Lífið

Málþing um Yosoy

Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur.Í kvöld verður rætt um bókmenntir og sársauka.
Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur.Í kvöld verður rætt um bókmenntir og sársauka. MYND/GVA

Skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Yosoy, kom nýlega út í kilju og af því tilefni verður efnt til málþings í Iðusölum í Lækjargötu í kvöld kl. 20. Þátttakendur verða höfundurinn sjálfur sem les úr verkinu, Jóhann Axelsson, prófessor í lífeðlisfræði, sem mun fjalla um Yosoy og sársaukann og bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir sem mun ræða almennt um verk Guðrúnar.

Yosoy, sem ber undirtitilinn „Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss“, kom fyrst út fyrir jólin 2005. Bókin hlaut einróma lof gagnrýnenda og Menningarverðlaun DV 2005 í flokki fagurbókmennta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.