Fleiri fréttir

Prinsessa poppsins

Beyoncé hefur verið nefnd Besta poppprinsessan. Söngkonan vann poppdívur eins og Britney Spears, Christina Aguilera, Girls Aloud og Kylie Minogue í kosningu um bestu poppprinsessuna fyrir sjónvarpsstöðina UMTV.

J-Lo orðin Jennifer Anthony

Jennifer Lopez vill nú láta kalla sig Jennifer Anthony. Hún ákvað að það væri nú kominn tími til þess að hún tæki nafn eiginmannsins.

Shadow Of Rome

Skylmingarþrælar urðu aftur svaka töffarar með mynd Ridley Scott “Gladiator”. Í Shadow Of Rome er umfjöllunarefnið Róm til forna stuttu eftir að Sesar er myrtur. Agrippa er hermaður sem snýr heim til Rómar og kemst að því að faðir hans er grunaður um tilræðið. Með hjálp félaga síns Octavianus ætla þeir að afhjúpa morðingjann og bjarga föður Agrippa frá dauðadóm í hringleikahúsinu ógurlega. Agrippa gerist skylmingarþræll í þeirri von að geta unnið leikanna en sigurvegarinn fær það böðulshlutverk að taka morðingja Sesars af lífi.  

Stelpur hrífast af skónum

Brynjar Már Valdimarsson, plötusnúður og útvarpsmaður á FM 95,7, er algjört fatafrík og er ekki lengi að segja blaðamanni frá því sem er ómissandi í fataskápnum.

Útlitskröfurnar orðnar meiri

Mörg nútímaheimili státa af uppþvottavél og eru margir sem geta ekki hugsað sér lífið án hennar en aðrir njóta þess að vaska upp og telja vélarnar óþarfar. Á hvorn veginn sem fólk hallast að þá eru uppþvottavélar heimilistæki sem eru jafn hversdagsleg og eðlileg og eldavélin í eldhúsinu.

Þreytist aldrei á útsýninu

Ragnheiður Linnet söngkona flutti fyrir einu og hálfu ári úr Vesturbænum í Árbæinn og hefur fundið sinn uppáhaldsstað á heimilinu.

Heldur ótrauð áfram á Hellnum

Guðrún Bergmann hótelhaldari á Hellnum á Snæfellsnesi hlaut titilinn Ferðafrömuður ársins á Ferðatorgi 2005. Eiginmaður hennar, Guðlaugur Bergmann varð bráðkvaddur á annan í jólum en hún heldur ótrauð áfram þeirri umhverfisvænu ferðaþjónustu sem þau höfðu byggt upp. Segir þó enn "við" en ekki "ég".

Hálendisskálar vinsælir

Þeir sem leggja leið sína um óbyggðir Íslands yfir sumarið þurfa mikla fyrirhyggju ef þeir ætla að gista í sæluhúsum, því þar er bekkurinn oft þétt skipaður.

Ísland vekur athygli

Nokkrir staðir á Íslandi meðal þeirra 1000 athyglisverðustu í heimi.

Áberandi gleraugu eða ósýnileg

Gleraugu er eitt af því sem tekur breytingum. Þar gætir tískunnar eins í flestu öðru sem við höfum í kringum okkur. Daníel Edelstein, sem rekur gleraugnaverslunina Augun okkar í Hagkaupshúsinu í Skeifunni, fylgist með stefnum og straumum.

Vinsælar og náttúrulegar vörur

Fyrirtækið Ljós og ilmur ehf. opnaði seint á síðasta ári og selur ýmsar vörur fyrir heimilið og gjafavöru, svo sem ilmkerti, reykelsi og slökunartónlist.

Forca Italia

Úr Háborg tískunnar Bergþór Bjarnason skrifar frá París

Komst inn á lóð með gervisprengju

Breska götublaðið <em>The Sun</em> segir að blaðamaður blaðsins hafi ekið óáreittur á sendiferðabíl með eftirlíkingu af sprengju í farteskinu inn á lóð Windsor-kastala, fram hjá kapellu heilags Georgs, þar sem Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles ganga í hjónaband á laugardaginn, og upp undir híbýli Elísabetar Bretadrottningar. Lögregla segist vera að kanna málið.

Endurbætt Lara Croft

Eidos fyrirtækið hefur lekið út upplýsingum um nýja Tomb Raider leikinn, þar á meðal nafni hans, persónum, breytingum á áherslum og fleira. Í Lara Croft Tomb Raider: Legend er farið aftur í rætur seríunnar þar sem Lara var að leita að fornmunum í hinum og þessum grafhýsum.

Call Of Duty 2 í vinnslu

Activision og fyrirtæki þeirra Infinity Ward er komnir aftur í gang og eru að vinna að Call of Duty 2, glænýjum stórleik sem inniheldur ringulreiðina og spennuna sem var til staðar í Seinni Heimsstyrjöldinni.  Þetta framhald af verðlaunaleiknum Call of Duty.

Kvikmyndahátíð sett í kvöld

Alþjóðleg kvikmyndahátíð verður sett formlega í Háskólabíói í kvöld og verður opnunarmynd hátíðarinnar <em>Motorcycle Diaries</em> eftir Brasilíumanninn Walter Salles, en hann er kominn sérstaklega til landsins til að vera viðstaddur sýninguna. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna í ár og hlaut verðlaun fyrir bestu tónlistina.

Langar að týnast á Íslandi

Leitin að sjálfum sér er lykilþemað í myndum leikstjórans Walters Salles, sem verður við frumsýningu nýjustu myndar sinnar í kvöld. Hann ákvað að framlengja dvöl sína á Íslandi því hann langar að týnast hér.

Sefur vært eða horfir í kring

Lystikerrum aftan í reiðhjólum bregður æ oftar fyrir á hjólastígum og strætum. Þar sitja börn og sofa vært eða virða fyrir sér útsýnið meðan foreldrarnir eða aðrir fullorðnir stíga petalana.

Mælt og borað, heflað og límt

Við hugsum ekki alltaf um það þegar við hlössum okkur niður í sófann eða rífum upp hurðirnar á skápnum hversu mörg handtök voru lögð í að búa þessi húsgögn til og önnur sem við höfum í kringum okkur. Þessu fá nemendur í húsgagnasmíði að kynnast. Við litum inn á verkstæði Iðnskólans í Reykjavík.

Verslingar mælskastir

Versló sigraði í ræðukeppni framhaldsskólanna þriðja árið í röð og verslingurinn Björn Bragi Arnarson hreppti titilinn ræðumaður Íslands annað árið í röð.

Bóklestur á undanhaldi

Verulega hefur dregið úr bók- og blaðalestri íslenskra barna á síðustu 35 árum. Þetta sanna nýlegar tölur í langtímarannsókn Þorbjörns Broddasonar prófessors um fjölmiðlanotkun barna og unglinga.

Skrjáfandi gíraffi

Í leikfangaverslunum má fá tuskudýr og bangsa sem eru sérhönnuð til að örva snertiþroska ungbarna.

Útivinnandi mæður ekki verri

Börn útivinnandi mæðra standa jafnfætis börnum heimavinnandi mæðra hvað varðar greind og félagslegan þroska, samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var í Bandaríkjunum.

Skrifar þriðju súpuna

Sigurjón Kjartansson, annar helmingur Tvíhöfða, situr nú sveittur við skriftir á nýrri þáttaröð af Svínasúpunni. Óvíst er þó hvenær þriðja þáttaröðin af Svínasúpunni verður sýnd en síðustu tvær nutu nokkurra hylli þegar þær voru sýndar á Stöð 2.

Woody Allen á kvikmyndahátíðinni

Iceland International Film festival 2005 hefst á fimmtudaginn og það eru enn að bætast spennandi titlar á dagskrána en nýjasta viðbótin er sjálfur meistari Woody Allen en nýjasta myndin hans, Melinda And Melinda, verður forsýnd á hátíðinni.

Svanhildur heimsótti Opruh

Svanhildur Hólm Valsdóttir verður væntanlega í forgrunni þegar sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey gefur Íslandi gaum í þætti sínum í liðnum Oprah Takes You Around the World á vormánuðum. Eins og alþjóð veit voru útsendarar Opruh á Íslandi nýlega að afla efnis um Ísland og íslenskar konur sem Ophra hyggst nota þegar hún mun fræða allar þær milljónir sem fylgjast með þætti hennar um land íss og elda og valkyrjurnar sem það byggja.

Daniel Craig næsti Bond

Tilkynnt var í dag um það hver verður arftaki Pierce Brosnans sem James Bond. Hafa framleiðendur myndanna um njósnahetjuna gert samning við breska leikarann Daniel Craig um að leika Bond í næstu þremur myndum. Craig er 37 ára og hefur leikið í mörgum myndum, meðal annars í myndinni Sylviu á móti Gwyneth Paltrow.

Minnist páfa með lagi á latínu

Menn fara ólíkar leiðir til að minnast páfa. Finnskur prófessor, sem þekktur er fyrir að syngja lög Elvis Presleys á latínu, hyggst senda frá sér nýtt lag á föstudag þegar páfi verður jarðaður.

Dagskrárstjóri Skjás eins til 365

Helgi Hermannsson dagskrárstjóri Skjás eins hefur verið ráðinn til starfa hjá 365. Verksvið Helga verður að veita forstöðu erlendum þróunarverkefnum fyrirtækisins.

Segir lopapeysur í tísku

Lopapeysur eru móðins segir tískulöggan Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem tók þátt að velja flottustu peysuna í keppni Áburðarverksmiðjunnar í dag.

Doom í farsíma

Doom leikirnir hafa verið brautryðjandi í gegnum tíðina fyrir skotleikjageirann en nú mun afbrigði af Doom sjást í farsímum í nánustu framtíð. Það sérstaka við þessa útgáfu er að leikurinn mun vera hlutverkaleikur gerður af einum höfunda Doom, John Carmack.

Halo 2 aukapakki á leiðinni

Miklar vangaveltur hafa verið undanfarið um aukapakka fyrir hinn vinsæla Halo 2 fyrir Xbox leikjavélina eftir að upplýsingar birtust fyrst á heimasíðu Microsoft í Kóreu og svo á Ebgames.com sem birti upplýsingar og verð á pakkanum en tók svo upplýsingarnar af síðunni.

50 Cent er skotheldur

Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gert samning við stórstjörnuna og rapparann 50 Cent um gerð á tölvuleik sem gefinn verður út seint á þessu ári. Í leiknum 50 Cent®: Bulletproof™, kemur höfðinginn sjálfur fram, en leikurinn verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angeles.

24 hertekur stafræna heiminn

Sony hafa tilkynnt um samning þeirra við Twentieth Century Fox um að færa sjónvarpsþáttinn ‘24’ yfir í leik fyrir PlayStation 2. ´24: The Game’, sem verður eflaust einn af ævintýra- og hasarleikjum ársins, gerir leikmönnum kleift að stýra og upplifa glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hans hjá CTU (Los Angeles Counter Terrorist Unit).

Simsararnir mála bæinn rauðann

Í þessum öðrum aukadisk fyrir vinsælasta leik heimsins eða The Sims 2, fá simsarnir loks tækifæri á að mála bæinn rauðann. Nú er tími til að láta námið eiga sig, henda skólabókunum lengst ofan í skúffu og leggja alla orku í að verða drottning eða konungur næturinnar.

Sjá næstu 50 fréttir