Eyþór Arnalds en ekki sjálfur David Bowie 19. september 2006 00:01 „Changes dæmið? Já, þetta er Todmobile. Það er svona þegar tekið er á því. Þetta er „cover“ sem við vorum að leika okkur með. Svo hringdi Mogginn og bað um þetta lag og við töldum bara í,“ segir Þorvaldur Bjarni tónlistarmaður. Morgunblaðið hefur lagst í mikla auglýsingaherferð eins og lýðum má ljóst vera. Og hefur nú um hríð keyrt sjónvarpsauglýsingu þar sem ýmsar ljósmyndir eru keyrðar og undir leikið hið þekkta lag David Bowies Changes. Ekki verður betur heyrt en þarna sé Bowie sjálfur á ferð en svo er ekki. Sá sem syngur er enginn annar en tónlistar- og stjórnmálamaðurinn Eyþór Arnalds. Og víst er að jafnvel þeir sem telja sig til hörðustu aðdáenda Bowies hafa látið blekkjast. Eyþór Arnalds og bowie Ekki bara að raddir þeirra séu nauðalíkar heldur eru þeir ekki ósvipaðir í útliti þegar vel er að gáð.„Nei, þetta er nú ekki alveg nákvæm eftirlíking," hlær Þorvaldur Bjarni aðspurður. "En við berum fulla virðingu fyrir meistaranum. Þegar við höfum verið að taka Bowie-cover þá hefur Eyþór sungið það.“ Eftir að hafa hlustað á lagið í heild sinni kemur í ljós að Eyþór er Eyþór en ekki Bowie. Hins vegar í því broti lagsins sem notað er við auglýsinguna þá er erfitt að greina mun. „Á köflum dettur þetta saman. Já, það er magnað hvað raddir þeirra eru líkar,“ segir Þorvaldur.Þorvaldur Bjarni Segir lítið mál hafa verið að taka Changes, bara talið í, enda hljómsveitin nú við tökur nýrrar plötu.Hljómsveitin Todmobile er nú við upptökur á nýrri plötu og því var ekki málið að telja í Bowie slagarann góða. Saga Film framleiðir auglýsinguna fyrir Moggann en jafnframt eru til útgáfur við auglýsinguna lagið Changes í flutningi með Hermigervli og svo hljómsveitinni Reykjavík. Ekki fer á milli mála í þeim útgáfum að þar er ekki Bowie á ferð en öllu erfiðara að greina á milli útgáfu Todmobile og svo upprunalegu útgáfunnar. „Þetta er snilldarpopp og ótrúlega gaman að taka þetta upp,“ segir Þorvaldur Bjarni. Hann segir nokkuð algengt að Todmobile geri svona auglýsingar. Og nú, þegar hópurinn sé í hljóðveri að taka upp nýja plötu, hafi verið lófa lagið að renna í Changes. Þorvaldur segir vel ganga með hina nýju plötu Todmobile og sé verkefnið gríðarlega skemmtilegt Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
„Changes dæmið? Já, þetta er Todmobile. Það er svona þegar tekið er á því. Þetta er „cover“ sem við vorum að leika okkur með. Svo hringdi Mogginn og bað um þetta lag og við töldum bara í,“ segir Þorvaldur Bjarni tónlistarmaður. Morgunblaðið hefur lagst í mikla auglýsingaherferð eins og lýðum má ljóst vera. Og hefur nú um hríð keyrt sjónvarpsauglýsingu þar sem ýmsar ljósmyndir eru keyrðar og undir leikið hið þekkta lag David Bowies Changes. Ekki verður betur heyrt en þarna sé Bowie sjálfur á ferð en svo er ekki. Sá sem syngur er enginn annar en tónlistar- og stjórnmálamaðurinn Eyþór Arnalds. Og víst er að jafnvel þeir sem telja sig til hörðustu aðdáenda Bowies hafa látið blekkjast. Eyþór Arnalds og bowie Ekki bara að raddir þeirra séu nauðalíkar heldur eru þeir ekki ósvipaðir í útliti þegar vel er að gáð.„Nei, þetta er nú ekki alveg nákvæm eftirlíking," hlær Þorvaldur Bjarni aðspurður. "En við berum fulla virðingu fyrir meistaranum. Þegar við höfum verið að taka Bowie-cover þá hefur Eyþór sungið það.“ Eftir að hafa hlustað á lagið í heild sinni kemur í ljós að Eyþór er Eyþór en ekki Bowie. Hins vegar í því broti lagsins sem notað er við auglýsinguna þá er erfitt að greina mun. „Á köflum dettur þetta saman. Já, það er magnað hvað raddir þeirra eru líkar,“ segir Þorvaldur.Þorvaldur Bjarni Segir lítið mál hafa verið að taka Changes, bara talið í, enda hljómsveitin nú við tökur nýrrar plötu.Hljómsveitin Todmobile er nú við upptökur á nýrri plötu og því var ekki málið að telja í Bowie slagarann góða. Saga Film framleiðir auglýsinguna fyrir Moggann en jafnframt eru til útgáfur við auglýsinguna lagið Changes í flutningi með Hermigervli og svo hljómsveitinni Reykjavík. Ekki fer á milli mála í þeim útgáfum að þar er ekki Bowie á ferð en öllu erfiðara að greina á milli útgáfu Todmobile og svo upprunalegu útgáfunnar. „Þetta er snilldarpopp og ótrúlega gaman að taka þetta upp,“ segir Þorvaldur Bjarni. Hann segir nokkuð algengt að Todmobile geri svona auglýsingar. Og nú, þegar hópurinn sé í hljóðveri að taka upp nýja plötu, hafi verið lófa lagið að renna í Changes. Þorvaldur segir vel ganga með hina nýju plötu Todmobile og sé verkefnið gríðarlega skemmtilegt
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira