Áberandi gleraugu eða ósýnileg 7. apríl 2005 00:01 "Gleraugu virðast fara stækkandi fremur en hitt og það er einkum tvennt sem er ríkjandi í gleraugnatískunni," segir Daníel. "Það eru annars vegar þessi fínlegu, nánast ósýnilegu gleraugu. Þar eru engar umgjarðir heldur er bara borað í glerið til að festa hárfínar títaníum spangirnar á. Það er "Airweight Titanium" týpan og hún er mjög vinsæl núna. Hins vegar eru svo efnismiklar og dökkar plastumgjarðir, svolítið stórar. Það eru meira áberandi gleraugu og þau þykja mjög flott." Daníel selur tískuvöru frá Armani, Gucci, Karen Millen og Prada svo nokkuð sé nefnt en er líka með töff hágæðagleraugu með minna þekktum merkjum og kveðst leggja áherslu á lágt verð í öllum tilfellum. Hann segir glerin öll með glampavörn og er beðinn að útskýra hana nánar. "Glerin hleypa góðri birtu í gegn um sig en endurkasta litlu ljósi. Það er nauðsynleg við lestur og skjávinnu. Það þarf að taka tillit til viðfangsefna fólks. Þeir sem eru aktífir í golfi, hestamennsku, útivist og leik þurfa til dæmis sterkari gleraugu og sveigjanlegri en þeir sem lítið hreyfa sig." Daníel segir flesta þiggja leiðbeiningar við val á gleraugum en ýmsir hafi líka ákveðnar skoðanir þegar þeir komi. Hann segir það vissulega fara eftir andlitslagi fólks hvað henti hverjum og einum en formin séu líka óteljandi. "Þetta er alltaf smekksatriði en ef fólk sér umgjörð sem því finnst falleg en passar því svo ekki, þá er alltaf hægt að finna einhverja svipaða sem fer því vel," segir hann að lokum.Létt málmumgjörð frá Frakklandi.Mynd/E.ÓlDaníel Edelstein sjóntækjafræðingur segir engan vanda að finna gleraugu sem fari fólki vel.Mynd/E.ÓlDæmi um gleraugu sem sjást og setja svip á persónuna sem ber þau.Mynd/E.ÓlHér eru þessi fínlegu gleraugu með nettu títaníum spöngunum sem margir aðhyllast.Mynd/E.Ól Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Gleraugu virðast fara stækkandi fremur en hitt og það er einkum tvennt sem er ríkjandi í gleraugnatískunni," segir Daníel. "Það eru annars vegar þessi fínlegu, nánast ósýnilegu gleraugu. Þar eru engar umgjarðir heldur er bara borað í glerið til að festa hárfínar títaníum spangirnar á. Það er "Airweight Titanium" týpan og hún er mjög vinsæl núna. Hins vegar eru svo efnismiklar og dökkar plastumgjarðir, svolítið stórar. Það eru meira áberandi gleraugu og þau þykja mjög flott." Daníel selur tískuvöru frá Armani, Gucci, Karen Millen og Prada svo nokkuð sé nefnt en er líka með töff hágæðagleraugu með minna þekktum merkjum og kveðst leggja áherslu á lágt verð í öllum tilfellum. Hann segir glerin öll með glampavörn og er beðinn að útskýra hana nánar. "Glerin hleypa góðri birtu í gegn um sig en endurkasta litlu ljósi. Það er nauðsynleg við lestur og skjávinnu. Það þarf að taka tillit til viðfangsefna fólks. Þeir sem eru aktífir í golfi, hestamennsku, útivist og leik þurfa til dæmis sterkari gleraugu og sveigjanlegri en þeir sem lítið hreyfa sig." Daníel segir flesta þiggja leiðbeiningar við val á gleraugum en ýmsir hafi líka ákveðnar skoðanir þegar þeir komi. Hann segir það vissulega fara eftir andlitslagi fólks hvað henti hverjum og einum en formin séu líka óteljandi. "Þetta er alltaf smekksatriði en ef fólk sér umgjörð sem því finnst falleg en passar því svo ekki, þá er alltaf hægt að finna einhverja svipaða sem fer því vel," segir hann að lokum.Létt málmumgjörð frá Frakklandi.Mynd/E.ÓlDaníel Edelstein sjóntækjafræðingur segir engan vanda að finna gleraugu sem fari fólki vel.Mynd/E.ÓlDæmi um gleraugu sem sjást og setja svip á persónuna sem ber þau.Mynd/E.ÓlHér eru þessi fínlegu gleraugu með nettu títaníum spöngunum sem margir aðhyllast.Mynd/E.Ól
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira