Heimagerður hljómur er skemmtilegastur 18. september 2006 06:00 The Go! Team Hressileg sveit frá Englandi sem spilar á Airwaves í næsta mánuði. Hljómsveitin hefur vakið athygli síðustu misseri og þykir einstaklega skemmtileg á tónleikum. Breska hljómsveitin The Go! Team spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í október. Freyr Bjarnason ræddi við Ian Barton, stofnanda sveitarinnar, sem er að koma til Íslands í fyrsta sinn. The Go! Team, sex manna hljómsveit, hefur aðsetur í Brighton á Englandi og er merkileg fyrir þær sakir að hún er með tvo trommara í sínum röðum, auk þess sem helmingur meðlima er kvenkyns. Auk Ian heita meðlimirnir Chi Ky Fukami Taylor, Kaori Tsuchida, Jamie Bell, Ninja og Sam Dook.Skemmtileg blandaEins og þessi óvenjulega skipan gefur til kynna spilar sveitin blöndu af alls kyns tónlistarstefnum, þar á meðal gamaldags hip hoppi, fönki og hljóðbútum úr öllum áttum. Fyrsta og eina plata The Go! Team til þessa, Thunder, Lighting, Strike, er skemmtileg samsuða og kemur ekki á óvart að hún skuli hafa verið tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna á síðasta ári, án þess þó að hreppa fyrsta sætið. Í kjölfarið fór sveitin að vekja aukna athygli og hefur hún m.a. hitað upp bæði fyrir Flaming Lips og átrúnaðargoðin sín í Sonic Youth í Bretlandi og Bandaríkjunum. Forsprakkinn Ian Barton er spenntur fyrir komunni til Íslands. Þetta verður frábært. Ísland var í fyrsta sæti yfir þá staði sem okkur langaði að heimsækja. Við erum búin að fara á marga skemmtilega staði og Ísland er einn af þeim síðustu sem við áttum eftir að heimsækja, segir Ian. Tekin upp í eldhúsiIan segist ekki hafa átt von á tilnefningunni til Mercury-verðlaunanna, sérstaklega þar sem platan var bókstaflega tekin upp í eldhúsi. Við notuðum tölvu, fimm til sex hljóðnema, slatta af plötum og það var eiginlega allt og sumt. Mörgum finnst hljómurinn á plötunni undarlegur. Hann er ekki mjög nútímalegur þannig að þessi tilnefning var eiginlega sigur fyrir Lo-Fi stefnuna. Mér finnst gaman að tónlist hljómi eins og hún sé heimagerð í stað þess að vera gerð með miklum glamúr, segir hann. Ný plata í vinnsluThe Go! Team hefur verið önnum kafin við upptökur á sinni annarri plötu að undanförnu og hefur því tekið því rólega í öllu tónleikahaldi. Ian segir upptökurnar ganga prýðilega. Ég mæti á hverjum degi í hljóðverið og legg mig allan fram. Við erum komin skammt á veg, bara nokkur lög tilbúin, en það var kominn tími á þetta, segir hann og varpar mæðunni. Segir hann að platan verði uppfull af mismunandi stefnum sem fyrr þótt lögin verði ekki eins og áður. Það eru svo margir möguleikar þarna úti. Það er ekkert sem takmarkar mann í raun og veru og maður getur prófað sig áfram endalaust. Þegar maður fer að blanda saman ólíkum stefnum opnast fyrir manni nýr heimur með alls konar skemmtilegum hugmyndum, segir hann. Færri hljóðbútarBútar úr öðrum lögum eru notaðir á nýju plötunni en þó ekki í eins miklum mæli og áður enda lenti sveitin í vandræðum vegna þess á fyrri plötunni. Þar voru bútarnir alls 60 til 70 talsins og höfðu Ian og félagar ekki fengið leyfi til að nota þá alla. Var sveitinni hótað lögsókn ef hún tæki þá ekki í burtu og sendi frá sér nýja útgáfu af plötunni. Ég ætla að reyna að vera skynsamari núna. Það er alveg hægt að nota búta á skynsaman hátt og ég ætla að gera það núna. Síðast greip ég bara gamlar plötur af handahófi og skellti því á plötuna sem hljómaði vel. Reyndar er ég alveg tilbúinn til að gefa frá mér allan höfundarréttinn af laginu ef það hljómar vel, segir Ian ákveðinn. Kraftur í HafnarhúsinuThe Go! Team mun spila í Hafnarhúsinu á Iceland Airwaves. Ian lofar kraftmiklum tónleikum. Sumir fíla okkur betur á tónleikum en aðrir fíla plöturnar okkar betur. Við reynum bara að hafa kraftinn í fyrirrúmi. Við erum úti um allt svið og skiptum ört um hljóðfæri. Ninja er síðan miðpunkturinn og það er hún sem skipar öllum fyrir, segir hann og hlær. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Breska hljómsveitin The Go! Team spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í október. Freyr Bjarnason ræddi við Ian Barton, stofnanda sveitarinnar, sem er að koma til Íslands í fyrsta sinn. The Go! Team, sex manna hljómsveit, hefur aðsetur í Brighton á Englandi og er merkileg fyrir þær sakir að hún er með tvo trommara í sínum röðum, auk þess sem helmingur meðlima er kvenkyns. Auk Ian heita meðlimirnir Chi Ky Fukami Taylor, Kaori Tsuchida, Jamie Bell, Ninja og Sam Dook.Skemmtileg blandaEins og þessi óvenjulega skipan gefur til kynna spilar sveitin blöndu af alls kyns tónlistarstefnum, þar á meðal gamaldags hip hoppi, fönki og hljóðbútum úr öllum áttum. Fyrsta og eina plata The Go! Team til þessa, Thunder, Lighting, Strike, er skemmtileg samsuða og kemur ekki á óvart að hún skuli hafa verið tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna á síðasta ári, án þess þó að hreppa fyrsta sætið. Í kjölfarið fór sveitin að vekja aukna athygli og hefur hún m.a. hitað upp bæði fyrir Flaming Lips og átrúnaðargoðin sín í Sonic Youth í Bretlandi og Bandaríkjunum. Forsprakkinn Ian Barton er spenntur fyrir komunni til Íslands. Þetta verður frábært. Ísland var í fyrsta sæti yfir þá staði sem okkur langaði að heimsækja. Við erum búin að fara á marga skemmtilega staði og Ísland er einn af þeim síðustu sem við áttum eftir að heimsækja, segir Ian. Tekin upp í eldhúsiIan segist ekki hafa átt von á tilnefningunni til Mercury-verðlaunanna, sérstaklega þar sem platan var bókstaflega tekin upp í eldhúsi. Við notuðum tölvu, fimm til sex hljóðnema, slatta af plötum og það var eiginlega allt og sumt. Mörgum finnst hljómurinn á plötunni undarlegur. Hann er ekki mjög nútímalegur þannig að þessi tilnefning var eiginlega sigur fyrir Lo-Fi stefnuna. Mér finnst gaman að tónlist hljómi eins og hún sé heimagerð í stað þess að vera gerð með miklum glamúr, segir hann. Ný plata í vinnsluThe Go! Team hefur verið önnum kafin við upptökur á sinni annarri plötu að undanförnu og hefur því tekið því rólega í öllu tónleikahaldi. Ian segir upptökurnar ganga prýðilega. Ég mæti á hverjum degi í hljóðverið og legg mig allan fram. Við erum komin skammt á veg, bara nokkur lög tilbúin, en það var kominn tími á þetta, segir hann og varpar mæðunni. Segir hann að platan verði uppfull af mismunandi stefnum sem fyrr þótt lögin verði ekki eins og áður. Það eru svo margir möguleikar þarna úti. Það er ekkert sem takmarkar mann í raun og veru og maður getur prófað sig áfram endalaust. Þegar maður fer að blanda saman ólíkum stefnum opnast fyrir manni nýr heimur með alls konar skemmtilegum hugmyndum, segir hann. Færri hljóðbútarBútar úr öðrum lögum eru notaðir á nýju plötunni en þó ekki í eins miklum mæli og áður enda lenti sveitin í vandræðum vegna þess á fyrri plötunni. Þar voru bútarnir alls 60 til 70 talsins og höfðu Ian og félagar ekki fengið leyfi til að nota þá alla. Var sveitinni hótað lögsókn ef hún tæki þá ekki í burtu og sendi frá sér nýja útgáfu af plötunni. Ég ætla að reyna að vera skynsamari núna. Það er alveg hægt að nota búta á skynsaman hátt og ég ætla að gera það núna. Síðast greip ég bara gamlar plötur af handahófi og skellti því á plötuna sem hljómaði vel. Reyndar er ég alveg tilbúinn til að gefa frá mér allan höfundarréttinn af laginu ef það hljómar vel, segir Ian ákveðinn. Kraftur í HafnarhúsinuThe Go! Team mun spila í Hafnarhúsinu á Iceland Airwaves. Ian lofar kraftmiklum tónleikum. Sumir fíla okkur betur á tónleikum en aðrir fíla plöturnar okkar betur. Við reynum bara að hafa kraftinn í fyrirrúmi. Við erum úti um allt svið og skiptum ört um hljóðfæri. Ninja er síðan miðpunkturinn og það er hún sem skipar öllum fyrir, segir hann og hlær.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira