Lífið

Britney með nýjan kærasta

Britney Spears er komin með nýjan gæja, tónlistamanninn Howie Day.

Smekkur hennar á karlpeningi virðist ekki hafa skánað mikið, að minnsta kosti eru vinirnir ekki hrifnir og meira að segja Kevin Federline telur sig yfir hann hafinn. ,,Maður þarf að fara á ruslahaugana til að ná í sorp" sagði Kevin, og vísaði til þess að Britney hitti Howie í áfengismeðferð.

Howie er með áhrifamikinn lista skandala á bakinu. Hann var handtekinn árið 2004 og gefið að sök að hafa læst aðdáanda sinn inni í hljómsveitarrútunni sinni þegar hún vildi ekki þýðast hann. Árið eftir var hann kærður fyrir að hafa í áfengi- og svefntöflurússi hreytt ónotum í flugfreyju. Howie var sektaður fyrir atvikið og skikkaður til að biðjast afsökunar, ásamt því að vera dæmdur í árs fangelsi skilorðsbundið.

,,Fólk hefur sagt Britney að þessi gæji sé algjör aumingji. Hún var vöruð við því að hleypa honum inn í líf sitt, því hann myndi láta sig hverfa um leið og hann væri búin að baða sig í kastljósinu, en Britney æsist öll upp þegar hún heyrir svona. Hún er svo hrifin af dramatík" sagði náin vinkona söngkonunnar við Star tímaritið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.