Lífið

Söngur og góðir gestir

Guðbjörg Sandholt messósópran
Syngur m.a. músík eftir Mozart og Weill.
Guðbjörg Sandholt messósópran Syngur m.a. músík eftir Mozart og Weill.

Messósópransöngkonan Guðbjörg Sandholt heldur tónleika í Dómkirkjunni í kvöld ásamt fjölmörgum góðum gestum. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Schumann, Tsjaíkovskí, Kurt Weill og Karl O. Runólfsson.

Guðbjörg lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í vor og mun hefja framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama í London næstkomandi haust.

Með henni á tónleikunum koma fram píanóleikararnir Anna Helga Björnsdóttir, Bjarni Frímann Bjarnason og Ingileif Bryndís Þórsdóttir en söngkonan Arnbjörg María Danielsen og klarinettuleikarinn Arngunnur Árnadóttir koma einnig fram. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.