Fleiri fréttir

Forláta fiðlulán

Fiðluleikaranum Huldu Jónsdóttur hlotnast sá heiður að fá að láni dýrmæta fiðlu og fiðluboga frá styrktarsjóði sem kenndur er við hinn heimsfræga fiðluleikara Rachel Barton Pine. Hulda hóf nám við tónlistardeild Listaháskóla Íslands í haust en hún er aðeins 15 ára gömul og yngsti nemandinn sem hefur hafið nám við skólann allt frá stofnun hans.

Barist í plötuútgáfu með Megas að vopni

"Þetta er bara eins og í Hollywood; þegar fleiri en einn eru með sömu hugmyndina á lofti og hvorugur vill hættta við," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri íslensk efni hjá Senu en tónlistamaðurinn Megas mun verða áberandi í íslensku tónlistarlífi á næstunni þótt meistarinn sjálfur komi lítið við sögu því ráðgert er að gefa út tvær plötur þar sem ólíkir tónlistarmenn reyna sig við lög og texta tónlistarmannsins.

Dauði á myndbandi

Dauði "krókódílafangarans" Steves Irwin, sem lést eftir að stingskata stakk hann í brjóstið, náðist á filmu af myndatökumanni sem var með honum í för. Í myndbandinu sést þegar Irwin kippir hala skötunnar úr brjósti sínu. Lést hann því ekki samstundis.

Þjóðarátak fyrir Magna

Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagarann Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag.

Basinger fyrir dómara

Kim Basinger hefur verið skipað að mæta fyrir dómara vegna þess að hún braut vísvítandi á umgengisrétti fyrrverandi eiginmanns síns, Alec Baldwin. Málið snýst um að árið 2005 var Basinger fjarverandi frá heimili sínu en hafði ekki fyrir því að segja Baldwin frá því svo að hann gæti sinnt stelpunni þeirra, Ireland.

Cruise biðst afsökunar

Tom Cruise hefur beðið leikkonuna Brooke Shields formlega afsökunar á því að hafa gagnrýnt hana fyrir að nota þunglyndislyf. Shields lýsti þessu yfir í spjallþætti Jay Leno. Hann kom til mín og bað mig að fyrirgefa sér, sagði Shields við Leno. Mér fannst þessi afsökunarbeiðni koma beint frá hjartanu og ég fyrirgaf honum þetta, bætti leikkonan við.

Draugalög og hestasöngvar

Barítónsöngvarinn Jón Svavar Jósefsson heldur all sérstaka tónleika ásamt píanóleikaranum Helgu Bryndísi Magnúsdóttur í Dalvíkurkirkju í kvöld en þar verður lögð áhersla á drauga- og hestalög. Á efnisskránni eru til að mynda klassísk hestalög eins og "Sprettur" og "Á Sprengisandi" í krassandi flutningi en að sögn Jóns Svavars verður skrautfjöðurin líklega "Draugadans" Jóns Leifs. "Það er all sérstakt lag sem ekki allir þekkja en draugalegt er það," úskýrir hann. Auk þess flytja Jón Svavar og Helga Bryndís nokkrar aríur og átthagalög.

Atvinnumál og alþjóðavæðing

Fyrsti opni vetrarfundur Femínistafélags Íslands fer fram á Thorvaldsen Bar í kvöld en þar verður rætt um málefni kvenna í tengslum við hnattvæðingu og atvinnumál.

Kristján kveður Kastljós og heilsar Kauphöll

"Hærri laun? Þú verður bara að giska á það sjálfur. Ég ætla ekki að tjá mig um mín prívatmál. En ég held að allir viti að Ríkissjónvarpið er nú ekki það fyrirtæki sem borgar best launin. En það er margt annað sem skiptir máli," segir Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður.

Krókódíla-Steve látinn

Ástralska sjónvarpsstjarnan Steve Irwin, eða Krókódílaveiðimaðurinn, lést eftir að stingskata stakk hann í brjóstið í köfunarferð í gær.Irwin, sem var 44 ára gamall, var við vinnu á nýrri heimildarmynd um kóralrif undan ströndum Norðaustur-Queenslands, þegar atvikið átti sér stað.

Opið hús í orkustöð

Nú stendur yfir opin vika í Kramhúsinu í Bergstaðastræti en í ár er þar í fyrsta sinn boðið upp á skipulagða prufutíma. Tímarnir eru ætlaðir þeim sem vilja kynna sér úrvalið og stíga sín fyrstu spor, til dæmis í karabískum dansi, flamengó, afró eða magadansi.

Pakkhúsið opnað

Íslensk samtímalist verður framvegis á heimavelli í Hafnarhúsinu en um helgina opnaði þar sýningin Pakkhús postulanna. Ellefu listamenn sem allir eru fæddir eftir árið afdrifaríka 1968 sýna verk sín þar en búið er að bylta húsinu í bókstaflegum skilningi. Fjölmenni var við opnunina og gerðu gestir góðan róm að úrvali og frumleika listafólksins enda öllu til tjaldað. Ýmsir viðburðir eru skipulagðir í tengslum við sýninguna sem stendur fram yfir miðjan október.

Sakbitið myndasafn

Hvað eiga Frank Sinatra og 50 Cent sameiginlegt með Al Capone, Martin Luther King, Sid Vicious og Jósef Stalín? Þá er alla að finna í bókinni Under Arrest sem geymir 350 glæpamannamyndir, sem verðir laganna hafa tekið af viðkomandi einstaklingum þegar grunur lék á óhreinu mjöli í pokahorni þeirra.

Baggalútur 5 ára

Frétta- og samfélagsrýnisvefurinn baggalutur.is sneri aftur eftir sumarfrí síðastliðinn fimmtudag.

Elísabet átti erfitt með sorgina

Ný kvikmynd Stephen Frears The Queen sló heldur betur í gegn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum en hún fjallar um viðbrögð konungsfjölskyldunnar við dauða Diönu prinsessu sumarið 1997. Helen Mirren leikur Elísabetu drottningu og hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína.

Jóhannes vill Baugsmálið í bíó

Jóhannes Jónsson, kaupmaður kenndur við Bónus, hyggst koma að gerð kvikmyndar um Baugsmálið. Ég sé fyrir mér leikna heimildarmynd um málið. Þetta er skólabókardæmi um hvernig embættismannakerfið getur misstigið sig og hvernig stjórnvöld geta leikið með þegna sína ef ekki er rétt að staðið.

Norskt - íslenskt samstarf gefur sig vel

Norsk - íslenska myndin The Bothersome Man hefur heldur betur slegið í gegn en hún var að mestu leyti tekin upp hér á Íslandi. Þeir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá Kisi ehf. eru meðframleiðendur myndarinnar en hún segir frá fertugum norðmanni sem kemur til undarlegrar borgar og uppgötvar að hann er staddur í lífinu eftir dauðann.

Spennan magnast í Rock Star

Í kvöld má reikna með að þorri íslensku þjóðarinnar sitji límdur fyrir framan sjónvarpsskjána þegar Rock Star: Supernova heldur áfram. Magni "okkar" Ásgeirsson verður annar í röðinni og mun fyrst flytja bítlalagið Back in the U.S.S.R. en svo reynir hann fyrir sér með frumsamda lagið When the Time Comes.

Sjóðheitir tónleikar

Hljómsveitirnar Bloodhound Gang, Dr. Mister & Mr. Handsome, XXX Rottweiler og Touch halda tónleika í Laugardalshöll í kvöld.

Söngur og góðir gestir

Messósópransöngkonan Guðbjörg Sandholt heldur tónleika í Dómkirkjunni í kvöld ásamt fjölmörgum góðum gestum. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Schumann, Tsjaíkovskí, Kurt Weill og Karl O. Runólfsson.

Vildi gera strákinn að manni

Heimir Sverrisson og Daníel sonur hans dvöldust í Kína í tvo mánuði í sumar. Þeir tóku ævintýri sín upp og verða þættir um ferð þeirra sýndir á Skjá einum í haust.

Hvetja landsmenn til að kjósa Magna

Símafyrirtækin, Og Vodafone og Síminn hvetja stuðningsmenn Magna Ásgeirssonar að taka þátt í SMS kosningunni vegna RockStar Supernova aðfaranótt miðvikudags. Talsmenn símafyrirtækjanna telja mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt í kosningunni og sendi SMS í númerið 1918 til þess að tryggja að öll atkvæði Magna komist til skila. Eitthvað bar á því í síðustu kosningu að skilaboðin færu í rangt númer.

Rokland kvikmynduð á næsta ári

Marteinn Þórsson, framleiðandi, skrifar undir samning þess efnis að hann skrifi kvikmyndahandrit eftir sögu Hallgríms Helgasonar, Rokland. "Það er rétt, ég skrifa undir samningin í dag og því er þetta í höfn,“ sagði Marteinn þegar Fréttablaðið innti hann eftir þessu.

Magna - æðið heldur áfram

Sjónvarpsstöin Skjár verður með Magna - vöku á undan Rock Star: Supernova þættinum sem er á dagskrá annað kvöld. Spennan magnast með hverri mínútu enda eru nú einungis fimm keppendur eftir sem berjast um fjögur laus sæti í úrslitaþættinum.

Hitler, Grettir og Ronja

Borgarleikhúsið lítur um öxl í vetur en Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli þetta árið. Á dagskrá vetrarins eru tvö "klassísk“ íslensk leikrit sem ekki hafa farið á fjalirnar lengi, Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson og söngleikurinn Grettir eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson.

Orð betri en brotinn gítar

Pönkgoðsögnin Patti Smith heldur tónleika í Háskólabíói á þriðjudaginn. Freyr Bjarnason ræddi m.a. við hana um Jimi Hendrix og þáttinn Rock Star: Super­nova.

Ætla að leika á 3,8 metra risagítar

Athafnamaðurinn Jón Ólafsson mun í tilefni Ljósanætur færa Poppminjasafni Íslands risagítar að gjöf. Afhendingin fer fram í Gryfjunni í Duushúsum kl. 18:45 í dag. Smíði gítarsins tók einn og hálfan mánuð, gítarsmiðirnir ætla að taka lagið á gítarinn í tilefni dagsins.

Forverinn segir Magna helmingi betri

Björgvin Jóhann Hreiðarsson var upphaflegi söngvarinn í hljómsveitinni Á móti sól. Þegar Björgvin hætti tók Guðmundur Magni Ásgeirsson við en hann hefur slegið í gegn með hljómsveitinni sem og í sjónvarpsþættinum Rockstar:Supernova.

Sjá næstu 50 fréttir