Lífið

Ný plata frá Krall

Diana Krall. Kanadíska djasssöngkonan er mætt með nýja plötu.
Diana Krall. Kanadíska djasssöngkonan er mætt með nýja plötu.

Kanadíska djasssöngkonan og grammy-verðlaunahafinn Diana Krall hefur sent frá sér plötuna From This Moment On. Platan er sú fyrsta sem hún gerir með þekktum lögum eftir aðra síðan hún gaf út The Look of Love árið 2001, ef frá er talin jólaplatan sem hún gaf út í fyrra.

Hin ráma djassrödd Krall er áberandi á plötunni sem fyrr, auk þess sem textarnir eru á mjög persónulegum nótum. Þessi plata endurspeglar hvernig mér líður núna og lýsir því hversu hamingjusöm ég er í hjónabandi mínu og með fjölskyldunni. Vonandi verður þannig áfram í framtíðinni, sagði Krall, sem hélt tónleika fyrir fullu húsi í Laugardalshöll fyrir þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.