Lífið

Ricky Martin ætlar að ættleiða

MYND/GettyImages

Latino-söngvarinn Ricky Martin hyggst nú feta í fótspor Angelinu Jolie, Madonnu, Calistu Flockhart, Tom Cruise og Nicole Kidman og ættleiða barn.

Samkvæmt ABC fréttastofunni stefnir hann að því að hefja ferlið á þessu ári og langar mest að ættleiða eitt barn frá hverri heimsálfu.

Hann vill þó gera allt rétt og forðast vandamál og misskilning og velta menn því fyrir sér hvort hann sé með því að vísa til vandræðanna sem Madonna hefur lent í við ættleiðingu á dreng frá Malavi.

"Sumir halda að við fræga fólkið getum haft áhrif á kerfið til að flýta fyrir ættleiðingunni," Segir Martin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.