Lífið

Jóhannes vill Baugsmálið í bíó

Jóhannes Jónsson  Vill ekki gefa upp hver skrifar handrit og leikstýrir myndinni um Baugsmálið.
Jóhannes Jónsson Vill ekki gefa upp hver skrifar handrit og leikstýrir myndinni um Baugsmálið. MYND/GVA

Jóhannes Jónsson, kaupmaður kenndur við Bónus, hyggst koma að gerð kvikmyndar um Baugsmálið. Ég sé fyrir mér leikna heimildarmynd um málið. Þetta er skólabókardæmi um hvernig embættismannakerfið getur misstigið sig og hvernig stjórnvöld geta leikið með þegna sína ef ekki er rétt að staðið.

Að sögn Jóhannesar fjármagnar Baugur gerð myndarinnar að hluta til en hann vill ekki gefa upp hver skrifar handrit og leikstýrir. Ég vil ekki greina frá því að svo stöddu, fyrir utan að við erum í sambandi við áhugasama menn, sem eru engir aukvisar í kvikmyndabransanum. Þeir eru vel upplýstir um gang málsins og umfang þess í heild.

Myndin er enn á frumstigi en Jóhannes hefur gantast með að Örn Árnason væri kjörinn í hlutverk Davíðs Oddssonar. Það má heldur ekki gleyma Magnúsi Ólafssyni, hann hefur leikið Davíð áður og gert það vel. Ég mun líklega leika sjálfan mig, það er að segja ef ég verð ekki orðinn fjörgamall þegar þessu máli verður loksins lokið, segir Jóhannes en áréttar að honum sé full alvara með myndin verði gerð. Ég gæti trúað að myndin verði tilbúin ári eftir að Baugsmálinu lýkur, hvenær sem það verður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.