Lífið

Assan Erna vinsælust

"Flestir krakkar þekkja dýrin en afkvæmin vilja oft ruglast á milli," segir Unnur Sigurþórsdóttir fræðslufulltrúi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Fræðsludeild garðanna stendur fyrir námskeiðum fyrir skólabekki sem eru orðin afar vinsæl. "Við bjóðum upp á vinnumorgna fyrir 6. bekk. Þá koma krakkarnir og hjálpa okkur með dýrin. Þessi námskeið hafa verið afar vinsæl og eru þá í gegnum barnaskólana." Í húsdýragarðinum eru einnig haldin skynfæranámskeið fyrir 8 ára bekkina. Þá læra börnin muninn á rándýrum og grasætum. "Við röltum í gegnum garðinn og spjöllum og borðum nesti," segir Unnur og bætir við að allir geti pantað svona leiðsögn, ratleiki og fleira skemmtilegt. Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.