Fleiri fréttir

Gráta næstum á hverjum degi

Tónleikaferð þeirra Eyjólfs Kristjánssonar og Stefáns Hilmarssonar um landið til að kynna plötuna „Nokkrar notalegar ábreiður“ hefur gengið mjög vel.

Gís send heim

Mikil spenna var í Vetrar­garðinum í Smáralind á föstudagskvöld þegar ljóst varð hvaða atriði kæmust í þriggja manna úrslitin í X-Factor. Að þessu sinni höfðu dómararnir ekkert að segja um úrslitin, atkvæði þjóðarinnar réðu öllu.

Sandler hljóp í skarðið

Gamanleikarinn Adam Sandler hljóp í skarðið fyrir David Letterman þegar hann veiktist skyndilega í maga og gat ekki stjórnað kvöldþætti sínum. Sandler átti að vera aðalgestur þáttarins þar sem hann ætlaði að kynna mynd sína Reign Over Me.

Dóttir vísar veginn

Í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg standa nú yfir yfirlitssýningar á verkum Jóns Engilberts og Jóhanns Briem. Í dag kl. 14 leiðir dóttir þess fyrrnefnda, Greta Engilberts, gesti safnsins um sýningu föður síns og ræðir um verk hans og lífshlaup.

Veglegir tónleikar

Kvennakór Kópavogs fagnar fimm ára afmæli sínu með tónleikum í Salnum í dag. Kórinn var stofnaður af Natalíu Chow Hewlett. Fjöldi kórkvenna hefur verið breytilegur þessi fimm ár, síðustu misserin um 35-45 konur. Kórinn hefur keppt að því frá stofnun að taka þátt í kórakeppninni Musica Mundi í Búdapest og í apríl láta kórfélagar þann draum sinn rætast og ferðast þangað austur til að reyna sig við raddir meginlandsins.

Afþakkaði afmælisboð

Ragnheiði Hanson, sem skipulagði tónleika Elton John á Laugardalsvelli hinn 1. júní árið 2000, var á dögunum boðið í sextugsafmæli breska tónlistarmannsins Elton John, sem verður haldið í Madison Square Garden í New York í kvöld. Þar mun Elton flytja öll sín þekktustu lög fyrir framan vini sína og vandamenn.

Í lagalegu tómarúmi

Einstaklingar sem vilja leiðrétta kyn sitt á Íslandi eru í lagalegu tómarúmi og hafa engin lög eða reglur að styðjast við þegar kyn er leiðrétt. Svandís Anna Sigurðardóttir hefur unnið BA-ritgerð um þetta mál. Guðrún Helga Sigurðardóttir kynnti sér verk hennar og las um þá erfiðleika sem fylgja því að fæðast í röngum líkama, hvernig það er leiðrétt og hvernig staðið er að slíku hér á landi.

PS3 misvel tekið

Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum.

SMS fyrir hjónabandið

Eiginmaður söngkonunnar Pink, Carey Hart, segist halda hjónabandinu ástríðufullu með því að senda frúnni SMS skilaboð þar sem þau hittist ekki mikið vegna anna. Pink er sem stendur á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Justin Timberlake en Carey er atvinnumaður í mótorkrossi og opnaði nýverð þrjár tattoostofur.

Despó píparinn kaupir hafnarboltalið

Píparinn úr Desperate Housewives, James Denton, þarf ekki lengur að gera við pípurnar hjá Teri Hatcher til að komast í þriðju höfn. Ástæða þess er sú að hann hann hefur keypt lítið hafnarboltalið.

Kid Rock lögsækir konu

Rokkarinn Kid Rock hefur lögsótt konu að nafni Kelly Ann Kozlowiski fyrir að kæra hann fyrir að hrinda sér snjóskafl. Árásin á að hafa átt sér stað í síðustu viku. Kid Rock er sagður krefjast hárrar skaðabótagreiðslu vegna ærumeiðinga í hans garð.

9 leiðir að Parísarlúkkinu

Hátíðin Pourquoi-pas stendur nú sem hæst og í mörgum verslunum miðbæjarins trónir lítill franskur fáni til að minna á allt sem franskt er. Franskar kvikmyndir, frönsk tónlist og franskur matur veitir Íslendingum rómantískan innblástur þessa dagana og því er vert að skoða aðeins frönsku tískuna. Ég er oft spurð, „af hverju eru Parísardömur svona hryllilega „chic“?“

Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran

Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna.

MK mætir MR í úrslitum Gettu betur

Menntaskólinn í Kópavogi bar sigurorð af Menntaskólanum við Hamrahlíð í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld. Viðureignin var æsispennandi en eftir að öllum spurningum var lokið var staðan jöfn, 31 - 31. Grípa þurfti til bráðabana til þess að skera úr um hvor skólinn myndi mæta Menntaskólanum í Reykjavík í úrslitum á föstudaginn kemur. Í bráðabananum var það MK sem bar sigur úr býtum eftir að hafa tryggt sér tvö stig á móti engu stigi MH.

Arbandsúri Parisar stolið af flugvallarstarfsmanni

Það er ekki alltaf gott að vera þekktur fyrir mikið ríkidæmi eins og Paris Hilton hefur fengið að komast að. Á síðasta ári lenti hún í því að rándýru armbandsúri hennar var stolið við gegnumlýsingu á farangri hennar á LAX, alþjóðaflugvellinum í L.A.

Dagbækur Önnu Nicole til sölu á eBay

Einkaeigur Önnu Nicole Smith heitinnar ganga nú kaupum og sölum á netinu. Tvær handskrifaðar dagbækur stjörnunnar eru til sölu á vefsíðunni eBay og hefur þýskur kaupsýslumaður frá Hamborg boðið 512.500 dollara í bækurnar en það er jafngildi rúmra 34 milljóna íslenskra króna.

Madonna í H&M og á eBay

Í gær var byrjað að selja tískulínu hannaða af Madonnu í verslunum H&M. Nú þegar hefur mikið af fötunum ratað á uppboðsvefinn eBay. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Madonna og H&M eru í samstarfi því verslunin klæddi hana, hljómsveit hennar og dansara á Confessions Tour tónleikaferðalagi hennar í fyrra.

Jennifer Hudson sparkað

Söngkonan Jennifer Hudson er með kröfuharðan umboðsmann. Hún átti að koma fram í Seattle á árlegum hluthafafundi Starbucks keðjunnar en það varð þó ekki úr skemmtuninni þar sem umboðsmaður söngkonunnar þótti of kröfuharður fyrir hennar hönd.

Björk á Íslandi

Björk heldur sína fyrstu tónleika hér á Íslandi í sex ár mánudaginn 9. apríl í Laugardalshöll. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í heimstónleikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út um heim allan þann 7. maí. Þetta verður í fyrsta sinn sem ný lög af þessari plötu munu hljóma, en á prógramminu eru líka eldri lög af fyrri plötum Bjarkar.

Law lendir við áttunda mann í kvöld

Breski leikarinn Jude Law lendir í kvöld á Keflavíkurflugvelli ásamt átta manna hópi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Töluverður undirbúningur liggur að baki þessarar ferðar leikarans hingað en Law og vinir ætla að taka næturlífið með trompi og skoða allar helstu náttúruperlurnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Býður upp á augnhimnulestur

"Ég kenndi þeim að daðra, klæðast og snyrta sig. Öll þessi helstu atriði sem þarf til að gera allt vitlaust," segir Heiðar Jónsson snyrtir, sem þótti fara á kostum í orlofsferð húnvetnskra húsmæðra fyrir skemmstu.

Austrænn innblástur

Ólafur Lárusson myndlistarmaður sýnir verk sín hjá Ófeigi gullsmið á Skólavörðustíg. Sýningin var opnuð í byrjun mánaðarins en þar er að finna verk sem listamaðurinn gerði eftir mikla ævintýraför sína til Kína á haustdögum 2006. Sýningunni lýkur næstkomandi miðvikudag, hinn 28. mars.

Epli og eikur hjá Hugleik

Leikfélagið Hugleikur frumsýnir í kvöld nýtt leikrit eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Verkið Epli og eikur er gamanleikur með söngvum sem fjallar um ástir og áhugamál nokkurra einstaklinga sem tengjast ýmsum böndum.

Eva Ásrún syngur bakrödd í Framsókn

„Það var bara leitað til mín. Og ég á lausu. Mjög spennandi verkefni,” segir Eva Ásrún Albertsdóttir, sem hefur verið ráðin kosningastjóri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Heather Mills dansandi hress

Heather Mills, sem er að skilja við Bítilinn fyrrverandi Sir Paul McCartney, kom á dögunum fram í raunveruleikaþættinum Dancing With the Stars í fyrsta sinn. Hún fékk góða dóma.

Gáfuleg varfærni dugði Gísla ekki

Enn eitt spurningaljónið hefur nú verið að velli lagt í Meistaranum. Jón Pálmi Óskarsson læknir sigraði í sjöttu viðureign spurningaþáttar Loga Bergmanns hinn kunna gáfumann Gísla Ásgeirsson þýðanda í Meistaranum í gærkvöldi í hörkuspennandi viðureign. Fyrir viku fauk hinn fróði Sigurður G. Tómasson úr keppni og því má ljóst vera að ekki er fyrir veifiskata að ætla sér áfram í Meistaranum.

Low tekur eitt skref til baka

Íslandsvinirnir í hinni ótrúlega áhrifamiklu hljómsveit Low eru nýbúnir að senda frá sér sína áttundu plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson lagði við hlustir.

Iður Bjarna í Iðuhúsi

Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður opnar sýninguna Iður í nýjum húsakynnum Anima galleríis í Iðu-húsinu í Lækjargötu. Bjarni hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis og þrisvar verið tilnefndur til Carnegie-verðlaunanna. Hann er þekktur fyrir íburðarmikil málverk sem hann vinnur á plexígler.

Leikhúsleikurslær í gegn

Leikhúsleikur Café Oliver og leikhus.is hefur heldur betur slegið í gegn en nú eru síðustu forvöð að taka þátt. Að sögn Arnars Þórs Gíslasonar, framkvæmdastjóra Oliver, hafa 2.300 manns sótt vefinn á undanförnum sex dögum og tekið þátt. „Þetta er framar björtustu vonum hjá okkur en sýnir líka glöggt hversu mikill markaður er fyrir að færa leikhúsið nær almenningi,“ útskýrir Arnar.

Yoko Ono: Yes, I‘m a Witch - fjórar stjörnur

Fyrirsögn þessi er reyndar svolítil rangtúlkun á efni plötunnar. Jú, vissulega eru þetta allt lög (upprunalega) eftir Yoko Ono en það eru í raun hjálparhellur Ono, hinir tónlistarmennirnir á plötunni, sem bíta frá sér og ætli Ono að gera slíkt hið sama í kjölfarið.

Ný ópera í Skagafirði

Ópera Skagafjarðar var stofnuð skömmu fyrir síðustu áramót að undirlagi sópransöngkonunnar Alexöndru Chernyshovu en brátt hillir undir fyrsta verkefni þess félagsskapar. Ópera Skagafjarðar mun í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja óperuna „La Traviata“ í Sæluviku Skagfirðinga í lok apríl en auk þess verða tónleikar með völdum köflum úr óperunni á Egilsstöðum, Akureyri, Blönduósi og í Reykjanesbæ nú á vordögum.

Pétur og úlfurinn gefinn út

Hafnfirska hljómsveitin Alræði öreiganna heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld í tilefni af útkomu plötunnar Pétur og úlfurinn, sem er byggð á hinu þekkta tónverki eftir Sergei Prokofiev. Hljómsveitin setti verkið fyrst upp í eigin rokk-fjúsjón útgáfu á Björtum dögum í Hafnarfirði í fyrra.

Nýtt ævintýri á gönguför

Það ríkir eftirvænting á Akureyri vegna frumsýningar kvöldsins í Rýminu. Þá birtist Akureyringum nýtt verk eftir heimamann, Þorvald Þorsteinsson, í sviðsetningu Kjartans Ragnarssonar og er þetta fyrsta sviðsetning hans eftir nokkurt hlé. Það er LA sem stendur að frumsýningunni í Rýminu í samstarfi við leiklistardeild Listaháskólans. Uppselt er á tólf fyrstu sýningarnar.

Seldist upp í forsölu

Uppselt er í forsölu á útgáfutónleika Gusgus og Petters Winnberg úr Hjálmum sem verða haldnir á Nasa á laugardagskvöld. Þá verður ár liðið síðan Gusgus spilaði síðast í Reykjavík á eftirminnilegum tónleikum sem voru einnig haldnir á Nasa.

Spaugstofan í loftið með þrjúhundruðasta þáttinn

„Já, þetta er mikill áfangi. Sami mannskapurinn frá upphafi. Ég held, án þess að hafa rannsakað það vísindalega, að þetta sé einsdæmi,” segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar.

KK úr leik með blóðeitrun

KK liggur heima í rúminu eftir að hafa veikst alvarlega. Hann segist óðum vera að jafna sig en býst ekki við því að vera kominn á ról fyrr en eftir viku.

Aflýst vegna ástarsorgar

Ástæðan fyrir því að söngkonan Amy Winehouse aflýsti tónleikum sínum í Los Angeles á dögunum var ástarsorg. Winehouse, sem gaf út plötuna Back to Black fyrr á árinu, hætti með kærasta sínum Alex Jones-Donelly fyrr í mánuðinum.

Keppt í ellefu greinum

Kringlan verður undirlögð hefilbekkjum, hárblásurum og heftibyssum í dag, þar sem hún hýsir Íslandsmót iðnnema. 75 keppendur frá tólf skólum keppa í ellefu iðngreinum. „Þetta er þriðja árið sem Íslandsmótið er haldið með þessum hætti, í verslunarmiðstöð. Það er gert með það fyrir augum að leyfa almenningi að njóta þess betur. Áður var það haldið inni í skólunum,“ sagði Gyða Dröfn Tryggvadóttir hjá Mennt, sem sér um skipulagningu mótsins í þriðja sinn í ár.

Vivica A. Fox handtekin fyrir ölvunarakstur

Leikkonan Vivica A. Fox, sem hvað þekktust er fyrir hlutverk sitt í stórmyndumum Kill Bill: Vol 1 og Independence Day, var handtekin í L.A. fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Vivica, sem er 42 ára gömul, var stoppuð seint á þriðjudagskvöld þegar hún þeysti eftir hraðbraut á Cadillacnum sínum á 129 km hraða þar sem hámarkshraðinn var 105 km.

Avril Lavigne í góðu hjónabandi

Söngkonan Avril Lavigne segir í viðtali við tímaritið Jane að það besta sem hafi komið fyrir eiginmann sinn, Deryck Whibley söngvara hljómsveitarinnar Sum 41, hafi verið að kynnast sér. Þrátt fyrir að þau séu bæði frægir rokkarar eigi þau í góðu sambandi hvort við annað.

Sjá næstu 50 fréttir