Lífið

Halda tónlistahátíð til að mótmæla niðurrifi miðbæjarhúsa

Hundruðir íslenskra tónlistamanna ætla að koma saman á Sirkus helgina 25. til 27. janúar til að mótmæla þeim yfirgangi og skeytingarleysi sem þeir segja að felist í því að verktakar kaupi sögufræg upp hús í miðbænum og láti þau svo víkja fyrir verslunarkjörnum að hætti úthverfanna.

Yfirskrift samkomunnar er Látíð í bæ og með henni vilja þeir koma þeim skilaboðum til borgaryfirvalda og verktaka að þeir verndi og viðhaldi húseignum í miðbæ Reykjavíkur í stað þess að rífa þær niður. Þeir vilja forða því menningarslysi sem nú er í uppsiglingu.

Í tilkynningu frá tónlistarmönnunum segir að Sirkus og allur sá reitur sem húsnæði barsins stendur á tákngeri vel þá "allsherjartiltekt" sem fara á fram í miðbænum. Þar sé sérstöðu miðbæjarins og fjölskrúðugu mannlífi hans er fórnað en í staðinn reynt að líkja betur eftir verslunarkjörnum úthverfanna.

Þeir tónlistamenn sem leggja hátíðinni lið með einum eða öðrum hætti eru: 1985!, Amiina, Ampop, Barði Jóhannsson, Berglind Ágústsdsóttir, Bob Justman, Benni Hemm Hemm, Bloodgroup, Bogomil Font, Borkó, Botnleðja, Cocktail Vomit, Curver, Dr. Gunni, Flís, Ghostigital, Gusgus DJ-set, Hjaltalín, Hjálmar, Hudson Wayne, Jagúar, Jakóbínarína, Jan Mayen, Kira Kira, K.K., Megas, Motion Boys, Mr. Silla & Mongoose, Mugison, Music Zoo, múm, My Summer as a Salvation Soldier, Orgelkvartettinn Ananas, Páll Óskar, Pétur Ben, Rass, Trabant Experience, Retro Stefson, Reykjavík!, Seabear, Singapore Sling, Sigur Rós, Skátar, Skakkamanage, Slowblow, Sometime, Sprengjuhöllin, Valgeir Sigurðsson, XXX Rotweiler, Æla, Ölvis





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.