Lífið

Barnlaust par giftir kúna sína

Sigrídur Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Kýrin Sadhana gekk í heilagt hjónaband í þorpinu Guradia í Mið-Indlandi í fyrradag. ,,Athöfnin var í öllu samkvæmt helgisiðum Hindúa" sagði Shankar Lal Malviya, sem var gestur ,,brúðgumans". Hjónin verðandi voru skreytt samkvæmt kúnstarinnar reglum áður en skrúðganga fór með "brúðgumann" í fylgd lúðrasveitar og dansara heim til ,,brúðarinnar"

,,Ég er barnlaus og hef alið Sandhönu upp eins og barnið mitt, af ást og umhyggju. Það var alltaf stefnan að ég myndi gifta hana líkt og ég hefði gert með mennska dóttur" sagði Anusuiya Vishwakarma, eigandi Sandhönu.

Undirbúningur veislunnar tók tvo mánuði og kostaði hún tæpar þrjúhundruð þúsund krónur - stórfé á mælikvarða heimamanna.

Fimmtán hundruð gestir mættu í veisluna sem var hin glæsilegasta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.