Lífið

Yngri en hann virðist vera

George Clooney segir fólk oft halda að hann sé eldri en raunin er. Clooney er 43 ára og er því í rauninni aðeins þremur árum eldri en félagi sinn, Brad Pitt. Í nýju myndinni hans, Oceans Twelve er sena sem leikarinn lenti í alvörunni í. "Þetta kom í alvörunni fyrir mig, við settum þetta inn í handritið því þegar við vorum á Ítalíu á síðasta ári sagði yngri stelpa við mig: "George, hvað ertu gamall?" Ég spurði hana þeirri heimskulegu spurningu hvað hún héldi að ég væri gamall. Hún sagði: "Fimmtugur?", og ég sagði: "Heldurðu í alvörunni að ég sé fimmtugur?", þá sagði hún: "Uuu ertu fimmtíu og eins?" Steven Soderbergh fannst þetta sniðugt í myndina," sagði Clooney.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.