Heldur þú að fasteignaverð sé hátt á Íslandi? Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 21. janúar 2008 16:31 Sumar íbúðirnar í Skuggahverfi gætu lent á listanum. Finnist mönnum fasteignaverð á Íslandi orðið óþægilega hátt er alltaf hægt að flytja. Það skiptir samt máli hvert. Samkvæmt könnun sem Global Property Guide gerir er London dýrasta borg í heimi, og nokkuð ljóst að það myndi ekki gera mikið fyrir veskið að flytja þangað. Í hverfum á borð við Chelsea, Kensington, Belgravia og Notting Hill getur verð á fermetra auðveldlega farið upp í rúmar 2,4 milljónir króna. Venjulegri hverfi, sem þó þykja viðkunnaleg til búsetu, kosta svo að meðaltali rúma eina og hálfa milljón á fermetra. Íbúðir sem íslenskir viðskiptajöfrar hafa undanfarin ár fjárfest í í London hafa margar hverjar kostað upp undir milljarð króna. New York er í öðru sæti listans, en samkvæmt honum kostar sæmileg íbúð á Manhattan ekki nema milljón og sextíu og sjö þúsund að meðaltali á fermetra. Moskva kemur svo fast á hæla stóra eplisins, en fermeterinn í þessum fyrrum höfuðvígi kommúnismans kostar ekki nema milljón og fjörtíu þúsund að jafnaði. Fermetraverð var reiknað út frá 120 fermetra íbúð miðsvæðis. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasala sem Vísir ræddi við fara nýlegar íbúðir í miðborg Reykjavíkur sjaldnast á meira en 450 þúsund krónur á fermetra. Það er svipað og fasteignaverð á Turks og Caicos eyjum í Karíbahafinu, eða í Tel Aviv. Vilji menn hinsvegar flytja eitthvert þar sem maður fær meira fyrir aurinn er hægt að benda á Bangalore á Indlandi þar sem fermeterinn er að meðaltali á 65 þúsund krónur, eða Kaíró, þar sem hann kostar ekki nema rúmar 38 þúsund.Listinn lítur að öðru leiti svona út: 1. London 1,624,750 kr. á fermetra 2. New York 1,067,511 kr. á fermetra 3. Moskva 1,040,577 kr. á fermetra 4. París 926,342 kr. á fermetra 5. Hong Kong 844,133 kr. á fermetra 6. Tokyo 795,290 kr. á fermetra 7. Singapore 790,600 kr. á fermetra 8. Mumbai 684,874 kr. á fermetra 9. Barcelona 661,357 kr. á fermetra 10. Genf 504,778 kr. á fermetra Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
Finnist mönnum fasteignaverð á Íslandi orðið óþægilega hátt er alltaf hægt að flytja. Það skiptir samt máli hvert. Samkvæmt könnun sem Global Property Guide gerir er London dýrasta borg í heimi, og nokkuð ljóst að það myndi ekki gera mikið fyrir veskið að flytja þangað. Í hverfum á borð við Chelsea, Kensington, Belgravia og Notting Hill getur verð á fermetra auðveldlega farið upp í rúmar 2,4 milljónir króna. Venjulegri hverfi, sem þó þykja viðkunnaleg til búsetu, kosta svo að meðaltali rúma eina og hálfa milljón á fermetra. Íbúðir sem íslenskir viðskiptajöfrar hafa undanfarin ár fjárfest í í London hafa margar hverjar kostað upp undir milljarð króna. New York er í öðru sæti listans, en samkvæmt honum kostar sæmileg íbúð á Manhattan ekki nema milljón og sextíu og sjö þúsund að meðaltali á fermetra. Moskva kemur svo fast á hæla stóra eplisins, en fermeterinn í þessum fyrrum höfuðvígi kommúnismans kostar ekki nema milljón og fjörtíu þúsund að jafnaði. Fermetraverð var reiknað út frá 120 fermetra íbúð miðsvæðis. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasala sem Vísir ræddi við fara nýlegar íbúðir í miðborg Reykjavíkur sjaldnast á meira en 450 þúsund krónur á fermetra. Það er svipað og fasteignaverð á Turks og Caicos eyjum í Karíbahafinu, eða í Tel Aviv. Vilji menn hinsvegar flytja eitthvert þar sem maður fær meira fyrir aurinn er hægt að benda á Bangalore á Indlandi þar sem fermeterinn er að meðaltali á 65 þúsund krónur, eða Kaíró, þar sem hann kostar ekki nema rúmar 38 þúsund.Listinn lítur að öðru leiti svona út: 1. London 1,624,750 kr. á fermetra 2. New York 1,067,511 kr. á fermetra 3. Moskva 1,040,577 kr. á fermetra 4. París 926,342 kr. á fermetra 5. Hong Kong 844,133 kr. á fermetra 6. Tokyo 795,290 kr. á fermetra 7. Singapore 790,600 kr. á fermetra 8. Mumbai 684,874 kr. á fermetra 9. Barcelona 661,357 kr. á fermetra 10. Genf 504,778 kr. á fermetra
Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira