Lífið

Austur-Evrópskt samsæri?

Íslendingar eru langt frá því að vera einir um það að vera svekktir með niðurstöðu Evróvisjón í Helsinki í gær.

Níu þeirra tíu landa sem komust áfram voru frá Austur-Evrópur, og hefur þetta gefið samsæriskenningum byr undir báða vængi.

Frændur okkar danir voru ekki hressir. "Ég vissi strax þegar fyrstu vinningshafarnir voru lesnir upp að þetta yrði bara Austur-Evrópa. En það þýðir ekki að tuða, ég hefði sennilega ekki komist áfram þó ég héti Ivan" sagði danska drag drottningin DQ eftir ósigurinn.

Norðmenn voru engu minna svekktir. Stian Malme, leiðtogi Norska hópsins, stingur upp á því á það verði tvær forkeppnir - ein fyrir Austur-Evrópu og önnur fyrir Vestur-Evrópu.

Norski Evróvisjón sérfræðingurinn Jostein Pedersen var stórhissa. "Sterkir þáttakendur eins og Sviss og Ísland duttur meira að segja út"

Hvort okkur er einhver greiði gerður með að vera sett í sama flokk og hinn Svissneski Bóbó með vampírulagið sitt verður svo hver að dæma fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.