Fleiri fréttir

Leiður á viðtölum

Noel Gallagher, gítarleikari og aðallagasmiður Oasis, er orðinn hundleiður á að fara í blaðaviðtöl. Segir hann að litli bróðirinn Liam sleppi við allar slíkar skyldur. Jafnframt segist hann myndu hætta í sveitinni ef hann fengi ekki svona vel borgað.

Gagnrýnir Hollywood

Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson hefur nú gagnrýnt Hollywood fyrir að setja of mikla pressu á leikkonur að vera of mjóar. Scarlett segir að kynþokki kvenna felist ekki í holdafari og að henni sjálfri finnist ekki fallegt að stelpur líti út eins og strákar, en svo virðist þegar stúlkur eru grindhoraðar.

Fúll út í Allen

Fótboltakappanum David Beckham var boðin smáskífa með söngkonunni Lily Allen að gjöf en þvertók fyrir að þiggja hana því Allen hafði verið "hundleiðinleg" við Victoriu, spúsu hans. Beckham var í útvarpsviðtali og bauð spyrill­inn honum geisladiskinn að gjöf.

FTT fordæmir auglýsingu Moggans

Tónlistarmenn eru ósáttir við notkun Morgunblaðsins á erlendu lagi í sjónvarpsauglýsingu. Forsvarsmenn Morgunblaðsins eru sáttir við útkomuna.

Flugslysið á Sri Lanka efniviður nýrrar bókar

Bókin er helguð minningu þeirra sem fórust, segir rithöfundurinn og blaðamaðurinn Óttar Sveinsson sem er þessa dagana að skrifa þrettándu Útkalls-bók sína. Viðfangsefni Óttars að þessu sinni er flugslysið á Sri Lanka árið 1978. Þá fórst Flugleiðavél sem var í pílagrímaflugi á milli Mekka og Indónesíu. Vélin fórst þegar hún átti að millilenda á Sri Lanka.

Ono gestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni

Yoko Ono verður gestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík þann 8. október og kynnir myndina Bandaríkin gegn John Lennon. Ono mun einnig kynna stuttmyndina Onochord sem verður sýnd á undan fyrrnefndu myndinni sama dag.

Kynnir í sjónvarpsþáttum fyrir Miss World

Ungfrú heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, hefur í miklu að snúast þessa dagana en auk þess að vera viðstödd undirbúning fyrir Ungfrú heim 2006 í Póllandi var hún beðin um að taka að sér að kynna sjónvarpsþætti sem sýndir verða á undan keppninni sjálfri.

Eyþór Arnalds en ekki sjálfur David Bowie

"Changes dæmið? Já, þetta er Todmobile. Það er svona þegar tekið er á því. Þetta er "cover" sem við vorum að leika okkur með. Svo hringdi Mogginn og bað um þetta lag og við töldum bara í," segir Þorvaldur Bjarni tónlistarmaður.

Sykurmolarnir koma saman í nóvember

Hljómsveitin Sykurmolarnir ætlar að koma saman aftur og halda tónleika í Laugardalshöll þann 17. nóvember næstkomandi í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin gaf út smáskífu með laginu AMMÆLI.

Ný plata frá Krall

Kanadíska djasssöngkonan og grammy-verðlaunahafinn Diana Krall hefur sent frá sér plötuna From This Moment On. Platan er sú fyrsta sem hún gerir með þekktum lögum eftir aðra síðan hún gaf út The Look of Love árið 2001, ef frá er talin jólaplatan sem hún gaf út í fyrra.

Björk á barnaplötu

Þann 23. janúar á næsta ári kemur út platan Rockabye Baby! Lullaby Renditions of Björk, á vegum plötufyrirtækisins babyrock­records.com. Á plötunni er að finna ósungnar útgáfur af ellefu lögum Bjarkar Guðmundsdóttur, þar á meðal Human Behaviour, Possibly Maybe, All Is Full Of Love og Hidden Place.

Með ágætiseinkunn frá Harvard

„Mér gekk svo sem ágætlega,“ játar Eiríkur Jónsson lögmaður með semingi, spurður hvernig honum hafi gengið í framhaldsnámi í lögfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Þaðan sneri hann aftur heim í sumar eftir ársdvöl, reynslunni ríkari og með ágætiseinkunn í farteskinu.

Sonurinn fær nafn

Britney Spears, sem eins og kunnungt er eignaðist sitt annað barn á dögunum, hefur gefið nýfæddum syni sínum nafn, samkvæmt blaðinu The Sun. Hann mun heita Sutton Pierce Federline og ber því sömu upphafsstafi og stóri bróðir hans, sem heitir Sean Preston Federline.

Myndband við hvert lag

Nýjasta plata Becks Hansen, Information, er væntanleg 3. október. Beck hefur tekið upp myndband við hvert einasta lag á plötunni sem hægt verður að sjá á heimasíðum á borð við YouTube.com. Einnig verður hægt að hlaða lögunum niður af netinu.

Hættir við Asíuferð

Tónlistarmaðurinn Robbie Williams hefur frestað tónleikaferðalagi sínu um Asíu vegna mikillar streitu. Robbie hefur gert víðreist um heiminn á tónleikaferðalagi sínu sem hefur tekið sinn toll og treystir hann sér ekki til að fara til Asíu. Robbie átti að halda tónleika í sex borgum í Asíu dagana 4. til 26. nóvember og var miðasalan þegar hafin.

Mynd um feril Mötley

Undirbúningur er hafinn á gerð kvikmyndarinnar The Dirt sem fjallar um feril rokksveitarinnar Mötley Crue. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók um feril sveitarinnar. Lýsti bókin svæsnu líferni meðlima sveitarinnar og var hvergi dregið undan í lýsingunum.

Erfitt að kyssa Hartnett

Scarlett Johansson fannst kjánalegt að leika í ástarsenum á móti hjartaknúsaranum Josh Hartnett, segir að þær hafi hreint ekki verið rómantískar. Scarlett og Josh léku nýlega saman í kvikmyndinni Black Dahlia og segir leikkonan að erfitt hafi verið að mynda rómantíska stemningu þegar fullt af fólki stóð í kringum þau, borðandi samlokur og fleira.

Heimagerður hljómur er skemmtilegastur

Breska hljómsveitin The Go! Team spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í októ­ber. Freyr Bjarnason ræddi við Ian Barton, stofnanda sveitarinnar, sem er að koma til Íslands í fyrsta sinn.

Lærimeistarar í stað dómara

Skráningar fyrir X-Factor þátt Stöðvar 2 eru hafnar og hafa þegar tugir áhugasamra skráð sig til leiks. Áheyrnarprufur hefjast 3. október á KEA-hótelinu en síðan verður haldið til höfuðborgarinnar þar sem prufur fara fram dagana 14. og 15. október á Nordica hóteli.

Offita olli dauða

Leikarinn Sean Penn segir að bróðir sinn Chris hafi dáið af völdum offitu en ekki vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar. "Á ákveðnum tímabilum í lífi sínu fór hann mjög illa með sjálfan sig en það var ekki það sem gerðist undir það síðasta," sagði Penn í viðtali við Larry King á CNN.

Ungt listafólk fær styrk

Listamennirnir Dodda Maggý Kristjánsdóttir og Ragnar Jónasson hlutu styrki úr minningarsjóði Guðmundu Andrésdóttur listmálara við hátíðlega athöfn um helgina.

Ekki lengur The Rock

Hasarmyndaleikarinn Dwayne Johnson vill ekki lengur vera kallaður The Rock, en það nafn fékk hann þegar hann keppi í fjölbragðaglímu. Í fyrstu myndum sínum var Dwayne greyið einfaldlega kallaður The Rock en nú finnst honum það nafn ekki sæma ímynd sinni sem alvarlegs leikara.

Zidane skyggði á Pitt

Sigurganga myndarinnar Zidane: Andlit 21. aldarinnar heldur áfram en hún gerði góða ferð á Toronto-kvikmyndahátíðina nýverið. Sigurjón Sighvatsson framleiðir kvikmyndina og þegar Fréttablaðið náði tali af honum var hann staddur í Kaupmannahöfn á leiðinni heim til Los Angeles.

Málþing um Yosoy

Skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Yosoy, kom nýlega út í kilju og af því tilefni verður efnt til málþings í Iðusölum í Lækjargötu í kvöld kl. 20. Þátttakendur verða höfundurinn sjálfur sem les úr verkinu, Jóhann Axelsson, prófessor í lífeðlisfræði, sem mun fjalla um Yosoy og sársaukann og bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir sem mun ræða almennt um verk Guðrúnar.

NFS sýnir beint frá móttökunni fyrir Magna

Sérstök móttökuathöfn verður fyrir Magna Ásgeirsson í Vetrargarði í Smáralind klukkan fjögur í dag. Þar verður fjölskylduhátíð og ýmsir listamenn stíga á stokk. Auk þess sem Magni spilar með hljómsveit sinni Á móti Sól. NFS sýnir beint frá hátíðinni.

Magni kemur heim í dag

Söngvarinn Magni Ásgeirsson, sem sló í gegn í keppninni Rock Star Supernova, kemur til landsins í dag og hefur sjónvarpsstöðin Skjár einn skipulagt mótttökuathöfn í Vetrargarði Smáralindar klukkan fjögur.

Í sjúkrabíl á 4 fótum

Það hefur oft verið kallað á sjúkrabíl á mínu heimili – við fíflumst með þetta viðkvæma mál og þykjumst vita að á 112 sé búið að koma upp sérstökum útkallsflokki sem kallist “Ásdísarútkall”. Ég fæ nefnilega kvíðaköst eða – ég fékk kvíðaköst. “Ykkur er óhætt að fara í kaffi strákar – það er ekki von á Ásdísarútkalli í bráð.”

45% þjóðarinnar fær sjúklegan kvíða

Margir vita ekki að þeir eru með kvíðaröskun og enn fleiri halda því leyndu. Fæstir vita að til eru einfaldar og góðar aðferðir til að losna undan kvíðanum og verða betri en nokkru sinni fyrr. Fylgist með athyglisverðri umræðu um kvíða í Mannlega þættinum á NFS í dag kl 10:00.

Hugræn atferlismeðferð

Hugræn atferlismeðferð fer fram í hópi og byggist á fræðslu og heimaverkefnum, þar sem kenndar eru aðferðir til að takast á við kvíða og þunglyndistilfinningar. Í hverjum hópi eru 15-25 þátttakendur en tveir sálfræðingar veita meðferðina. Meðferðin fer fram einu sinni í viku, tvær stundir í senn, í fimm vikur. Áður en meðferðin hefst fær hver þátttakandi einstaklingsviðtal hjá sálfræðingi, þar sem vandi hans er metinn.

Feigðarför Karíusar og Baktusar

Bæjarbúar á Akureyri hrukku við í dag þegar þeir bræður Karíus og Baktus birtust óvænt í sundlaug bæjarins og fengu sér salíbunu í rennibrautinni. Verið var að mynda feigðarför þeirra bræðra.

Magni fjórði og á leið heim

Magni Ásgeirsson lenti í fjórða sæti í úrslitaþætti raunveruleikaþáttarins Rock Star: Supernova í nótt. Kanadamaðurinn Lukas Rossi fór með sigur af hólmi og verður næsti söngvari hljómsveitarinnar Supernova.

Tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Íslensku kvikmyndirnar A Little Trip to Heaven í leikstjórn Baltasars Kormáks og Blöðbönd í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar eru í hópi tíu norrænna mynda sem tilnefndar eru til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs ár.

Magni lenti í 4. sæti

Magni Ásgeirsson lenti í fjórða sæti í úrslitaþætti raunveruleikaþáttarins Rock Star: Supernova í nótt en Kanadamaðurinn Lukas Rossi fór með sigur af hólmi.

Hver er besti orkudrykkurinn?

Orkudrykkir eru vinsælir á Íslandi og nú má fá margar tegundir í næstu búð eða sjoppu. En hver er bestur? Við leituðum á náðir þriggja þrautþjálfaðra einstaklinga, þeirra Sigurpáls Jóhannes­sonar einkaþjálfara, Gunnhildar Jónasdóttur fitnessiðkanda og Sigurjóns Ragnars langhlaupara, og létum þá smakka.

Áhorfendur ekki á bandi Magna

Í nótt kemur í ljós hvort Magni verður næsti söngvari hljómsveitarinnar Supernova. Aðeins fjórir keppendur eru eftir í bandaríska sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernóva og áhorfendur voru ekki á bandi okkar manns.

Á móti sól með byr í seglin

Hljómsveitin Á móti Sól nýtur greinilega góðs af velgengni söngvarans, Magna Ásgeirssonar, sem hefur gert góða hluti í Rock Star: Supernova.

Brain Police með útgáfutónleika í kvöld

Rokksveitin Brain Police heldur útgáfutónleika í Skífunni í kvöld og fagna útkomu fjórðu breiðskífu sveitarinnar, Beyond the Wasteland, sem kemur út á morgun, miðvikudag.

Magni allt í öllu

Síðustu tónleikarnir í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova verða í kvöld en þeir voru teknir upp á sunnudaginn. Magni var síðastur í röðinni að þessu sinni en hann flutti lögin Hush með Deep Purple og frumsamda lagið When the Time Comes. Magna tókst vel upp með flutning sinn og eru netverjar flestir mjög ánægðir með hann.

Gefa út hjá Morr

Hljómsveitirnar Seabear og Benni Hemm Hemm hafa gert samninga við þýska plötufyrirtækið Morr, sem er í Berlín. Morr hefur meðal annars gefið út plötur múm en nú bætist við nýjasta plata Benna Hemm Hemm sem hefur hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda og ný EP-plata frá Seaber.

Sýning í Þjóðminjasafninu

Með silfurbjarta nál er sýning sem nú stendur yfir í bogasal Þjóðminjasafnsins. Þar gefur að líta úrval myndsaumaðra verka og byggir sýningin á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings.

Reið útí fjölmiðla

Leikkonan unga Katie Holmes er reið fjölmiðum vegna umtalsins um nýfætt barn hennar og Tom"s Cruise. Þetta kemur fram í forsíðuviðtali við parið fræga í nýjasta hefti tímaritsins Vanity Fair. "Ég veit hvað sagt er um okkur í fjölmiðlum og það særir. Fólk er vont að voga sér að segja nokkuð leiðinlegt um mitt barn," segir Holmes.

Gefa verðlaunin til góðgerðarmála

Enska hljómsveitin The Arctic Monkeys ætlar að gefa peninginn sem hún fékk fyrir sigur sinn í Mercury-tónlistarkeppninni á dögunum til góðgerðarmála. Sveitin fékk verðlaunin fyrir sína fyrstu plötu sem nefnist Whatever People Say I Am, That's What I'm Not.

Stafsetningarorðabókin rauk á toppinn

Réttritun er Íslendingum greinilega enn mikið hjartans mál en nýútkomin Stafsetningarorðabók rauk beint í efsta sæti heildarlista mest seldu bóka síðustu viku og hafði nokkra yfirburði á toppnum.

Fengu toppeinkunn í Svíþjóð

Margrét Jónasdóttir, förðunarfræðingur og Nonni Quest, hárgreiðslumaður gerðu góða ferð til Svíþjóðar á dögunum til að taka þátt í stórri sýningu í tilefni af tíu ára afmæli Make up Store, sem er mjög þekkt og stórt snyrtivörumerki í Skandinavíu.

Sjá næstu 50 fréttir