögunum að parið hyggðist bæta við barnastóðið, en þau eiga fyrir þrjú ættleidd börn og eina líffræðilega dóttur. 21.1.2008 18:12 „Eiginkona“ Eddie Murphy vildi ekki kaupmála Eddie Murphy skildi við eiginkonu sína til tveggja vikna vegna þess að hún vildi ekki skrifa undir kaupmála, að sögn fjölmiðla vestanhafs. Murphy, sem er vellauðugur, „giftist“ kvikmyndaframleiðandanum Tracey Edmonds á lítilli Kyrrahafseyju á nýarsdag. 21.1.2008 17:56 Heldur þú að fasteignaverð sé hátt á Íslandi? Finnist mönnum fasteignaverð á Íslandi orðið óþægilega hátt er alltaf hægt að flytja. Það skiptir samt máli hvert. 21.1.2008 16:31 Pete Doherty á von á barni Ofurrokkarinn og vandræðabarnið Pete Doherty er að verða pabbi. Að minnsta kosti ef marka má orð Lauru McLaughlin, tvítugrar guðdóttur Sir Alex Fergusson. 21.1.2008 13:57 Lumar þú á heimildamynd? Heimildamyndahátíðin Skjaldborg verður haldin í annað sinn Hvítasunnuhelgina níunda til tólfta maí í einu fallegasta og minnst þekkta kvikmyndahúsi Íslands; Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. 21.1.2008 13:14 Landinn tekur Brúðgumanum vel Fimm þúsund manns sáu Brúðgumann, kvikmynd Baltasars Kormáks um helgina. Þetta er fimmta stærsta opnunarhelgi á íslenskri mynd frá upphafi. Baltasar er ekki óvanur því að lenda á þeim lista, en hann á sjálfur myndirnar í fyrsta sæti, Mýrina, og því þriðja, Hafið. 21.1.2008 11:56 Britney skiptir út paparassavinum Britney Spears hefur losað sig við Paparassavin sinn Adnan Ghalib, og samkvæmt heimildum meira að segja sótt um nálgunarbann á hann. Söngkonan mun vera æfareið yfir því að Adnan hafi haft hana að féþúfu, en hann mun hafa verið duglegur að selja myndir af þeim saman. Talið er að myndir af parinu hafa rakað inn 65 milljónum króna, og hefur Ghalib hirt stóran hluta ágóðans 21.1.2008 11:10 Kiefer Sutherland laus úr fangelsi Leikaranum Kiefer Sutherland var sleppt úr fangelsi í Kaliforníu skömmu eftir miðnætti í nótt. Hann hafði afplánað alla 48 dagana sem hann var dæmdur til sem hann fékk fyrir fjórða ölvunarakstursbrot sitt í fyrra. Stjörnunni var stungið inn 5. desember, og eyddi afmæli sínu, jólum og áramótum í steininum. 21.1.2008 10:15 Kate Moss fjörug á afmælisdaginn Þegar ofurfyrirsætan Kate Moss hélt upp á afmæli sitt í síðustu viku endaði það með kókaínsniffi, kampavínsdrykkju og Kate í rúminu með tveim öðrum fyrirsætum og ónefndum karlmanni samkvæmt breska blaðinu News of the World. 20.1.2008 20:24 Krabbameinssjúk börn eiga víða vini -tónleikar í dag Árlegir tónleikar til styrktar krabbameinssjúkum börnum eru haldnir í Háskólabíói kl. 16 í dag. 20.1.2008 13:37 Nú langar Bond að lemja ljósmyndara Pierce Brosnan var á Hawaii í vikunni, ásamt fjölskyldu sinni. Og undi hag sínum vel. 19.1.2008 14:59 Lindsay Lohan í líkhúsinu Leikkonan unga, Lindsay Lohan, stefnir hraðbyri í líkhúsið. Lohan, sem var dæmd til samfélagsþjónustu fyrir ölvunarakstur á síðasta ári, hefur unnið nokkra daga hjá Rauða Krossinum, en nú liggur leiðin í líkhúsið. 18.1.2008 15:54 Búið að skrifa minningargrein um Britney Spears AP fréttastofan byrjaði að skrifa minningargrein um Britney Spears fyrir mánuði síðan. „Við erum ekkert að óska okkur þess, en ef hún deyr er það með stærri fréttum í langan tíma“, sagði ritstjóri skemmtanalífsfrétta hjá AP, Jesse Washington, við Us tímaritið. 18.1.2008 15:15 Sirrý er hætt á Stöð 2 Sirrý, sjónvarpskonan ástsæla er hætt á Stöð 2, eftir tveggja ára starf. „Þetta nokkuð löng og góð törn með Örlagadaginn", segir Sirrý. Síðasti Örlagadagurinn var sýndur í byrjun janúar, en alls voru gerðir 34 þættir í tveimur seríum. Þau störf sem mér buðust í framhaldinu hjá Stöð 2 voru ekki það sem mig langar mest að starfa við svo hér skilja leiðir, í bili að minnsta kosti", segir Sirrý, en þáttur hennar, Örlagadagurinn, kláraðist í desember. 18.1.2008 14:54 Lily Allen missir fóstur Söngkonan Lily Allen missti fóstur á dögunum, eftir rómantíska ferð með kærastanum, Chemical bróðurnum Ed Simons, til Maldive-eyja. Lily, sem er 22ja ára er sögð miður sín yfir atvikinu. 18.1.2008 12:36 Vilja leika saman í annarri kvikmynd Brad Pitt og Angelina Jolie eru æsti í að leika aftur saman í kvikmynd. Þau léku eftirminnilega í kvikmyndinni Mr and Mrs Smith árið 2005. 18.1.2008 11:59 Myndir frá sextugsafmæli Davíðs Oddssonar Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, fagnaði 60 ára afmæli sínu í dag og bauð af því tilefni til veislu í Ráðhúsi Reykjavíkur. 17.1.2008 21:48 Allt frá silikoni til pólitíkur „Mér finnst“, nýr þáttur í stjórn Ásdísar Olsen og Kolfinnu Baldvinsdóttur hefur göngu sína á morgun á sjónvarpsstöðinni ÍNN. 17.1.2008 17:33 Frábærar viðtökur við Brúðguma Baltasars „Mér líður bara frábærlega. Ég hef sjaldan fengið svona góð viðbrögð", segir Baltasar Kormákur, leikstjóri. Kvikmynd hans, Brúðguminn, var frumsýnd í stútfullu Háskólabíói í gær. 17.1.2008 16:41 Dr. Phil gæti verið kærður fyrir að vinna án starfsleyfis Sálfræðingur í Los Angeles hefur lagt fram kvörtun vegna vinnubragða sjónvarpssálans Dr. Phil. Sálfræðingurinn heldur því fram að Dr. Phil hafi ekki haft starfsleyfi þegar hann heimsótti Britney Spears á sjúkrahús eins og frægt er orðið. 17.1.2008 16:18 Segist ekki skrifa um handbolta á klámfenginn hátt „Ef þú skoðar fréttir, hvort sem það er í sjónvarpi eða á netinu og berð það saman við minn fréttastíl þá er ekkert athugavert við þetta,“ segir Hlynur Sigmarsson umsjónarmaður vefsíðunnar handbolti.is. 17.1.2008 15:20 Ike Turner lést af of stórum skammti kókaíns Ike Turner lést af of stórum skammti kókaíns, að sögn réttarmeinafræðings í San Diego County. Dóttir Ike, sagði við AP fréttastofuna að pabbi sinn hefði lengi átt í baráttu við kókaínfíkn. Turner lést 12. desember síðastliðinn á heimili sínu, 76 ára að aldri. 17.1.2008 12:28 Þorsteinn Guðmundsson með nýjan þátt á Skjá einum Þorsteinn Guðmundsson grínisti með meiru snýr aftur á skjáinn í mars, þegar nýr þáttur hans fer í sýningu á Skjá einum. Þátturinn nefnist Svalbarði, og verður skemmtiþáttur í stúdíói þar sem Þorsteinn fær til sín góða gesti. 17.1.2008 12:22 Leikritið Pabbinn verður að kvikmynd Sagafilm og Bjarni Haukur Þórsson skrifuðu undir samning í gær um kaup Sagafilm á kvikmyndaréttinum á leikverkinu PABBINN eftir Bjarna Hauk. Stefnt er að því að kvikmyndin verði tekinn upp í byrjun árs 2009 í Reykjavík. Bjarni Haukur mun sjálfur skrifa kvikmyndahandritið en Bjarni hefur skrifað og leikstýrt yfir 60 gamanþáttum “sitcom” fyrir TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð. Samninginn fyrir hönd Sagafilm gerðu þeir Magnús Viðar Sigurðsson og Kristinn Þórðarson. 17.1.2008 11:54 Katrín Anna kjörinn fallegasti femínistinn Katrín Anna Guðmundsdóttir var kjörinn fallegasti femínistinn 2007, í netkosningu á heimasíðu Ómars R. Valdimarssonar, aðstandanda keppninnar. Hún hlaut 32% atkvæða. Fast á hæla hennar kom Sóley Tómasdóttir með 27% atkvæða. Í þriðja sætinu hafnaði Svandís Svavarsdóttir með 22% atkvæða. Kolbrún Halldórsdóttir var valin Vinsælasta stúlkan og Drífa Snædal var kosin Ljósmyndafyrirsæta ársins. Alls kusu 1.563 netverjar. 17.1.2008 11:37 Íslendingar eyddu rúmum milljarði í bíóferðir Íslendingar eru allra þjóða duglegastir að fara í bíó, og fer hvert mannsbarn að meðaltali 4,8 sinnum á ári í kvikmyndahús. Á síðasta ári keyptu landsmenn tæpa eina og hálfa milljón bíómiða fyrir 1.104.938.460 - rúman milljarð króna. 17.1.2008 10:31 Fæðing meira stressandi en Óskarsverðlaun Ekkert hefur valdið Halle Berry jafn miklu taugastríði og yfirvofandi fæðing fyrsta barns hennar, ekki einu sinni Óskarsverðlaunin. Leikkonan sagði í viðtali við breskt tímarit að hún hefði verið róleg það sem af væri meðgöngunnar. Hún væri nú að átta sig á því að barnið þyrfti að koma út, og að einhver þyrfti að ýta því út. 17.1.2008 09:43 Eddie Murphy skilinn eftir þriggja vikna hjónaband Nýjasta hjónaband leikarans Eddie Murphy er með því styttra siðan mælingar hófust. Hann er skilinn við eiginkonu sína eftir aðeins þriggja vikna hjónaband. 17.1.2008 09:39 Sjá næstu 50 fréttir
Kravitz kynsveltur í þrjú ár Söngvarinn og kyntröllið Lenny Kravitz segist ekki hafa stundað kynlíf í þrjú ár. Kravitz, sem hingað til hefur ekki verið þekktur fyrir að vera neinn kórdrengur, sagði í viðtali við Maxims tímaritið að hann væri að spara sig fyrir hjónaband. 23.1.2008 14:20
Opna - nýtt bókaforlag hefur göngu sína Nýtt forlag, Bókaútgáfan Opna, hefur hafið göngu sína. Stofnendur eru Guðrún Magnúsdóttir og Sigurður Svavarsson. Þau hafa í meira en 20 ár starfað við alla þætti bókaútgáfu, allt frá hugmynd til prentaðrar bókar. 23.1.2008 13:56
Hrafninn er ánægður með nýjan meirihluta Ingvi Hrafn Jónnson sjónvarpsstjóri ÍNN er afar glaður með nýjan meirihluta í borginni. „Ég hef ekki orðið svona glaður síðan sjálfstæðisflokkurinn komst til valda í síðustu kosningum og raunar er ég enn glaðari núna því borgarstjórastóllinn hafði verið þýfi í 102 daga og nú er búið að skila honum aftur," segir hann og bætir við: „Hrafninn er glaður." 23.1.2008 13:24
Mennsku BDSM gæludýri hent út úr strætó BDSM pari í smábænum Dewsbury á Englandi var heldur brugðið er það ætlaði sér að taka strætisvagn í bænum. Maðurinn var með kærustu sína í hundaól og bandi og þegar þau ætluðu um borð í vagninn bannaði bílstjórinn þeim það með þeim orðum að hundar væru ekki leyfðir í vagninum. Parinu brá nokkuð og starði forviða á bílstjórann sem þá öskraði. „Já aðgangur er bannaður fyrir bjána og hunda eins og ykkur“. Parið hefur kvartað undan framkomu bílstjórans við bæjaryfirvöld. 23.1.2008 12:04
Heath Ledger 1979-2008 Heath Ledger var ein af skærustu ungu stjörnum Hollywood, og átti að baki fjölda vel metinna kvikmynda. Hann þótti jafnvígur á dramatík og gamanmyndir, var talinn líklegur til frekari afreka á kvikmyndasviðinu. Dauði hans 23.1.2008 11:12
Bílstjóri Díönu var á perunni Í rannsókn þeirri sem nú stendur yfir á dauða Díönu prinsesssu í París fyrir áratug síðan hefur komið í ljós að bílstjórinn Henri Paul hafði drukkið að minnsta kosti átta einfalda drykki, eða sem nemur einni flösku af rauðvíni, áður en ökuferð hans með prinsessuna og kærasta hennar Dodi Fayed hófst. Áður hefur því verið haldið fram að hann hefði aðeins drukkið tvo einfalda drykki. Rannsóknin er að tilstuðlan föður Dodis, Mohammed al Fayed sem ætíð hefur haldið því fram að Díana og Dodi hafi verið myrt. 23.1.2008 09:38
Heath Ledger látinn Hollywood stjarnan Heath Ledger er látinn aðeins 28 ára að aldri. Heath sem er fæddur og uppalinn í Ástralíu fannst látnn á heimili sínu í gærdag og er talið að hann hafi tekið inn of stóran skammt af svefnlyfjum. Vinir hans segja að Heath hafi verið mjög þunglyndur að undanförnu. Heath á að baki tuttugu kvikmyndir en þekktastur er hann fyrir leik sinn í myndinni Brokeback Mountain en fyrir það hlutverk var hann tilnefndur til Óskarsverðlaun. Og hann leikur jókerinn í nýjustu Batman-myndinni sem sýnd verður bráðlega. 23.1.2008 09:16
Stjarnan úr Brokeback Mountain dáin Leikarinn Heath Ledger sem tilnefndur var til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brokeback Mountain er dáinn. 22.1.2008 22:16
Oprah brjáluð út í dr. Phil Heimsókn sjónvarpssálans dr. Phil til Britney Spears á spítalann virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Foreldrar Britney og samtök sálfræðinga hafa fordæmt afskiptasemina, og nú bætist sjálf Oprah, spjallþáttadrottningin sjálf í hópinn. Hún mun að sögn pressunnar vestanhafs vera komin með algerlega nóg af skjólstæðingi sínum, sem henni finnst hafa staðið sig illa í málinu. 22.1.2008 17:25
Halda tónlistahátíð til að mótmæla niðurrifi miðbæjarhúsa Hundruðir íslenskra tónlistamanna ætla að koma saman á Sirkus helgina 25. til 27. janúar til að mótmæla þeim yfirgangi og skeytingarleysi sem þeir segja að felist í því að verktakar kaupi sögufræg upp hús í miðbænum og láti þau svo víkja fyrir verslunarkjörnum að hætti úthverfanna. 22.1.2008 16:16
There Will be Blood og No Country for Old Men með flestar tilnefningar Kvikmyndirnar There Will be Blood og No Country for Old Men urðu hlutskarpastar þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kynntar í dag. Þær hlutu átta tilnefningar hvor, þar á meðal fyrir bestu mynd, handrit og leikstjórn. Atonement fékk sjö tilnefningar, Michael Clayton sex og Juno fjórar, en allar eru þessar myndir tilnefndar sem besta kvikmyndin. 22.1.2008 14:59
Fágætt tækifæri til að sitja í leðursætum Jacksons Rolls Royce Michaels Jacksons getur orðið þinn fyrir spottprís, hundrað tuttugu og fimm þúsund dollara, eða rétt tæpar 8,4 milljónir. 22.1.2008 13:15
Brad Pitt með kvenmannsmitti í japönskum gallabuxum Svo virðist sem ekki sé allt satt og rétt í auglýsingum. Örstutt er síðan að öldur lægði vegna sögusagna um að David Beckham hefði notið aðstoðar uppvöðlaðs sokks í auglýsingaherferð fyrir Armani nærföt. Nú kemur það svo í ljós að meira að segja fallegasti maður í heimi sleppur ekki undan nærgöngulum pennum grafíkeranna. 22.1.2008 12:39
Jack Nicholson lendir illa í reykingabanni Ellismellurinn Jack Nicholson er væntanlega ekki hrifinn af reykingabanni á veitingastöðum. Leikarinn brá sér út af veitingastað í Þýskalandi til að njóta líkkistunaglans undir beru lofti. Hann fékk hinsvegar engan frið til þess, en heill her aðdáenda birtist og heimtaði eiginhandaráritanir. 22.1.2008 11:27
Myndband af Amy Winehouse að reykja krakk Amy Winehouse virðist endanlega vera farin út af sporinu. Breska blaðið The Sun sendi blaðamann út af örkinni vopnaðan falinni myndavél, og náði myndum af söngdívunni þar sem hún reykir krakk og sýgur alsæluduft og kókaín í nefið. Þá talar hún á einum stað um það að hún sé nýbúin að skella í sig sex valíum töflum til að ná sér niður. 22.1.2008 11:12
Lohan og Murphy taka Razzie verðlaunin Razzie-verðlaunaafhendingin er framundan í Hollywood en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir það versta sem kemur frá Hollywood. Þau Lindsay Lohan og Eddie Murphy hafa hlotið flestar tilnefningar að þessu sinni. Lohan fyrir leik sinn í myndinni I noe Who Killed Me og Murphy fyrir leik sinn í Norbit. 22.1.2008 09:26
Lindsay og Murphy langverst Kvikmynd Lindsay Lohan, I Know Who Killed Me, hefur verið tilnefnd til níu Razzie-verðlauna en myndin Norbit með Eddie Murphy hlaut átta tilnefningar. 22.1.2008 00:01
Enn eitt barnið í hjörðina hjá Brangelinu Brad Pitt og Angelina Jolie ætla að ættleiða aðra stúlku frá Afríku. Bróðir Angelinu ræddi það opinberlega á dögunum að parið hyggðist bæta við barnastóðið, en þau eiga fyrir þrjú ættleidd börn og eina líffræðilega dóttur. 21.1.2008 18:12
„Eiginkona“ Eddie Murphy vildi ekki kaupmála Eddie Murphy skildi við eiginkonu sína til tveggja vikna vegna þess að hún vildi ekki skrifa undir kaupmála, að sögn fjölmiðla vestanhafs. Murphy, sem er vellauðugur, „giftist“ kvikmyndaframleiðandanum Tracey Edmonds á lítilli Kyrrahafseyju á nýarsdag. 21.1.2008 17:56
Heldur þú að fasteignaverð sé hátt á Íslandi? Finnist mönnum fasteignaverð á Íslandi orðið óþægilega hátt er alltaf hægt að flytja. Það skiptir samt máli hvert. 21.1.2008 16:31
Pete Doherty á von á barni Ofurrokkarinn og vandræðabarnið Pete Doherty er að verða pabbi. Að minnsta kosti ef marka má orð Lauru McLaughlin, tvítugrar guðdóttur Sir Alex Fergusson. 21.1.2008 13:57
Lumar þú á heimildamynd? Heimildamyndahátíðin Skjaldborg verður haldin í annað sinn Hvítasunnuhelgina níunda til tólfta maí í einu fallegasta og minnst þekkta kvikmyndahúsi Íslands; Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. 21.1.2008 13:14
Landinn tekur Brúðgumanum vel Fimm þúsund manns sáu Brúðgumann, kvikmynd Baltasars Kormáks um helgina. Þetta er fimmta stærsta opnunarhelgi á íslenskri mynd frá upphafi. Baltasar er ekki óvanur því að lenda á þeim lista, en hann á sjálfur myndirnar í fyrsta sæti, Mýrina, og því þriðja, Hafið. 21.1.2008 11:56
Britney skiptir út paparassavinum Britney Spears hefur losað sig við Paparassavin sinn Adnan Ghalib, og samkvæmt heimildum meira að segja sótt um nálgunarbann á hann. Söngkonan mun vera æfareið yfir því að Adnan hafi haft hana að féþúfu, en hann mun hafa verið duglegur að selja myndir af þeim saman. Talið er að myndir af parinu hafa rakað inn 65 milljónum króna, og hefur Ghalib hirt stóran hluta ágóðans 21.1.2008 11:10
Kiefer Sutherland laus úr fangelsi Leikaranum Kiefer Sutherland var sleppt úr fangelsi í Kaliforníu skömmu eftir miðnætti í nótt. Hann hafði afplánað alla 48 dagana sem hann var dæmdur til sem hann fékk fyrir fjórða ölvunarakstursbrot sitt í fyrra. Stjörnunni var stungið inn 5. desember, og eyddi afmæli sínu, jólum og áramótum í steininum. 21.1.2008 10:15
Kate Moss fjörug á afmælisdaginn Þegar ofurfyrirsætan Kate Moss hélt upp á afmæli sitt í síðustu viku endaði það með kókaínsniffi, kampavínsdrykkju og Kate í rúminu með tveim öðrum fyrirsætum og ónefndum karlmanni samkvæmt breska blaðinu News of the World. 20.1.2008 20:24
Krabbameinssjúk börn eiga víða vini -tónleikar í dag Árlegir tónleikar til styrktar krabbameinssjúkum börnum eru haldnir í Háskólabíói kl. 16 í dag. 20.1.2008 13:37
Nú langar Bond að lemja ljósmyndara Pierce Brosnan var á Hawaii í vikunni, ásamt fjölskyldu sinni. Og undi hag sínum vel. 19.1.2008 14:59
Lindsay Lohan í líkhúsinu Leikkonan unga, Lindsay Lohan, stefnir hraðbyri í líkhúsið. Lohan, sem var dæmd til samfélagsþjónustu fyrir ölvunarakstur á síðasta ári, hefur unnið nokkra daga hjá Rauða Krossinum, en nú liggur leiðin í líkhúsið. 18.1.2008 15:54
Búið að skrifa minningargrein um Britney Spears AP fréttastofan byrjaði að skrifa minningargrein um Britney Spears fyrir mánuði síðan. „Við erum ekkert að óska okkur þess, en ef hún deyr er það með stærri fréttum í langan tíma“, sagði ritstjóri skemmtanalífsfrétta hjá AP, Jesse Washington, við Us tímaritið. 18.1.2008 15:15
Sirrý er hætt á Stöð 2 Sirrý, sjónvarpskonan ástsæla er hætt á Stöð 2, eftir tveggja ára starf. „Þetta nokkuð löng og góð törn með Örlagadaginn", segir Sirrý. Síðasti Örlagadagurinn var sýndur í byrjun janúar, en alls voru gerðir 34 þættir í tveimur seríum. Þau störf sem mér buðust í framhaldinu hjá Stöð 2 voru ekki það sem mig langar mest að starfa við svo hér skilja leiðir, í bili að minnsta kosti", segir Sirrý, en þáttur hennar, Örlagadagurinn, kláraðist í desember. 18.1.2008 14:54
Lily Allen missir fóstur Söngkonan Lily Allen missti fóstur á dögunum, eftir rómantíska ferð með kærastanum, Chemical bróðurnum Ed Simons, til Maldive-eyja. Lily, sem er 22ja ára er sögð miður sín yfir atvikinu. 18.1.2008 12:36
Vilja leika saman í annarri kvikmynd Brad Pitt og Angelina Jolie eru æsti í að leika aftur saman í kvikmynd. Þau léku eftirminnilega í kvikmyndinni Mr and Mrs Smith árið 2005. 18.1.2008 11:59
Myndir frá sextugsafmæli Davíðs Oddssonar Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, fagnaði 60 ára afmæli sínu í dag og bauð af því tilefni til veislu í Ráðhúsi Reykjavíkur. 17.1.2008 21:48
Allt frá silikoni til pólitíkur „Mér finnst“, nýr þáttur í stjórn Ásdísar Olsen og Kolfinnu Baldvinsdóttur hefur göngu sína á morgun á sjónvarpsstöðinni ÍNN. 17.1.2008 17:33
Frábærar viðtökur við Brúðguma Baltasars „Mér líður bara frábærlega. Ég hef sjaldan fengið svona góð viðbrögð", segir Baltasar Kormákur, leikstjóri. Kvikmynd hans, Brúðguminn, var frumsýnd í stútfullu Háskólabíói í gær. 17.1.2008 16:41
Dr. Phil gæti verið kærður fyrir að vinna án starfsleyfis Sálfræðingur í Los Angeles hefur lagt fram kvörtun vegna vinnubragða sjónvarpssálans Dr. Phil. Sálfræðingurinn heldur því fram að Dr. Phil hafi ekki haft starfsleyfi þegar hann heimsótti Britney Spears á sjúkrahús eins og frægt er orðið. 17.1.2008 16:18
Segist ekki skrifa um handbolta á klámfenginn hátt „Ef þú skoðar fréttir, hvort sem það er í sjónvarpi eða á netinu og berð það saman við minn fréttastíl þá er ekkert athugavert við þetta,“ segir Hlynur Sigmarsson umsjónarmaður vefsíðunnar handbolti.is. 17.1.2008 15:20
Ike Turner lést af of stórum skammti kókaíns Ike Turner lést af of stórum skammti kókaíns, að sögn réttarmeinafræðings í San Diego County. Dóttir Ike, sagði við AP fréttastofuna að pabbi sinn hefði lengi átt í baráttu við kókaínfíkn. Turner lést 12. desember síðastliðinn á heimili sínu, 76 ára að aldri. 17.1.2008 12:28
Þorsteinn Guðmundsson með nýjan þátt á Skjá einum Þorsteinn Guðmundsson grínisti með meiru snýr aftur á skjáinn í mars, þegar nýr þáttur hans fer í sýningu á Skjá einum. Þátturinn nefnist Svalbarði, og verður skemmtiþáttur í stúdíói þar sem Þorsteinn fær til sín góða gesti. 17.1.2008 12:22
Leikritið Pabbinn verður að kvikmynd Sagafilm og Bjarni Haukur Þórsson skrifuðu undir samning í gær um kaup Sagafilm á kvikmyndaréttinum á leikverkinu PABBINN eftir Bjarna Hauk. Stefnt er að því að kvikmyndin verði tekinn upp í byrjun árs 2009 í Reykjavík. Bjarni Haukur mun sjálfur skrifa kvikmyndahandritið en Bjarni hefur skrifað og leikstýrt yfir 60 gamanþáttum “sitcom” fyrir TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð. Samninginn fyrir hönd Sagafilm gerðu þeir Magnús Viðar Sigurðsson og Kristinn Þórðarson. 17.1.2008 11:54
Katrín Anna kjörinn fallegasti femínistinn Katrín Anna Guðmundsdóttir var kjörinn fallegasti femínistinn 2007, í netkosningu á heimasíðu Ómars R. Valdimarssonar, aðstandanda keppninnar. Hún hlaut 32% atkvæða. Fast á hæla hennar kom Sóley Tómasdóttir með 27% atkvæða. Í þriðja sætinu hafnaði Svandís Svavarsdóttir með 22% atkvæða. Kolbrún Halldórsdóttir var valin Vinsælasta stúlkan og Drífa Snædal var kosin Ljósmyndafyrirsæta ársins. Alls kusu 1.563 netverjar. 17.1.2008 11:37
Íslendingar eyddu rúmum milljarði í bíóferðir Íslendingar eru allra þjóða duglegastir að fara í bíó, og fer hvert mannsbarn að meðaltali 4,8 sinnum á ári í kvikmyndahús. Á síðasta ári keyptu landsmenn tæpa eina og hálfa milljón bíómiða fyrir 1.104.938.460 - rúman milljarð króna. 17.1.2008 10:31
Fæðing meira stressandi en Óskarsverðlaun Ekkert hefur valdið Halle Berry jafn miklu taugastríði og yfirvofandi fæðing fyrsta barns hennar, ekki einu sinni Óskarsverðlaunin. Leikkonan sagði í viðtali við breskt tímarit að hún hefði verið róleg það sem af væri meðgöngunnar. Hún væri nú að átta sig á því að barnið þyrfti að koma út, og að einhver þyrfti að ýta því út. 17.1.2008 09:43
Eddie Murphy skilinn eftir þriggja vikna hjónaband Nýjasta hjónaband leikarans Eddie Murphy er með því styttra siðan mælingar hófust. Hann er skilinn við eiginkonu sína eftir aðeins þriggja vikna hjónaband. 17.1.2008 09:39