Lífið

Samkeppni um bestu myndina af Díönu prinsessu

Lesendur blaðsins fá tækifæri til að spreyta sig á því að mála Díönu
Lesendur blaðsins fá tækifæri til að spreyta sig á því að mála Díönu

Dagblaðið German daily Bild býður lesendum sínum í dag að taka þátt í keppni um bestu andlitsmyndina af Díönu prinsessu. Lesendum er boðið að mála mynd af Díönu og senda hana inn til balaðsins. Það er gert í tilefni þess að í lok mánaðarins verða tíu ár liðin frá andláti hennar en hún lést ásamt unnusta sínum Dodi al-Fayed í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997.

Ritstjórar blaðsins munu velja bestu myndina og tilkynna úrslitin á andlátsdaginn. Sigurvegarinn mun fá ferð til London að launum og innifalið er þyrluflug yfir gröf prinsessunnar í Althrop Park norðan við borgina. Úrval mynda verður síðan birt í blaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.