Fleiri fréttir

Traustur maður á réttum stað

CoBrA-sýningin stóra sem var opnun Listahátíðarinnar í Reykjavík í gær verður ekki ekki til af sjálfu sér. Forráðamenn Listasafns Íslands drógu enga dul á að þegar farið var í alvöru að ræða hugmyndina, sem kom upp í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn, hafi enginn annar komið til greina til að setja sýninguna saman en Norðmaður á eftirlaunum: Per Hovdenakk, fyrrverandi safnstjóri á Onstadt-safninu í Osló.

Tónamínútur fyrir flautu og píanó

Verk Atla Heimis Sveinssonar, Tóna­mínútur, verður flutt á tónleikum í Þjóðleikhúsinu á morgun í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Tónamínútur er verk fyrir einleiksflautu og flautu og píanó en flytjendur verða Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og tónskáldið sjálft.

Tilraunakenndari Leaves

Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves.

Tengsl hests og manns

Þuríður Sigurðardóttir, Þura, kynnir myndbandsverk og sína nýjustu málverkaröð á sýningunni „STÓГ í galleríi Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Sýningin verður opnuð kl. 16 í dag.

Spáir tveimur undankeppnum að ári

„Þetta er nákvæmlega það sem ég spáði fyrir um fyrir þremur árum,“ sagði Jónatan Garðarsson, þaulreyndur Eurovision-spekingur, um úrslitin í undankeppni Euro­vision. Mikillar óánægju hefur orðið vart bæði á Íslandi og í löndum á borð við Noreg, Danmörku og Holland, þar sem enginn keppandi frá vesturhluta Evrópu komst áfram.

Þrír rómantískir menn

Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með völdum sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í Laugarneskirkju kl. 16 í dag. Þar geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu róað taugar sínar á kjördag og varið innilegri klukkustund með með þremur rómantískum karlmönnum: Kjartani, Sigurði og Franz.

Megn óánægja með nærbuxnatal Sigmars

Eftir Eurovision-keppnina á fimmtudag loguðu allar símalínur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Voru þar á ferð í það minnsta þrjátíu ósáttir greiðendur afnotagjalda sem blöskraði klámfengið tal kynnisins, Sigmars Guðmundssonar í Kastljósinu, milli laga.

Sopranos-leikari á tímamótum

Michael Imperioli er staddur hér á landi til að leika í kvikmynd Ólafs Jóhannes­sonar, Stóra planið, þar sem hann fer með hlutverk glæpa­foringjans Alexanders. Freyr Gígja Gunnars­son hitti leikarann við sjávar­síðuna á Seltjarnarnesi.

Litla-Ellý fædd

„Litla Ellý fæddist í gærkvöldi klukkan 19:36. 13 merkur og 51 cm. Allt gekk eins og í sögu og við vorum komin heim skömmu eftir miðnæti. Með kveðju, Freyr, Ellý og börn," skrifaði stolt móðir, Ellý Ármanns, til vina og vandamanna í gærmorgun.

Michael stríddi Janet

Söngkonan Janet Jackson segir að bróðir sinn Michael, fyrrverandi konungur poppsins, hafi uppnefnt sig þegar þau voru lítil vegna þyngdar hennar. Í viðtali í bandarískum spjallþætti vildi hún samt lítið tjá sig um hvað hann kallaði hana.

Kvöldmessa og vorhátíð

Síðasta kvöldmessa vetrarins í Laugarneskirkju verður flutt annað kvöld að lokinni vor­hátíð safnaðarins. Þar verður flutt Misa criolla, argentínsk messa eftir Ariel Ramírez, í stað hefðbundinna messuliða og auk þess sungnir suðrænir sálmar til þess að æsa upp sumarskapið. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Minntust Syd Barrett

Meðlimir Pink Floyd stigu allir á svið á minningartónleikum um Syd Barrett, fyrrverandi liðsmann sveitarinnar, í London fyrir skömmu. Roger Waters, sem hélt tónleika í Egilshöll á síðasta ári, spilaði einn á sviðinu en David Gilmore spilaði með trommaranum Nick Mason og hljómborðs­leikaranum Rick Wright sem báðir voru í Pink Floyd. Gilmore og félagar spiluðu nokkur lög, þar á meðal fyrsta smáskífulag Pink Floyd, Arnold Layne.

Óvenjuleg listapör

Óvenjuleg myndlistarsýning á vegum hátíðarinnar List án landamæra verður opnuð í Norræna húsinu í dag. Þetta er sannkölluð parasýning þar sem fimmtán ólíkir listamenn sameina krafta sína en meðal þátttakenda eru meðal annars pörin Gauti Ásgeirsson og Finnbogi Pétursson, Halldór Dungal og Hulda Hákon og Guðrún Bergsdóttir og stúlkurnar í Gjörningaklúbbnum.

Gubbi Morthens á flottasta bílnum á Stöðvarfirði

Eftir því hefur verið tekið á Stöðvar­firði að nýr bíll er kominn í plássið. Um er að ræða svartan Land Rover Discovery jeppa árgerð 2006 sem var áður í eigu ekki ómerkari manns en Bubba Morthens. Nýi eigandinn er trillusjómaðurinn Guðbjörn Sigurpálsson sem gengur nú undir gælunafninu Gubbi Morthens í bænum.

Edda fyrir Eddu

Borgarleikhúsið og Edda Björgvinsdóttir standa fyrir styrktarsýningu á leikritinu Alveg Brilljant Skilnaður á miðvikudag 16. maí kl. 20:00 á Nýja Sviði Borgarleikhússins og mun allur ágóði sýningarinnar renna til leikkonunnar Eddu Heiðrúnar Backman sem stríðir nú við alvarlegan sjúkdóm.

Drew verður sendiherra

Leikkonan Drew Barrymore hefur verið gerð að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Mun hún einbeita sér að því að berjast gegn hungri. Fetar hún þar með í fótspor þekktra nafna á borð við Angelina Jolie, George Clooney, Michael Douglas og Geri Halliwell.

Kalla mig Ömmu diskó

Helga Möller söngkona á afmæli í dag. Þessi ástsæla söngkona sem hefur fyrir löngu sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar stendur nú á fimmtugu. Hún hefur þó engu tapað af lífsgleði með árunum, nema síður sé, enda sísyngjandi.

Andspyrnan og saga hennar

Evrópusambandið hefur nú komið á fót safni á netinu þar sem finna má viðtöl á myndböndum við félaga úr andspyrnuhreyfingum í Evrópu. Vefritið Deutsche Welle greindi frá þessu á dögunum.

Dansað í Óperunni

Dans-leikhúsið Pars pro toto er vaknað enn á ný eins og það gerir reglulega: tilefnið er boð um að sýna tvö verk á hátíð í Stuttgart í Þýskalandi hinn 18. og 19. maí næstkomandi. Þar hefur flokknum verið boðið að sýna verkin Von og G.Duo á Íslandshátíð þar í bæ.

Sniglarnir eru fyrir alla

Valdís Steinarrsdóttir kynntist mótorhjólum á Landsmóti Sniglanna og er nú sjálf formaður samtakanna.

BMW með vél ársins

Bílablaðamenn víðs vegar að völdu á dögunum vél ársins. BMW sigraði þriðja árið í röð.

Mótorhjólakragi

BMW hefur hafið framleiðslu á hálskrögum sem verja mótorhjólamenn fyrir mænuskaða.

Britney með nýjan kærasta

Britney Spears er komin með nýjan kærasta, tónlistamanninn Howie Day. Smekkur hennar á karlpeningi virðist ekki hafa skánað mikið, að minnsta kosti eru vinirnir ekki hrifnir og meira að segja Kevin Federline telur sig yfir hann hafinn. ,,Maður þarf að fara á ruslahaugana til að ná í sorp" sagði Kevin, og vísaði til þess að Britney hitti Howie í áfengismeðferð.

Krufning Parisar Hilton

Paris Hilton er fyrirmynd. Að minnsta kosti fyrirmynd höggmyndar sem listamaðurinn Daniel Edwards mun opinbera í Brooklyn í dag. Verkið, ,,Krufning Parisar Hilton" sýnir glamúrgelluna látna, nakta, með glennta fætur og farsíma í hendi.

Angelina Jolie vill fleiri börn

Fleiri líffræðileg börn, og fleiri ættleidd, sagði leikkonan Angelina Jolie í viðtali við People tímaritið, þegar hún var spurð að því hvort hún ætlaði að eignast fleiri börn.

Barnlaust par giftir kúna sína

Kýrin Sadhana gekk í heilagt hjónaband í þorpinu Guradia í Mið-Indlandi í fyrradag. ,,Athöfnin var í öllu samkvæmt helgisiðum Hindúa" sagði Shankar Lal Malviya, sem var gestur ,,brúðgumans". Hjónin verðandi voru skreytt samkvæmt kúnstarinnar reglum áður en skrúðganga fór með "brúðgumann" í fylgd lúðrasveitar og dansara heim til ,,brúðarinnar"

Austur-Evrópskt samsæri?

Íslendingar eru langt frá því að vera einir um það að vera svekktir með niðurstöðu Evróvisjón í Helsinki í gær.

múm í september

Hljómsveitin múm hefur lokið upptökum á sinni fjórðu hljóðversplötu og er hún væntanleg í búðir 24. september. „Hún er töluvert skemmtilegri en platan á undan [Summer Make Good]. Hún er miklu lausari í sér. Við slepptum okkur miklu meira við hana,“ segir Örvar Þóreyjarson Smárason, meðlimur múm.

Harry vinsælli en Vilhjálmur

Nú þegar Kate Middleton er horfin á braut hefur kastljós bresku fjölmiðlannna beinst sífellt meira að hinni ljóshærðu Chelsy sem hefur verið kærasta Harry Prins í rúm þrjú ár. Og skötuhjúin hafa hreinlega slegið í gegn.

Hundar stressaðir vegna kröfuharðra eigenda

Svissneskir dýralæknar segja að hundar þjáist af stressi og streitueinkennum vegna kröfuharðra eigenda sinna. Linda Hornisberger frá Dýralæknastofu í Bern segir að hundar fái magaverki, spennueinkenni og höfuðverki vegna álagsins. Hún segir að í flestum tilfellum sé kröfuhörðum eigendum um að kenna. Þó geti þrengsl í borgum haft áhrif.

Mikill léttir fyrir Johnny Depp

Kvikmyndaleikarinn Johnny Depp segist hafa lifað sitt mesta angistartímabil þegar dóttir hans varð alvarlega veik í byrjun marsmánaðar. Í viðtali við breska blaðið Daily Mirror sagði hann að nýru Lily-Rose, sem er sjö ára gömul, hafi hætt að starfa eftir að slæm bakteríusýking lagðist á þau. Hún þurfti mikla læknisaðstoð um tíma en hefur náð fullum bata.

Leiðinda öryggi

Slöpp tilraun til þess að búa til kántrí fyrir indí-krakka. Oftast óáhugaverð og leiðinleg til lengdar.

Kennir körlum að elda

Fríða Sophia Böðvarsdóttir kennir matreiðslu jafnt dag sem kvöld. Hún er heimilisfræðakennari í Víkurskóla í Grafarvogi og heldur jafnframt námskeið í Kvöldskóla Kópavogs.

Drukkin á tökustað

Leikkonan geðþekka Felicity Huffman sem við þekkjum úr þáttaröðinni Aðþrengdar eiginkonur viðurkennd í viðtali við Parade Magazine að hún hefði í einhverjum tilfellum verð drukkin við tökur á myndinni Georgia Rule.

Britney að syngja með Marilyn

Samkvæmt nýjustu fregnum ætlar Britney Spears sér að gefa út nýtt lag. Lagið verður dúett og sú sem syngur með henni verður engin önnur en Marilyn Monroe. Breska blaðið Daily Star skýrði frá þessu í dag.

Beckham kominn með nýja klippingu

David Beckham frumsýndi nýja klippingu á æfingu hjá Real Madrid. Nú er kappinn með lítið sem ekkert hár og sögðu gárungarnir að hann hefði ákveðið að snoða sig eftir mikla dramatík á hárgreiðslustofunni.

Tom Jones spilar á Díönu tónleikum

Söngvarinn og hjartaknúsarinn Tom Jones og rapparinn P Diddy koma fram á tónleikum til minningar um líf Díönu prinsessu á Wembley leikvanginum í London. Tónleikarnir verða á afmælisdegi prinsessunnar 1. júlí næstkomandi en þá hefði hún orðið 46 ára. Söngvarinn Will Young og kanadíska stjarnan Nelly Furtado eru einnig á lista tónlistarmanna sem koma fram.

Málhaltir gamlingjar ekki eftirsóttir í kvikmyndir

Kvikmyndaleikarinn Kirk Douglas hefur gefið út bókina „Let´s face it“. Í henni fer hann mikinn um ástand heimsins í dag auk þess sem hann fjallar um einkalíf sitt á opinskáan hátt. Og hann segist vera tilbúinn í fleiri hlutverk; „vandamálið er að það eru ekki mörg hlutverk fyrir málhalta gamlingja.“

George bannaður frá Bandaríkjunum

George Michael gæti lent í fangelsi og yrði hugsanlega bannað að ferðast til Bandaríkjanna ef hann verður dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum lyfja. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu Daily Telegraph. Söngvarinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómi í gær og kenndi um þreytu og lyfseðilsskyldum lyfjum. Hámarksrefsing er sex mánaða fangelsisdómur auk ökubanns.

Selur ímyndaðan vin á eBay

Maður á Bretlandi hefur auglýst ímyndaðan vin sinn til sölu á uppboðsvefnum eBay. Nú þegar hafa boðist um tvö hundruð þúsund íslenskar krónur í vininn. Í auglýsingunni segir: „Ímyndaði vinur minn Jon Malipieman er að verða of gamall fyrir mig. Ég er 27 ára og finnst ég hafa þroskast frá honum.“

Kynþokki Eiríks þykir ærandi

Flestir spá Úkraínu sigri í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Lagið þykir ekki það besta en dragdrottningin sem það syngur nær athygli allra. Flutningur Eiríks Haukssonar þykir hrífandi en það eru kyntöfrar hans sem helst eru til umræðu í tengslum við framlag Íslendinga.

Brynhildi skipt út fyrir breska leikkonu

„Skjótt skipast veður í þessum bransa. Þetta er vissulega súrt í broti en svona getur þetta verið," segir Ingvar Þórðarson, framleiðandi hjá Kvikmyndafélagi Íslands.

Landbúnaðarráðherra klæðist kindinni

„Þetta er óskaplega skemmtilegt og íslenska sauðkindin er mikið módel,“ segir Guðni Ágústsson en Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, annar eigandi bolabúðarinnar Ósóma, afhenti landbúnaðarráðherranum eitt stykki Kind-bol í gær.

Sjá næstu 50 fréttir