Lífið

Denni á stefnumótum með Nelly Furtado

Kanadíski söngfuglinn Nelly Furtado átti sjóðheit stefnumót með Denna Kragh á Ibiza fyrr í sumar.
Kanadíski söngfuglinn Nelly Furtado átti sjóðheit stefnumót með Denna Kragh á Ibiza fyrr í sumar. Nordic Photos/Getty
"Ég þekki Nelly en ég vil ekki tjá mig um ástarmál mín," segir athafnamaðurinn Þorsteinn Kragh í samtali við Vísi en heimildir Vísis herma að hann hafi farið á fjölmörg stefnumót með bandaríska söngfuglinum Nelly Furtado á gleðieyjunni Ibiza í sumar.

Denni, eins og Þorsteinn er oftast kallaður, er best þekktur sem umboðsmaður og tónleikahaldari.

Hann hefur verið á fullu um gjörvalla Evrópu sem umboðsmaður hestahvíslarans vinsæla Monty Roberts en skellti sér í langþráð frí til Ibiza fyrr í sumar.

Þar hitti hann hina sykursætu Nelly sem er ein vinsælasta tónlistarkona heims um þessar mundir.

Nelly Furtado, sem er 29 ára, gaf út sína þriðju plötu Loose á síðasta ári og hefur hún selst í nokkrum milljónum eintaka út um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.