Fleiri fréttir

Heimildarmynd Sigur Rósar frumsýnd 27. september

Heimildamynd um tónleikaferð Sigur Rósar um Ísland í fyrra verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík fimmtudaginn 27. september. Tónleikaferðalagið sveitarinnar var allt kvikmyndað og fá aðdáendur nú að njóta afraksturins í mynd um ferðalagið sem hlotið hefur nafnið Sigur Rós - Heima.

Morðsaga Simpsons verður gefin út

Hin umdeilda bók O.J. Simpsons "Ef ég hefði gert það" sem heitir á frummálinu "If I Did It" mun verða gefin út. Þessu greinir umboðsmaður fjölskyldu hinnar myrtu eiginkonu Simpsons frá í dag en hann hefur samið um útgáfu bókarinnar.

Bubbi og Hrafnhildur selja á Nesinu

Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir eru búin að setja íbúð sína að Skerjabraut á Seltjarnarnesi á sölu. Íbúðin er ekki nema rúmlega 70 fermetrar og má því ætla að nokkuð þröngt hafi verið í búi. Hún er þó öll nýuppgerð og smekklega innréttuð.

Hrædd við hrukkur

Stjörnuparið David og Victoria Beckham hafa nú sagt slæmri húð stríð á hendur og eru í strangri húðmeðferð. Ætlunin er að vernda húð þeirra frá sterkri sólu Los Angeles.

Gael García Bernal í sýningu Gísla

Stórstjarnan Gael García Bernal er á meðal þeirra erlendu leikara sem leika í sviðsuppsetningu Gísla Arnar Garðarssonar á kvikmynd Lukas Moodysson, Tillsammans.

Bergmansþing í kvöld

Rannsóknahópurinn Deus ex cinema stendur fyrir málþingi í kvöld sem ber yfirskriftina Guð á hvíta tjaldinu um trúarleg minni í verkum sænska leikstjórans Ingmars Bergman sem lést í júlí og fleiri stórskálda kvikmyndanna.

Topshop sakað um þrælahald

Harðar ásakanir á hendur Topshop eru settar fram í breska blaðinu The Sunday Times. Tískuföt fyrirtækisins eru sögð framleidd í þrælakistum. Philip Green, eigandi Topshop, segist taka ásakanirnar alvarlega.

Latabæjarsýning fyrir hlaup

Gunnar Helgason leikstýrir stuttu Latabæjarleikriti sem sett verður upp fyrir Latabæjarhlaupið en það verður haldið á menningarnótt.

Jens Lekman til Íslands

Sænski tónlistarmaðurinn Jens Lekman er væntanlegur hingað til lands öðru sinni um næstu helgi. Lekman hefur verið bókaður til að syngja á tónleikum í tengslum við Reyfi, menningarhátíð í Norræna húsinu sem stendur frá 18. til 26. ágúst.

The Bronx á Airwaves

Bandaríska hljómsveitin The Bronx hefur boðað komu sína á Iceland Airwaves-hátíðina í haust ásamt frönsku plötusnúðunum Fluokids og Brodinsky og þýsku dansboltunum Moonbotica og Patrick Chardronnet.

Endurútgefa Hlemm

Hljómsveitin Sigur Rós hefur endurútgefið tónlist sína við heimildarmyndina Hlemmur eftir Ólaf Sveinsson. Plata með tónlistinni kom upphaflega út árið 2003 á vegum útgáfu sveitarinnar, Krúnk, rétt eins og í þetta sinn.

Gunnar hættir hjá V-dagssamtökunum

„Þetta er ekki alveg gengið í gegn en við ættum að vera búin að ganga frá þessu á allra næstu dögum,“ segir Gunnar Sigurðsson en hann mun hætta sem framkvæmdastjóri V-dagsins.

Paris vill verða verndari barnanna

Glaumgosinn og fyrrum tugthúslimurinn Paris Hilton hefur mikinn áhuga á að verða sérstakur verndari Barnaspítalans í Los Angeles. Hinn 26 ára gamli hótelerfingi er ákveðin í að láta gott af sér leiða í ameríska samfélaginu eftir að hafa verið í afplánun vegna ölvunaraksturs fyrr á árinu og leggur hún mikið á sig þessa dagana til að bæta ímynd sína.

Áhætta í Eiffel-turni

Hasarmyndaleikarinn Jackie Chan lék í öllum áhættuatriðum sínum í framhaldsmyndinni Rush Hour 3 sem er á leiðinni í kvikmyndahús. Chan, sem er 53 ára, segist síður en svo ætla að hætta að leika í slíkum atriðum.

Lénið kostaði þriggja mánaða áskrift

„Ég lét pöbbinn duga í 1. umferðinni um helgina og á ekki von á að gerast áskrifandi á næstunni,“ segir Daníel Snorri Jónsson, sem keypt hefur lénið www.syn2.is og heldur þar uppi umræðu um það sem hann vill meina að sé óhófleg verðlagning Sýnar 2 á áskrift af enska boltanum.

Knightley strippar í ilmvatnsauglýsingu

Breska leikkonan Keira Knightley hefur heldur betur vakið eftirtekt í nýrri auglýsingaherferð fyrir ilmvatnið Coco Mademoiselle frá Chanel. Knightley er nakin í auglýsingunni að undanskildu því að hún hefur hatt fyrir brjóstunum. Knightley hefur löngum lýst því yfir að hún sé brjóstalaus með öllu en svo er ekki sjá á þessari mynd. Hefur það orðið breskum fjölmiðlum að umfjöllunarefni sem velta því nú fyrir sér hvort þau séu búin til í tölvu eða hjá lýtalækni.

Eiginimaður Mel B er andamorðingi

Stephen Belefonte, eiginmaður Kryddpíunnar Mel B, er nú eftirlýstur af lögreglunni í New Jersey-ríki fyrir að hafa drepið stokkönd og stungið síðan af án þess að borga sektina. Þetta er þó ekki það eina sem þessi miður geðþekki náungi hefur á samviskunni því hann hefur viðurkennt að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi. Og svo slæmt er orðsporið að hann kaus að breyta eftirnafni sínu úr Stansbury í Belafonte.

50 cent hótar að hætta að gefa út sólóplötur

Rappgölturinn 50 cent hefur hótað því að binda enda á einleikaraferill sinn ef geislaskífa rapparans Kanye West selst betur en hans eigin, en báðar eru þær væntanlegar þann 11. september næstkomandi. 50 cent hyggst þó ekki láta af tónlistarstörfum ef svo illa fer, heldur einungis starfa með öðrum tónlistarmönnum.

Lindsey Lohan þrífur klósett

Fregnir herma að Lindsey Lohan standi sig vel í þriðju meðferð sinni og sé fyrirmyndarsjúklingur en hún dvelur nú á Cirque Lodge meðferðarstofnuninni í Utah. Hún sækir AA-fundi daglega, þrífur klósett, vaskar upp og þvær þvott.

Elsta frumbyrja íslands er ekki búin að skíra

Sonur þeirra Sigríðar Á. Snævarr og Kjartans Gunnarssonar er ekki enn kominn með nafn. Þetta staðfesti Kjartan Gunnarsson, eiginmaður Sigríðar, í samtali við Vísi.is. Drengurinn fæddist 5. júlí síðastliðinn og er því rúmlega mánaðar gamall.

Borgarstjóri Newham datt í Elliðaárnar

Sir Robin Wales, borgarstjóri í Newham, var staddur í heimsókn á vegum borgarstjórans í Reykjavík í síðustu viku. Á meðal þess sem í boði var fyrir Wales var veiðiferð í Elliðaánum. Vildi ekki betur til en svo að sir Wales féll beint á höfuðið ofan í ánni.

Íslenskt lopamynstur í bandarískri tískubúð

Bandaríska verslunarkeðjan Urban Outfitters selur peysur undir nafninu "Lux Reykjavik Sweaters" eða reykvískar lúxuspeysur. Peysurnar eru stutterma, með klassísku íslensku lopapeysumynstri og fást í ýmsum litum.

Hundruð bíða eftir nýjum Land Cruiser

Mikil eftirvænting ríkir hjá þeim sem bíða eftir nýjum Land Cruiser 200, flaggskipinu frá Toyota. Rúmlega 300 manns hafa nú skráð sig á biðlista eftir bílnum, sem reikna má með að kosti um 10 milljónir króna. Engar myndir hafa enn verið birtar af bílnum en framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota hefur séð hann og segir hann gríðarlega flottan.

Hlaupið til góðs í Reykjavíkurmaraþoni

Barry Metters, 39 ára gamall verkstjóri frá Bretlandi er á meðal þeirra þúsunda sem hyggjast hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis næstkomandi laugardag. Með því hyggst Metters safna peningum fyrir spítalann í Newcastle þar sem hann fékk bót meina sinna en hann glímdi við hvítblæði fyrir 19 árum síðan þangað til beinmergskiptaaðgerð sem hann undirgekkst bar árangur.

Denni á stefnumótum með Nelly Furtado

"Ég þekki Nelly en ég vil ekki tjá mig um ástarmál mín," segir athafnamaðurinn Þorsteinn Kragh í samtali við Vísi en heimildir Vísis herma að hann hafi farið á fjölmörg stefnumót með kanadíska söngfuglinum Nelly Furtado á gleðieyjunni Ibiza í sumar.

Flugeldasýning við Jökulsárlón

Hundruð ferðamanna og íbúa á Suðurlandi urðu vitni að stórfenglegri flugeldasýningu í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi á miðnætti.

Stórhssa á að vera á lífi

Það kemur gamanleikkonunni Dawn French á óvart að vera enn á lífi. Ekkert bráðdrepandi amar að leikkonunni, sem hefur þó viðurkennt að hún passi ekki í hefðbundnar stærðir af baðkörum sökum ofgnóttar af spiki.

Pabbi betri en meðferð

Amy Winehouse segir að hún þurfi alls ekkert að fara í meðferð meðferð þó hún hafi verið lögð inn vegna of stórs skammts af eiturlyfjum á miðvikudaginn. Stjarnan var flutt í ofboði á spítala þegar hún missti meðvitund í samkvæmi á heimili sínu

Kate ekki velkomin í konungshöllina

Þótt það hafi ekki verið formlega staðfest bendir flest til þess að Vilhjálmur prins og Kate Middleton hafi náð saman á ný eftir nokkurra vikna aðskilnað. En ekki eru allir sáttir við samband Vilhjálms og Kate. Ensku slúðurblöðin fullyrða að Elísabet drottning sé ekki par ánægð með að Vilhjálmur hafi hafið samband við Kate á ný.

Blunt hatar athyglina

Hjartaknúsarinn James Blunt sem hefur brætt mörg konuhjörtun með seiðandi söng sínum segist ekki vera hrifinn af allri athyglinni sem hann fær. Hann er eitt þekktasta andlit Bretlands nú um stundir og fær lítinn frið hvar sem hann kemur. Honum líkaði það svo illa að hann ákvað að flytja til Ibiza þar sem hann dvaldi síðasta vetur og bjót til nýja plötu.

Ekkert pláss fyrir ástkonu í lífi Angelinu

Angelina Jolie segir ekkert pláss fyrir ástkonu í lífi sínu í dag. "Ég hef aldrei falið tvíkynhneigð mína, en síðan ég byrjaði með Brad, hefur hún ekki lengur sess í mínu lífi". Fyrrverandi ástkona Jolie módelið, leikkonan og bifvélavirkinn Jenny Shimizu er ekki að kaupa það.

Richie sýnir bumbuna - Gagnrýnd af læknum

Nicole Richie fór í klippingu fyrir helgi þar sem hún lét lita á sér hárið. Við það gafst henni tækifæri að sýna æstum papparössum bumbuna sína en Richie er komin rúma þrjá mánuði á leið. Richie virðist eiga auðvelt með að vekja umtal hvert sem hún fer því þegar hún var nýbúin í litun gagnrýndu læknar og eiturefnafræðingar það að Richie væri sífellt að lita á sér árið.

Spice Girls fá söngþjálfara

Stúlkurnar í Spice Girls, sem hyggja á endurkomu í desember, hafa aldrei verið taldar með bestu söngkonum heims. Þær vita það sennilega best sjálfar því þær hafa útvegað sér einn vinsælasta söngþjálfara Bretlands Zoe Tyler til að þjálfa sig fyrir endurkomutónleikaferðina.

Pitt rétt slapp við réttarhöld

Brad Pitt var kallaður til kviðdómsskyldu í síðustu viku. Pitt hafði komið sér undan skyldunni nokkrum sinnum en neyddist til að mæta í dómshúsið í Los ANgeles á fimmtudag. Pitt átti ásamt 11 öðrum kviðdómendum að úrskurða um sekt manns sem tekinn hafði verið ölvaður undir stýri.

Sjáið myndirnar úr Gleðigöngunni

Gleðiganga Hinsegin daga var í gær. Talið er að um 50 þúsund manns hafi gengið niður Laugaveginn til stuðnings réttindabaráttu samkynhneigðra. Þetta er í níunda skipti sem hommar og lesbíur halda hátiðlega svokallaða Hinsegin daga og er gleðigangan hápunktur hátiðarinnar.

Anthony Wilson er látinn

Tónlistarfrömuðurinn Anthony H. Wilson er látinn. Hann er helst frægur fyrir að hafa komið hljómsveitum eins og Joy Division, Happy Mondays og New order á kortið. Dagblað í Manchester greindi frá því að Wilson hefði látist seinnipart föstudags, eftir að hafa fengið hjartaáfall í vikunni.

Biel íhugar fara úr öllum fötunum

Kærastan hans Justin Timberlake, hún Jessica Biel, íhugar nú hvort hún eigi að fara úr öllum fötunum fyrir kvikmyndahlutverk sem hún hefur tekið að sér. Hlutverkið er í myndinni Powder Blue. Í myndinni leikur Biel fatafellu en aðrir sem fara með hlutverk í myndinni eru þeir Forest Whitaker og Ray Liotta.

Ingvar í ævintýradrama fyrir fullorðna

Nýlega lauk tökum á stuttmynd sem byggir á Grímsævintýri og heitir hún Harmsaga. Myndin er ævintýradrama fyrir fullorðna með drungalegu ívafi. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni og var hún tekin upp í Arnarfirði á Vestfjörðum í síðasta mánuði.

Ricky Martin ætlar að ættleiða

Latino-söngvarinn Ricky Martin hyggst nú feta í fótspor Angelinu Jolie, Madonnu, Calistu Flockhart, Tom Cruise og Nicole Kidman og ættleiða barn. Samkvæmt ABC fréttastofunni stefnir hann að því að hefja ferlið á þessu ári og langar mest að ættleiða eitt barn frá hverri heimsálfu.

Emma Bunton orðin mamma

Emma Bunton, barnakryddið úr Spice Girls hljómsveitinni, eignaðist lítinn dreng á einkareknu sjúkrahúsi í London fyrr í dag. Drengurinn er fyrsta barn hinnar 31 árs fyrrum kryddpíu og kærasta hennar til ellefu ára, Jade Jones.

Paris Hilton komin með nýjan?

Paris Hilton bætti nýjum fola í föruneyti sitt í gær er hún sást spranga á strönd í Malibu ásamt hinum fjallmyndarlega leikara Adrian Grenier. "Vinirnir" léku sér í sandinum og stungu sér til sunds.

Hin eftirsótta Angelina er við það að hverfa

Svo virðist sem ekkert sé að verða eftir af hinni annars stórglæsilegu leikkonu Angelinu Jolie og má velta fyrir sér hvort hin ört stækkandi fjölskylda hennar taki sinn toll. Jolie á nú fjögur ung börn, þau Maddox, Zahara, Pax og Shiloh og eru þau á aldrinum eins til sex ára.

Brad Pitt gerir skyldu sína

Brad Pitt mætti í dómssal í Los Angeles í dag til að sitja í kviðdómi en hann þarf að gera skyldu sína eins og aðrir. Brad var leyft að leggja í starfsmannastæði fyrir utan dómshúsið og var að sögn viðstaddra í hvítum stuttermabol, dökkum gallabuxum og með derhúfu.

Samkeppni um bestu myndina af Díönu prinsessu

Dagblaðið German daily Bild býður lesendum sínum í dag að taka þátt í keppni um bestu andlitsmyndina af Díönu prinsessu. Lesendum er boðið að mála mynd af Díönu og senda hana inn til balaðsins. Það er gert í tilefni þess að í lok mánaðarins verða tíu ár liðin frá andláti hennar en hún lést ásamt unnusta sínum Dodi al-Fayed í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997.

Sjá næstu 50 fréttir