Enska hljómsveitin The Arctic Monkeys ætlar að gefa peninginn sem hún fékk fyrir sigur sinn í Mercury-tónlistarkeppninni á dögunum til góðgerðarmála. Sveitin fékk verðlaunin fyrir sína fyrstu plötu sem nefnist Whatever People Say I Am, That's What I'm Not.
"Þessa tuttugu þúsund punda ávísun [um 2,6 milljónir króna] ætlum við að gefa til góðs málefnis sem við viljum helst ekki nefna. Við höfum rætt þetta við Andy, sem átti sinn þátt í gerð plötunnar, og hann er sáttur við ákvörðunina," sagði í yfirlýsingu The Artic Monkeys.
"Hvað framtíðina varðar þá hlökkum við til að taka pásu til að halda áfram að semja lög á næstu plötu okkar."