Fleiri fréttir

Slegist um rússneskan lax

„Þeir eru þekktir fyrir að sprengja upp öll verð. Ég er ekki viss um að það verði góður kostur í framtíðinni að fara til Yokanga fyrir hinn almenna veiðimann," segir Hilmar Hansson umboðsmaður veiðiferðaskrifstofunnar Frontiers hér á landi.

Snúa aftur

Vinkonurnar Skoppa og Skrítla hafa snúið aftur í Ævintýraland Þjóðleikhússins. Leikkonurnar Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir eru í hlutverkum Skoppu og Skrítlu en Hrefna gerir einnig handritið. Hallur Ingólfsson semur tónlistina og búninga og leikmynd gerir Katrín Þorvaldsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson.

Das Leben des Anderen - fjórar stjörnur

Margverðlaunuð kvikmynd leikstjórans Florians Henckel von Donnersmarck, Líf annarra, gerist í sundruðu Þýskalandi árið 1984, austanmegin í Berlín hefur öryggislögreglan Stasi nef sitt í hvers manns koppi og væni­sýkin er í hámarki.

Glæsileg stúdíóíbúð Parisar

Ef að áfrýjun Parisar Hilton gengur ekki upp mun hún brátt flytja inn í þessa stórgóðu stúdíóíbúð. Íbúðin er sirka 2,5 sinnum 3,5 metrar að flatarmáli. Í henni er þægileg tveggja hæða koja. Þá er bæði heitt og kalt vatn til staðar í henni ásamt klósetti. Klósettið er ekki í sérherbergi til þess að leggja áherslu á að um stúdíóíbúð sé að ræða.

Blanchett orðin ofurmjó

Leikkonan Cate Blanchett kom aðdáendum sínum óþægilega á óvart fyrir stuttu þegar hún birtist, ofurmjó, á góðgerðarkvöldi listasafnsins í New York. Hárgreiðsla hennar og farði hjálpuðu ekki til og ýttu undir hið nýja útlit hennar.

Seðlaveski kvennabósa finnst eftir 55 ár

Seðlaveski sem rann úr vasa karlmanns í rómantísku faðmlagi fyrir 55 árum hefur nú fundið eiganda sinn að nýju. Veskið fannst í aftursæti gamallar bifreiðar þegar tveir bílasafnarar skoðuðu möguleika á endurbótum. Eftir leit á internetinu fundu þeir eigandann Glenn Goodlove.

Vildu ekki Framsókn í brúðkaupið

„Já, ég fann fyrir þau annan sal og sá um veisluna fyrir þau. Ég sjálfur er sjálfstæðismaður og skildi þeirra sjónarmið,“ segir Stefán Ingi, veitingamaður hjá Veisluhaldi ehf.

Óvænt endurkoma Simma í handboltann

„Ég gat varla staðið í fæturna eftir leikinn og Hjálmar bróðir var rúmliggjandi," segir Sigmar Vilhjálmsson. Hann lék síðasta leikinn með meistaraflokki Hattar frá Egilsstöðum í fyrstu deild Íslandsmótsins í handknattleik á dögunum, ásamt bróður sínum Hjálmari Vilhjálmssyni.

Gerir það gott í Þýskalandi

Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós.

Hafnaði drottningunni

Helen Mirren hefur móðgað Elísabetu Bretlandsdrottningu með því að afþakka persónulegt boð hennar um kvöldverð í Buckingham-höll. Leikkonan fékk Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á Elísabetu í kvikmyndinni Drottningin en taldi sig vera of upptekna fyrir kvöldverðinn. Að sögn er Elísabet sármóðguð yfir hegðun Mirren.

París kennir blaðafulltrúanum um ófarir sínar

Hótelerfinginn París Hilton er afar ósátt við 45 daga fangelsisdóm sem hún fékk fyrir helgi. París var dæmd fyrir að rjúfa skilorð sem hún fékk þegar hún var tekin ölvuð undir stýri. Hilton kennir blaðafulltrúa sínum um fangelsisdóminn og hefur látið hann róa.

Gómaði bíræfna matarþjófa

Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistarinn góðkunni á Fylgifiskum, sýndi mikið hugrekki og dirfsku á föstudaginn þegar hann elti uppi glæpaflokk frá Rússlandi. Þeir höfðu látið greipar sópa í veisluþjónustu staðarins á Suðurlandsbraut og rænt bíl staðarins. „Þetta gæti líka hafa verið heimska,“ segir Sveinn í samtali við Fréttablaðið.

Kate Moss langar í barn

Kate Moss vill eignast barn með kærasta sínum Pete Doherty. Samkvæmt breska blaðinu Daily Express sagði Kate vinkonu sinni frá þessari ósk.

Þrjár til viðbótar

Að minnsta kosti þrjár kvikmyndir til viðbótar verða gerðar um köngulóarmanninn. Sú nýjasta, Spider Man 3, hefur farið fram úr björtustu vonum framleiðenda myndarinnar hvað varðar aðsóknartölur og ætla þeir þess vegna að hamra járnið á meðan það er heitt.

Hýrnar um hólma og sker

Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað.

Sprækir salsa-diplómatar

Hljómsveitin Salsa Celtica snýr aftur til Íslands til að leika á heimstónlistarhátíðinni Vorblót. Tónlist hennar er frumleg blanda af suðrænni sveiflu og norrænum áhrifum sem vakið hefur stormandi lukku og fjör í fótum um allar jarðir.

Mannamyndir sýndar í Höfn

Verk eftir sex íslenska listamenn voru valin á stórsýningu á portrettlistaverkum sem nú er uppi í Friðriksborgarhöll í Kaupmannahöfn. Það eru þau Dodda Maggý Kristjánsdóttir, Helgi Gíslason, Kristveig Halldórsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Sesselja Tómasdóttir og Sigrún Eldjárn sem nutu þess heiðurs að fá inni á sýningunni, sem var opnuð á fimmtudag.

Volta fær góðar viðtökur

Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu.

Hálf milljón til Sólstafa

Aðstandendur Óbeislaðrar fegurðar, hinnar óhefðbundnu fegurðarsamkeppni sem fram fór á Ísafirði síðasta dag vetrar, söfnuðu alls 497.000 krónum til handa Sólstöfum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hópnum, en upphaflegt takmark var hálf milljón króna. „Það er okkur mikill heiður og ánægja að geta lagt Sólstöfum lið, því mikið starf er óunnið hjá þessum hetjum sem standa að Sólstöfum,“ segir í tilkynningu.

Sparar í fatakaupum

Julia Roberts ætlar að klæða nýjasta erfingjann í notuð föt. Roberts á von á þriðja barni sínu með tökumanninum Danny Moder í haust, en fyrir eiga þau tvíburana Hazel og Phinnaeus.

Hipp og hopp

Hinn heimsfrægi hiphop-dansflokkur Pokemon Crew heldur tvær sýningar á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld og annað kvöld.

Vill gullinn hljóðnema

Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða.

Birta, bækur og búseta

Í tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli Bókasafns Garðabæjar efnir menningar- og safnanefnd bæjarins til upplestrardagskrárinnar „Bókin og birtan“ þar á bæ. Í kvöld heimsækja Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur og gagnrýnandi, og Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og þýðandi, safnið.

Iron Lung spilar í kvöld

Bandaríska þungarokks­hljómsveitin Iron Lung heldur tónleika hér á landi í kvöld og annað kvöld. Iron Lung, sem er dúett, ætlar að hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi. Tónlist sveitarinnar er kraftmikil, þung og sér á báti.

Fnykur

Þann 18. maí n.k kemur út hljómplatan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Sama dag heldur Stórsveit Samúels útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti "Rite of Spring" á Nasa sem fram fer á vegum Hr. Örlygs dagana 17-19 mai.

Spiderman slær í gegn á Íslandi

Spiderman 3 sló heldur betur í gegn hér heima eins og víðast hvar um heiminn. Myndina sáu hátt í 15 þúsunds manns á aðeins þremur dögum og er þetta því stærri opnun en bæði Spiderman 1 og Spiderman 2.

Doherty handtekinn aftur

Pete Doherty var handtekinn í Kensington í London á laugardagskvöldið grunaður um að vera með fíkniefni. Lögregla stöðvaði hann á bíl sínum og færði til yfirheyrslu á lögreglustöð. Honum var síðan sleppt með tryggingu, en þarf að mæta aftur á stöðina í júní. Dómari hafði áður skipað honum að sækja sér meðferð vegna fíkniefnaneyslu.

God of War II - Fimm stjörnur

Æviskeiði Playstation 2 er að ljúka, og hún kveður svo sannarlega með stæl. Framhald eins besta leiksins fyrir tölvuna bætir um betur á nánast allan hátt. Epíkin hreinlega lekur úr tölvunni.

Paris Hilton dæmd í 45 daga fangelsi

Paris Hilton var dæmd til 45 daga fangelsisvistar í Los Angeles í dag fyrir að hunsa refsingarskilmála í kjölfar handtöku í Hollywood fyrir ölvunarakstur í september í fyrra. Þá mældist alkóhólmagn í blóði hennar yfir leyfilegum mörkum. Henni var þá gert skylt að sækja áfengisnámskeið, sem hún mætti svo ekki á.

Hasselhoff segist vera alkahólisti

Baywatch leikarinn góðkunni David Hasselhoff viðurkenndi á fimmtudaginn að hann ætti í vandræðum með áfengi. Myndband sem dætur hans tóku af honum undir áhrifum komst í dreifingu á netinu.

Bókavörður bakar Loga vandræði

„Ohhh, já, ekki bjóst ég við því að þetta kæmi í bakið á okkur. Ekki þetta,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður. Á fimmtudag lagði Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður varaformann Vinstri grænna, hina fjölfróðu Katrínu Jakobsdóttur, í æsispennandi viðureign í spurningaþætti Stöðvar 2, Meistaranum, sem Logi Bergmann hefur umsjá með.

Til varnar Katie

Jada Pinkett Smith, eiginkona Will Smith, hefur komið vinkonu sinni Katie Holmes til varnar. Í viðtali við tímaritið People vísar hún á bug sögusögnum um að Katie sé kúguð á bug og segir hana frekar ráðskast með Tom Cruise.

Lýsir eftir áfallahjálp

Rebekka Rán Samper er fertug í dag. Á milli þess að sinna stöðu markaðsstjóra Bifrastar, vinna að doktorsritgerð sinni og myndlistinni hefur henni tekist að finna tíma til veisluhalda.

Hasselhoff fullur

Strandvörðurinn fyrrverandi David Hasselhoff er fullur í nýju myndbandi sem hefur verið sýnt víða í fjölmiðlum vestanhafs. Myndbandið var tekið upp af dætrum hans fyrir þremur mánuðum. Í því sést Hasselhoff liggja á gólfi í herbergi heima hjá sér borðandi hamborgara á meðan dóttir hans skammar hans vegna drykkjunnar.

Lagasmiður í ham

There Is Only One er tólfta plata Sverris Stormsker á rúmlega tuttugu ára ferli. Hún var tekin upp í Taílandi og hefur að geyma tólf lög og texta á ensku eftir Sverri sjálfan, en auk hans syngja á plötunni þau Myra Quirante og Gregory Carroll.

Gefa tólf þúsund myndasögur í dag

„Við ætlum að gefa rúmlega tólf þúsund myndasögur í dag,” segir Þórhallur Björgvinsson, umsjónarmaður myndasagna í Nexus. Búðin er að taka þátt í „Free Comic Book Day“, eða ókeypis myndasögudeginum, ásamt tvö þúsund verslunum um allan heim.

Þeir elska Franz

Djasstónlistarmennirnir Sigurður Flosason og Kjartan Valdemarsson halda óvenjulega tónleika í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 15. Þar flytja þeir félagar spunakenndar útfærslur á rómantískum lögum Franz Schuberts undir yfirskriftinni „Við elskum þig Franz!“

Send í sveitina

Tvær nýjar ljósmyndasýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands í dag. Í Myndasalnum má sjá sýninguna Auga gestsins með ljósmyndum frá Íslandsferðum norska útgerðarmannsins Hans Wiingaard Friis og á Veggnum er sýningin Send í sveit.

Brit-verðlaun fyrir klassíska plötu

Bítillinn fyrrverandi, Sir Paul McCartney, vann klassísku Brit-verðlaunin fyrir sína fjórðu klassísku plötu, Ecce Cor Meum. Á meðal þeirra sem McCartney skaut ref fyrir rass voru Sting og Katherine Jenkins

Söngfugl á heimaslóðum

Fyrstu tónleikar Emilíönu Torrini voru með Skólakór Kársnesskóla enda þakkar hún kórstýrunni Þórunni Björnsdóttur að hún þorði að opna munninn til að syngja.

Hefur ekki efni á íbúð

Strandvörðurinn fyrrverandi David Hasselhoff er fullur í nýju myndbandi sem hefur verið sýnt víða í fjölmiðlum vestanhafs. Myndbandið var tekið upp af dætrum hans fyrir þremur mánuðum. Í því sést Hasselhoff liggja á gólfi í herbergi heima hjá sér borðandi hamborgara á meðan dóttir hans skammar hans vegna drykkjunnar.

Bjartmarsklúbburinn telur bara toppmenn

„Sko, það er með allt þetta Idol og ógeð. Í öllu þessu hverfa textarnir einhvern veginn. Verða að sósu og skipta engu máli. svo fyrir tilviljun, heyrir maður gamla Bjartmarsstöffið...” segir Erpur Eyvindarson rappari með meiru.

Klúbbakvöld með Dubfire

Plötusnúðurinn Dubfire úr dúettnum Deep Dish þeytir skífum á klúbbakvöldi á Nasa 16. maí. Einnig koma fram Ghozt og Brunhein úr útvarpsþættinum Flex á X-inu 977 og Danna Bigroom.

Sjá næstu 50 fréttir