Lífið

Brando hafnaði Corleone

Leikarinn Marlon Brando hafnaði því ítrekað að taka að sér hlutverk Don Corleone í kvikmyndinni sígildu Guðfaðirinn, áður en hann loksins lét undan. Þessu heldur vinur hans til langs tíma, Budd Schulberg, fram í nýjasta tölublaði tímaritsins Vanity Fair. Brando, sem var áttræður þegar hann lést í júlí í fyrra, sagðist ekki hafa áhuga á að upphefja mafíuna og þverneitaði að taka að sér hlutverkið. Það var ekki fyrr en aðstoðarmaður leikarans, Alice Marchak grátbað hann um að lesa bókina um Guðföðurinn að hann lét á endanum til leiðast, þrátt fyrir að hafa á tímabili fleygt bókinni í hana bálreiður. Umsnúningur Brando átti sér stað eftir að hann hafði prófað að mála á sig yfirvaraskegg vegna hlutverksins. Spurði hann þá Marchak hvernig hann liti út. Brando vann sín önnur Óskarsverðlaun fyrir hlutverkið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.