Fleiri fréttir

Vinningshafi í Veðbankanum

Hlutskarpastur í Veðbanka ÍTV var Hjálmar Örn Guðmarsson með 35 stig og 12 flokka rétta. Viðtal verður við vinningshafann í Fréttablaðinu og hér á Vísi í þessari viku. Vísir, Icelandair og Landsbankinn þakkar öllum fyrir þátttökuna en um 9 þúsund manns tóku þátt.

Vill ástarsamband við þjóðina

Stórtenórinn Placido Domingo vonast til að taka upp ástarsamband við íslensku þjóðina þegar hann kemur hingað og syngur fyrir tónleikagesti í mars. Hann stefnir að því að hafa fjölbreytt lagaúrval á dagskránni og jafnvel eitthvað íslenskt.

Konsert handa George

Þarna er samankominn hópur frábærra músíkanta sem spila lög eftir Harrison af mikilli vináttu og kærleika. Fremstur er gamli vinur hans Eric Clapton sem stjórnar hljómsveitinni eins og herforingi...

Margra daga bolluhátíð

>Bolludagurinn er á morgun, en bolluát er ekki bundið við þann eina dag, heldur er þetta orðið margra daga hátíð.

Bolluvandaframleiðsla í tæp 70 ár

Margrét Sigurðardóttir, sem komin er á níræðisaldur, framleiðir bolluvendi. Framleiðslan hjá henni hefur staðið í tæp sjötíu ár og aldrei fallið niður. Hún segist reyndar þurfa að skipuleggja sig vel því hún hafi svo mikið að gera.

Brynja úr leik í Stjörnuleit

Sex keppendur eru nú eftir í Idol - Stjörnuleit. Í gær spreyttu sjö upprennandi söngstjörnur sig á lögum ættuðum úr Bítlabænum Keflavík og voru dómararnir á því að allir þáttakendurnir hefðu staðið sig vel. Engu að síður varð að fækka um einn og í gærkvöldi kvaddi Brynja Valdimarsdóttir frá Akranesi.

Hundar á tískusýningu

Úlpur í felulitum, æfingagallar og fleira var meðal þess sem hundar sýndu á tískusýningu í miðborg Reykjavíkur í dag. Íslenskur hönnuður hundafatnaðar hyggur á útflutning.

Rekin úr Idol og ráðin á PoppTíví

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus </strong>fylgir <strong>DV</strong> <strong>í dag</strong>. Að venju er af mörgu skemmtilegu að taka. Talað er við franska fegurðardís sem dansar með Ernu Ómars, mellur.net segja frá stríði sínu við feminísta og Idol-keppendur síðasta árs eru leitaðir uppi. Forsíðu blaðsins prýðir <strong>Elma Dögg Gonzalez</strong>, sem fólk ætti að kannast við úr Jing Jang á PoppTíví.

Frönsk bóhem-dansdrottning

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir DV</strong> í dag. Í blaðinu í dag er að finna viðtal við Elmu Dögg Gonzalez úr Jing Jang, komist er að því hver Dj Musician er og Egill Gillzenegger fjallar um muninn á hnökkum og treflum í pistlinum sínum Kallinn á kæjanum. Svo er viðtal við franska dansarann <strong>Alexöndru Gilbert</strong> sem dansar í Borgarleikhúsinu í kvöld 

Pétur með partýplötu ársins

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir DV</strong> í dag. Í blaðinu er að finna viðtal við pönkrokk hljómsveitina Innvortis, Idol-keppendurnir síðan í fyrra spurðir hvort eitthvað sé varið í keppnina og allt um rappveislu Robba Chronic í kvöld. Einnig er viðtal við tónlistarmanninn Pétur Eyvindsson sem gengur undir nafninu <strong>Dj Musician</strong> þegar hann spilar.

Kallinn á kæjanum

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus</strong> fylgir <strong>DV í dag</strong>. Hinn helmassaði ofurhnakki <strong>Egill Gilzenegger</strong> heldur áfram með pistlana sína, <strong>Kallinn á kæjanum</strong>. Í dag tekur hann fyrir þjóðfélagshópinn trefla. Hann lýsir treflunum af slíkri kostgæfni að flestir ættu að geta áttað sig á hvaða kaffihúsaspírur eru þar á ferð.

Sannkölluð rapporgía

Í kvöld verður allt troðfullt af röppurum á Nasa, bæði erlendum og innlendum. <strong>Masta Ace</strong>, sem er búinn að vera í bransanum í fimmtán ár og hefur starfað með helstu rappstjörnunum samtímans, er kominn til landsins og með honum í för er Wordsworth, sem sló í gegn í þáttunum Lyricist Lounge á MTV. Allt um það í <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>.

Rústaði Goyaverðlaununum

<strong>Fókus </strong>fylgir <strong>DV í dag </strong>og þar er eins og alltaf ítarleg umfjöllun um allar nýjustu bíómyndirnar sem eru komnar á Klakann. Þessa helgina eru Meet the Fockers, Million dollar baby, Assault on Precinct 13 og spænska myndin The Sea Inside, eða <strong>Mar Adentro</strong>, frumsýndar. Sú síðastnefnda vann fleiri Goya-verðlaun á Spáni en nokkur önnur mynd hefur gert.

Mellur í stríði við femínista

<strong>Fókus fylgir DV</strong> á föstudögum. Í blaðinu í dag er að m.a. að finna viðtal við nokkrar ísfirskar stelpur, sem halda úti vefsíðunni mellur.net. Þær lentu nýlega í útistöðum við femínista á netinu vegna nafngiftar síðunnar sinnar en þeim finnst mella vera sönn vinkona sem er alltaf til staðar og til í fíflaskap.

Innvortis finna ekki upp hjólið

<strong>Fókus fylgir DV</strong> á föstudögum. Í blaðinu er að finna margvíslegt efni, m.a. pistilinn hans Egils Gillzenegger, Kallinn á kæjanum, útvarpsstöðvar sem vantar að mati Fókus eru kynntar og djammkortið er á sínum stað. Einnig hina hressu pönkrokk hljómsveit Innvortis sem nýverið gaf út plötu.

Úr fangelsi aftur í sjónvarpið

Bandaríski lífsstílsgúrúinn Martha Stewart fer beint úr fangelsi í það að stýra raunveruleikaþætti svipuðum Lærlingaþáttum Donalds Trumps. Stewart var dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa blekkt rannsóknarmenn sem skoðuðu innherjaviðskipti hennar og lýkur hún afplánun í mars.

Þorrablót Pottorma í laugunum

Það var mikið um dýrðir í Laugardalslauginni í dag þar sem Pottormar héldu sitt árlega þorrablót. Fyrrverandi forsætisráðherra bauð upp á rótsterkt, kínverskt brennivín sem upphaflega hafði verið flutt inn sem hvítvín og lesið var bréf frá Monicu Lewinsky, fyrrverandi lærlingi í Hvíta húsinu.

Djass í stað jarms

Áttu í erfiðleikum með að sofna? Ef svo er, þá dugar skammt að telja kindur. Vísindamenn telja sig hins vegar hafa staðfest að það skipti sköpum að hlusta á róandi tónlist fyrir svefninn, til dæmis djass. Eftir aðeins fjörutíu og fimm mínútur eru flestir orðnir svo slakir að þeir eiga ekki í erfiðleikum með að festa blund.

Kennarar fari úr hippafötunum

Þær fréttir berast nú frá Danmörku að það sé fleira en verkföll sem geti dregið úr virðingu kennarastarfsins. Formaður Kennarafélags Kaupmannahafnar hefur nú vakið máls á því að klæðaburður kennara sé fyrir neðan allar hellur og dragi úr virðingu manna fyrir kennarastarfinu.

Yngri en hann virðist vera

George Clooney segir fólk oft halda að hann sé eldri en raunin er. Clooney er 43 ára og er því í rauninni aðeins þremur árum eldri en félagi sinn, Brad Pitt. Í nýju myndinni hans, Oceans Twelve er sena sem leikarinn lenti í alvörunni í.

Keflavíkurbær í Stjörnuleit

Þemað í Idol stjörnuleit í kvöld er Keflavík eða lög eftir tónlistarmenn frá Bítlabænum sjálfum. Gestadómari kvöldsins verður enginn annar en Rúnar Júlíusson. Mörgum þótti krakkarnir eiga erfitt með lög Sálarinnar í síðasta þætti svo það verður spennandi að sjá hvernig þeim tekst að fara með Keflavíkursmellina.

Spegill, spegill segðu mér ...

Franskt rafeindafyrirtæki vinnur að hönnnun spegils sem ætlað er að sýna fólki hvernig það lítur út í framtíðinni. Þannig getur spegillinn út frá gefnum forsendum til dæmis sagt þeim er lítur í hann hvernig kyrrseta, skyndibitafæði og stöðug áfengisdrykkja eiga eftir að setja mark sitt á andlit viðkomandi.

Ekki bara hopp og hí

"Þetta er mín leið til að koma af stað almennilegri deitmenningu hérlendis," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona sem mun kenna á námskeiðinu Daður og deit hjá Mími-símenntun nú í febrúar og leggur áherslu á að það sé ætlað báðum kynjum.

Kate kaupir íbúð í New York

Kate Winslet hefur keypt tæplega þriggja milljón dollara íbúð í New York. Hún keypti íbúðina með eiginmanni sínum, Sam Mendes.

Hrædd um að sonurinn æli á kjólana

Cate Blanchett þorir varla að máta kjóla frá dýrum hönnuðum fyrir Óskarsverðlaunin því hún er hrædd um að sonur sinn æli á þá.

Paris treystir ekki konum

Paris Hilton segist eiga fáar vinkonur en fleiri vini vegna þess hversu erfitt henni hefur reynst að treysta konum.

Áttu rómantískt kvöld saman

Brad Pitt og Jennifer Aniston sáust nýlega fara saman út að borða. Þau eyddu saman rómantískum kvöldverð á veitingastað í Vestur Hollywood.

Sólarljós gott gegn krabbameini

Allt er í heiminum hverfult. Þvert ofan í það sem áður var talið sýna tvær nýjar rannsóknir að sólarljós getur haft jákvæð áhrif gegn krabbameini og jafnvel stöðvað vöxt þess.

Hjálp! Ekkert úthald

Ég á konu og við erum þó nokkuð virk í kynlífinu þrátt fyrir fimmtán ára hjónaband. Við stundum kynlíf einu sinni til tvisvar í viku, af og til meira að segja oftar. Tímaritið Magasín fylgir DV á fimmtudögum.

Styrkir samband foreldris og barns

"Munurinn á okkar tónlistarnámi og öðru er að foreldrarnir eru alltaf með í tímunum hjá okkur," segir Anna Margrét Jóhannsdóttir hjá Suzuki tónlistarskólanum í Reykjavík. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Dóttirin algjör draumur

"Hún var bara stór miðað við hvað kúlan var lítil," segir Íris Björk Árnadóttir fyrrum fegurðardrottning sem eignaðist sitt annað barn 18. desember síðastliðinn. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Móðurhlutverkið það besta í heimi

"Móðurhlutverkið leggst æðislega í mig. Þetta er það besta í heimi, það er engin klisja," segir handboltakonan Ágústa Edda Björnsdóttir sem eignaðist soninn Sindra Dag þann 12. september árið 2003. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Ólýsanleg tilfinning

"Þetta er alveg rosalega gaman og eiginlega ólýsanleg tilfinning," segir Rósa Júlía Steinþórsdóttir viðskiptafræðingur og fótboltastjarna þegar hún er spurð út í móðurhlutverkið. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Barnabílstólar fyrir öll börn

"Við segjum að auknum þægindum fylgir oft meira öryggi," segir Árni Eyjólfsson eigandi barnavöruverslunarinnar Ólavíu og Oliver í Glæsibæ og vitnar þar í nýjan barnabílstól í versluninni. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> í dag.

Ungbarnanudd styrkir líkama og sál

"Ungbarnanudd er upprunnið í Indlandi en þar er hefð að nudda börnin," segir Elínborg Lárusdóttir sem kennir ungbarnanudd Elínborgar og bætir við að þaðan hafi nuddið borist til vesturlanda. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Paradís fyrir börn

"Við gefum okkur út fyrir að vera barnaskemmtistaður," segir Erna Reynisdóttir framkvæmdarstjóri Veraldarinnar okkar í Smáralind. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Assan Erna vinsælust

"Flestir krakkar þekkja dýrin en afkvæmin vilja oft ruglast á milli," segir Unnur Sigurþórsdóttir fræðslufulltrúi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Fjör þegar margir mæta saman

"Hér geta börnin leikið sér á meðan mamma og pabbi versla," segir Hólmfríður B. Petersen rekstarstjóri Ævintýralands Kringlunnar. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum.

Gengur bara betur næst

"Við þrjár erum duglegar að hittast enda búum við ekkert svo langt frá hvorri annarri," segir Birna Ósk Hansdóttir eiginkona Einars Arnar Jónssonar landsliðsmanns í handbolta. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir <strong>DV</strong> á fimmtudögum

Brando hafnaði Corleone

Leikarinn Marlon Brando hafnaði því ítrekað að taka að sér hlutverk Don Corleone í kvikmyndinni sígildu Guðfaðirinn, áður en hann loksins lét undan. Þessu heldur vinur hans til langs tíma, Budd Schulberg, fram í nýjasta tölublaði tímaritsins Vanity Fair.

600 þúsund bollur

Bolludagurinn er á mánudag. Mikil aukning hefur orðið í bollusölu bakaríanna á síðustu árum. Sum bakaríin tóku forskot á sæluna og byrjuðu um síðustu helgi. Algengt er að bakarar bæti við sig mannskap til að anna eftirspurn. Vatnsdeigsbollan er í stöðugri sókn. </font /></b />

Fékk sjónina aftur eftir aðgerðir

Íris var komin með minna en 20% sjón og stefndi hraðbyri í að verða blind vegna arfgengs sjúkdóms. Þá fékk hún gefins hornhimnur, aðra frá Danmörku, hina frá Bandaríkjunum. Hún fór í tvær aðgerðir og fékk sjónina aftur. </font /></b />

Mugison kom, sá og sigraði

Tónlistarmaðurinn Mugison kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í kvöld og fór heim með fern verðlaun. Mugison sigraði í flokkunum besta poppplatan, besta lagið, besta plötuumslagið og vinsælasti flytjandinn en kosning í síðasttalda flokknum fór fram hér á Vísi.

Silence of the Grave kemur út í vor

Skáldsagan Grafarþögn eftir Arnald Indriðason kemur út í Bretlandi í vor. Þetta er ekki fyrsta bókin sem Arnaldur gefur út á breskum markaði því í fyrrasumar gaf hann út Mýrina hjá útgáfunni Harvill Press. Sú bók fékk mikið lof gagnrýnenda.

Sjá næstu 50 fréttir