Kynþokki Eiríks þykir ærandi 9. maí 2007 10:15 Eíríkur Hauksson hefur vakið mikla athygli í Finnlandi þar sem hann keppir í forkeppni Eurovision annað kvöld. Fjölmiðla- og áhugafólk um keppnina segir hann þann eina sem geisli af alvöru karlmennsku á sviðinu. MYND/Anton Flestir spá Úkraínu sigri í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Lagið þykir ekki það besta en dragdrottningin sem það syngur nær athygli allra. Flutningur Eiríks Haukssonar þykir hrífandi en það eru kyntöfrar hans sem helst eru til umræðu í tengslum við framlag Íslendinga. Kynþokki Eiríks Haukssonar er mikið til umræðu meðal fjölmiðla- og áhugafólks á Evróvisjón í Helsinki. „Það er alltof mikið af einhverjum píslum þarna, Íslendingurinn er eini sem geislar af alvöru karlmennsku á sviðinu. Slíkt hefur lengi vantað," varð Ninu Talmén, finnskri blaðakonu, að orði í samræðum blaðamanna og áhugamanna um keppendur í fjölmiðlahöll keppninnar. Undir þau orð tóku aðrir heilshugar undir og kinkuðu kolli til samþykkis. Ein kona lét sér það þó ekki nægja heldur æpti upp yfir sig á ensku með sænskum hreim. „Já, hann er svo ótrúlega sexy."Silvía Nótt gaf tóninn Þó kynþokki Eiríks þyki ærandi er laginu frá Úkraínu mun oftar spá sigri í keppninni. Ekkert annað lag virðist jafn sigurstranglegt og það. Flestir kunna að raula lagið þeirra Dancing Lasha Tumbai og dilla sér eins og dragdrottningin í álklæðunum Verka Serduchka. Meira segja þeir sem þola ekki lagið spá því orðið sigri vegna þeirrar athygli sem það fær. „Úkraína notar sér þá arfleifð sem þið Íslendingar skylduð eftir með Silvíu Nótt. Fólk þolir orðið meira sprell eftir að hún gerði allt vitlaust í Grikklandi," sagði Martti Immonen, einn fremsti Evróvisjónspekingur Finna þegar hann var spurður álits á því hvaða lið væri sigurstranglegast. Hann kvaðst mjög ánægður með þær breytingar sem Silvía gerði en segir líklegt að ef jafn undarlegt lag og það úkraínska vinni nú, á eftir latex skrímslunum í Lordi, eigi einhverjum eftir að finnast sem keppnin sé komin út í of mikla vitleysu. Úkraína sigurstrangleg dragdrottningin Verka Serduchka keppir fyrir Úkraínu í ár og þykir sigurstrangleg. Hún má þakka velgengni sína því að fólk er ýmsu vant eftir framgöngu Silvíu Nætur í keppninni í fyrra. Gott ef Eiríkur vinnur „Mér fannst Eiríkur frábær í Gleðibankanum en þá fékk hann ekki að njóta sín eins og hann er. Leðrið nú fer honum miklu betur, hann tekur sig rosalega vel út á sviðinu, eiginlega vona ég að hann vinni. Það væri gott fyrir keppnina að fá mann eins og hann í sigursætið," bætti Martti því næst við. Það leikur engin vafi á því að ekkert vantar upp á kyntöfra Eiríks í Helsinki. Spurningin er hvort þeir og lag hans Valentine's Lost dugi til þess að koma Íslendingum upp úr undakeppninni. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Flestir spá Úkraínu sigri í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Lagið þykir ekki það besta en dragdrottningin sem það syngur nær athygli allra. Flutningur Eiríks Haukssonar þykir hrífandi en það eru kyntöfrar hans sem helst eru til umræðu í tengslum við framlag Íslendinga. Kynþokki Eiríks Haukssonar er mikið til umræðu meðal fjölmiðla- og áhugafólks á Evróvisjón í Helsinki. „Það er alltof mikið af einhverjum píslum þarna, Íslendingurinn er eini sem geislar af alvöru karlmennsku á sviðinu. Slíkt hefur lengi vantað," varð Ninu Talmén, finnskri blaðakonu, að orði í samræðum blaðamanna og áhugamanna um keppendur í fjölmiðlahöll keppninnar. Undir þau orð tóku aðrir heilshugar undir og kinkuðu kolli til samþykkis. Ein kona lét sér það þó ekki nægja heldur æpti upp yfir sig á ensku með sænskum hreim. „Já, hann er svo ótrúlega sexy."Silvía Nótt gaf tóninn Þó kynþokki Eiríks þyki ærandi er laginu frá Úkraínu mun oftar spá sigri í keppninni. Ekkert annað lag virðist jafn sigurstranglegt og það. Flestir kunna að raula lagið þeirra Dancing Lasha Tumbai og dilla sér eins og dragdrottningin í álklæðunum Verka Serduchka. Meira segja þeir sem þola ekki lagið spá því orðið sigri vegna þeirrar athygli sem það fær. „Úkraína notar sér þá arfleifð sem þið Íslendingar skylduð eftir með Silvíu Nótt. Fólk þolir orðið meira sprell eftir að hún gerði allt vitlaust í Grikklandi," sagði Martti Immonen, einn fremsti Evróvisjónspekingur Finna þegar hann var spurður álits á því hvaða lið væri sigurstranglegast. Hann kvaðst mjög ánægður með þær breytingar sem Silvía gerði en segir líklegt að ef jafn undarlegt lag og það úkraínska vinni nú, á eftir latex skrímslunum í Lordi, eigi einhverjum eftir að finnast sem keppnin sé komin út í of mikla vitleysu. Úkraína sigurstrangleg dragdrottningin Verka Serduchka keppir fyrir Úkraínu í ár og þykir sigurstrangleg. Hún má þakka velgengni sína því að fólk er ýmsu vant eftir framgöngu Silvíu Nætur í keppninni í fyrra. Gott ef Eiríkur vinnur „Mér fannst Eiríkur frábær í Gleðibankanum en þá fékk hann ekki að njóta sín eins og hann er. Leðrið nú fer honum miklu betur, hann tekur sig rosalega vel út á sviðinu, eiginlega vona ég að hann vinni. Það væri gott fyrir keppnina að fá mann eins og hann í sigursætið," bætti Martti því næst við. Það leikur engin vafi á því að ekkert vantar upp á kyntöfra Eiríks í Helsinki. Spurningin er hvort þeir og lag hans Valentine's Lost dugi til þess að koma Íslendingum upp úr undakeppninni.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira