Lífið

Heath Ledger látinn

Hollywood stjarnan Heath Ledger er látinn aðeins 28 ára að aldri. Heath sem er fæddur og uppalinn í Ástralíu fannst látnn á heimili sínu í gærdag og er talið að hann hafi tekið inn of stóran skammt af svefnlyfjum. Vinir hans segja að Heath hafi verið mjög þunglyndur að undanförnu. Heath á að baki tuttugu kvikmyndir en þekktastur er hann fyrir leik sinn í myndinni Brokeback Mountain en fyrir það hlutverk var hann tilnefndur til Óskarsverðlaun. Og hann leikur jókerinn í nýjustu Batman-myndinni sem sýnd verður bráðlega.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.