Lífið

Með ágætiseinkunn frá Harvard

Eiríkur Jónsson.Hreykir sér ekki hátt þrátt fyrir glæsilegan árangur.
Eiríkur Jónsson.Hreykir sér ekki hátt þrátt fyrir glæsilegan árangur. MYND/Hrönn

„Mér gekk svo sem ágætlega,“ játar Eiríkur Jónsson lögmaður með semingi, spurður hvernig honum hafi gengið í framhaldsnámi í lögfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Þaðan sneri hann aftur heim í sumar eftir ársdvöl, reynslunni ríkari og með ágætiseinkunn í farteskinu.

„Það er reyndar engin formleg lokaeinkunn gefin fyrir námið í heild,“ áréttar hann. „En ef einkunnir í öllum námskeiðunum eru lagðar saman og deilt í með fjölda þeirra virðist meðaleinkunnin hafa hljóðað upp á A.“

Eiríkur hreykir sér þó ekki hátt og tekur þessum glæsilega árangri við einn virtasta háskóla heims með hógværð. Námið laut einkum að mannréttindum og lokaverkefnið fjallaði um tjáningarfrelsið en meðal annarra verkefna hans fjallaði eitt um leiðtogafund Ronalds Reagan og Míkhaíls Gorbatsjov í Reykjavík árið 1986 og möguleika Íslands til að verða frekari vettvangur alþjóðlegra samningaviðræðna.

Eiríkur lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og starfaði sem lögmaður í þrjú ár, þar til í fyrra þegar hann sótti um – og fékk – styrk sem kenndur er við Frank Boas. „Þessi styrkur var ansi ríflegur og án hans hefði ég sjálfsagt ekki átt kost á náminu við Harvard.

Skólagjöldin þarna úti eru jú býsna drjúg,“ segir Eiríkur sem starfar nú hjá lögfræðistofunni Landslög auk þess að kenna lögfræði við Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.