Lífið

Borgarstjóri Newham datt í Elliðaárnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarstjórinn í Newham er mikill knattspyrnuaðdáandi.
Borgarstjórinn í Newham er mikill knattspyrnuaðdáandi.

Sir Robin Wales, borgarstjóri í West Ham, var staddur í heimsókn á vegum borgarstjórans í Reykjavík í síðustu viku. Á meðal þess sem í boði var fyrir Wales var veiðiferð í Elliðaánum. Vildi ekki betur til en svo að sir Wales féll beint á höfuðið ofan í ánni. Að sögn Jóns Kristins Snæhólm, aðstoðarmanns borgarstjóra, varð sir Wales ekki meint af volkinu og gerði stólpagrín að sjálfum sér í veislu sem haldin var honum til heiðurs í Höfða síðar um kvöldið.

Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Guðmundssonar, segir að Björgólfur hafi átt fundi með sir Wales um uppbyggingu West Hams liðsins. Fram hefur komið í fréttum að til standi að stækka Upton Park eða að byggja nýjan leikvang fyrir West Ham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.