Lífið

Angelina Jolie vill fleiri börn

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Fleiri líffræðileg börn, og fleiri ættleidd, sagði leikkonan Angelina Jolie í viðtali við People tímaritið, þegar hún var spurð að því hvort hún ætlaði að eignast fleiri börn.

Hún á fjögur fyrir. Soninn Maddox, fimm ára, sem hún ættleiddi frá Kambódíu, og Pax, þriggja ára, ættleiddan í Vietnam. Dótturina Zahara, ættleiddi hún í Eþíópíu og Shiloh, eins árs, eignaðist hún með Brad Pitt.

Shiloh litla var sannkallað eftirlæti fjölmiðla frá fyrsta degi. Hún var útnefnd ,,fallegasta barn í heimi" og alls greiddu fjölmiðlar tæpar sjö hundruð milljónir króna fyrir birtingarréttinn á fyrstu myndunum af henni. Peningana gaf parið til góðgerðamála.

Jolie var einstæð móðir með Maddox þegar hún tók saman við Pitt fyrir þremur árum. Hún viðurkennir fjölskyldan hafi stækkað svolítið hratt. ,,Við sóttum börnin í skólann í gær, Brad leit á aftursætið og það voru þrjú börn þar!. Við gátum ekki hætt að hlæja."

Aðspurð sagði Jolie parið eiga erfitt með að koma rómantíkinni fyrir með allan skarann, og alls óvíst er með félagslífið ef þau eignast fleiri börn, en George Clooney, vinur þeirra, lýsti því yfir um daginn að þau væru alls ekki velkomin í heimsókn með allan grislingaskarann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.