Pétur með partýplötu ársins 13. október 2005 15:31 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Í blaðinu er að finna viðtal við pönkrokk hljómsveitina Innvortis, Idol-keppendurnir síðan í fyrra spurðir hvort eitthvað sé varið í keppnina, viðtal við franska dansarann Alexöndru Gilbert og Robbi Chronic stendur fyrir rappveislu á Nasa í kvöld. Einnig er viðtal við tónlistarmanninn Pétur Eyvindsson sem gengur undir nafninu Dj Musician þegar hann spilar. Dj Musician kemur fram ásamt Jóhanni Jóhannssyni og gítarleikaranum Fennesz á tónleikum í KlinK og BanK í kvöld. Tónlistarmaðurinn Pétur Eyvindsson gengur einnig undir nafninu Dj Musician en það er nafnið sem hann notar þegar hann spilar tónlist. Hann er bæði með sólóferil og er í hljómsveitinni Vindva Mei. Gera allt sjálfir "Ég er búinn að vera í tónlist síðan ég var bara patti," segir Pétur. "Annars erum við tveir í Vindva Mei, ég og Rúnar Magnússon. Við erum líka tveir saman með útgáfufyrirtækið White Label. Það er nú kannski ekkert "fyrirtæki" þannig, það eru nú bara eiginlega við. En þetta er nú samt útgáfufyrirtækið okkar. Við höfum verið að gefa út Vindva Mei, Dj Musician og sólóplötur sem Rúnar hefur verið að gera." En Rúnar gerði þrjár sólóplötur sem komu út á einu bretti í september í fyrra. Aukaatriði hvað þetta er kallað. Vindva Mei gaf út plötu 2000 og svo aftur tvær 2003. "Það var þá sem við störtuðum White Label. Þetta er tilraunakennt rafdæmi hjá okkur. Við erum ekki að fylgja neinni ákveðinni stefnu eða eitthvað svoleiðis. Þetta er bara það sem okkur dettur í hug það og það skiptið. Þetta er titlað sem raftónlist en við erum ekkert að hugsa um það, hvað þetta er kallað er aukaatriði hjá okkur. Við notum bæði tölvur og hljóðfæri. Þetta er náttúrulega allt unnið í tölvu, bara mismikið. En við notum líka hljóðfæri." Pétri finnst voðalega erfitt að segja hvernig tónlistin sé sem hann spili sem Dj Musician. "Ég get sko eiginlega bara haft eftir það sem aðrir hafa sagt. Bæði hjá Mogganum og DV var þetta titlað sem teknó," segir Pétur hlæjandi. Vinur minn er plötuspilari Platan sem hann gaf út í fyrra "My friend is a record player" er búin að vera að fá dúndurgóða dóma allsstaðar. Meðal annars gáfu gagnrýnendur Fókus henni fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum og sögðu hana vera frábæra partýplötu. "Það er náttúrulega alveg frábært hvað platan er búin að vera að fá góða dóma. Það er mjög gleðilegt. Ég get samt ekki sagt að þetta hafi gert neitt mikið fyrir mig þannig. Nema bara það að það er gaman að þessu." Afganginn af viðtalinu, djammkortið, umfjöllun um Meet the Fockers, úttekt á Ben Stiller og margt fleira er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag. Menning Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Í blaðinu er að finna viðtal við pönkrokk hljómsveitina Innvortis, Idol-keppendurnir síðan í fyrra spurðir hvort eitthvað sé varið í keppnina, viðtal við franska dansarann Alexöndru Gilbert og Robbi Chronic stendur fyrir rappveislu á Nasa í kvöld. Einnig er viðtal við tónlistarmanninn Pétur Eyvindsson sem gengur undir nafninu Dj Musician þegar hann spilar. Dj Musician kemur fram ásamt Jóhanni Jóhannssyni og gítarleikaranum Fennesz á tónleikum í KlinK og BanK í kvöld. Tónlistarmaðurinn Pétur Eyvindsson gengur einnig undir nafninu Dj Musician en það er nafnið sem hann notar þegar hann spilar tónlist. Hann er bæði með sólóferil og er í hljómsveitinni Vindva Mei. Gera allt sjálfir "Ég er búinn að vera í tónlist síðan ég var bara patti," segir Pétur. "Annars erum við tveir í Vindva Mei, ég og Rúnar Magnússon. Við erum líka tveir saman með útgáfufyrirtækið White Label. Það er nú kannski ekkert "fyrirtæki" þannig, það eru nú bara eiginlega við. En þetta er nú samt útgáfufyrirtækið okkar. Við höfum verið að gefa út Vindva Mei, Dj Musician og sólóplötur sem Rúnar hefur verið að gera." En Rúnar gerði þrjár sólóplötur sem komu út á einu bretti í september í fyrra. Aukaatriði hvað þetta er kallað. Vindva Mei gaf út plötu 2000 og svo aftur tvær 2003. "Það var þá sem við störtuðum White Label. Þetta er tilraunakennt rafdæmi hjá okkur. Við erum ekki að fylgja neinni ákveðinni stefnu eða eitthvað svoleiðis. Þetta er bara það sem okkur dettur í hug það og það skiptið. Þetta er titlað sem raftónlist en við erum ekkert að hugsa um það, hvað þetta er kallað er aukaatriði hjá okkur. Við notum bæði tölvur og hljóðfæri. Þetta er náttúrulega allt unnið í tölvu, bara mismikið. En við notum líka hljóðfæri." Pétri finnst voðalega erfitt að segja hvernig tónlistin sé sem hann spili sem Dj Musician. "Ég get sko eiginlega bara haft eftir það sem aðrir hafa sagt. Bæði hjá Mogganum og DV var þetta titlað sem teknó," segir Pétur hlæjandi. Vinur minn er plötuspilari Platan sem hann gaf út í fyrra "My friend is a record player" er búin að vera að fá dúndurgóða dóma allsstaðar. Meðal annars gáfu gagnrýnendur Fókus henni fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum og sögðu hana vera frábæra partýplötu. "Það er náttúrulega alveg frábært hvað platan er búin að vera að fá góða dóma. Það er mjög gleðilegt. Ég get samt ekki sagt að þetta hafi gert neitt mikið fyrir mig þannig. Nema bara það að það er gaman að þessu." Afganginn af viðtalinu, djammkortið, umfjöllun um Meet the Fockers, úttekt á Ben Stiller og margt fleira er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag.
Menning Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira