Innvortis finna ekki upp hjólið 13. október 2005 15:31 Fókus fylgir DV á föstudögum. Í blaðinu er að finna margvíslegt efni. Í blaði vikunnar er að finna pistilinn hans Egils Gillzenegger, Kallinn á kæjanum, útvarpsstöðvar sem vantar að mati Fókus eru kynntar og djammkortið er á sínum stað. Einnig er viðtal við hressu pönkrokk hljómsveitina Innvortis sem nýverið gaf út plötu. Innvortis er pönkrokk hljómsveit sem hefur verið starfandi frá 1996. Þeir hafa gefið út tvær plötur sem heita Kemur & fer og Andrea. Kemur og fer kom út árið 1998 en Andrea er nýkomin út eftir langa fæðingu. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Snæbjörn Ragnarsson söngvari og gítarleikari, Eggert Hilmarsson bassaleikari, Björgvin Sigurðsson gítarleikari og Daníel Viðar Elíasson trommari. "Hljómum eins og Hanna Valdís." Innvortis var með duglegri tónleikasveitum á síðasta ári en hefur verið í "fæðingarorlofi" undanfarna mánuði þar sem Daníel eignaðist dóttur á síðasta ári. Þeir eru loks byrjaðir að æfa aftur og ætla að fylgja plötunni eftir með spileríi. Strákarnir spila mikla gleðitónlist. "Það má eiginlega segja að þetta sé popp sem er spilað mjög hratt," segir Eggert. "Þetta er ekkert ósvipað Bad Religion og NoFx. Við gerum okkur algjörlega grein fyrir því að við erum ekki að finna upp hjólið. Við erum bara að búa til tónlist og hafa gaman að þessu. Þetta er bara old school pönkrokk. Þó að við séum að spila oftast fyrir harðkjarnaliðið þá erum við örugglega meira svona popphljómsveit. Við hljómum bara eins og Hanna Valdís við hliðina á þessum ekta hardcore gæjum." "Stagedævað" beint á smettið Innvortis er fátæk hljómsveit eins og flestar aðrar íslenskar hljómsveitir. Þeir fá eiginlega aldrei borgað fyrir að spila einhversstaðar nema í bjór. "En við erum alls ekki að kvarta yfir því. Okkur finnst bjór mjög góður þannig að þetta er alveg fínt. Málið er náttúrulega bara það að það eru mjög litlir peningar í þessu hér á landi. Það er alveg undantekning að maður fái borgað," segir Eggert. Strákunum finnst líka yfirleitt mjög gaman að spila á "all ages" tónleikum. "Krakkarnir sleppa sér alveg og það verður allt brjálað. Maður er oft í stórhættu og blár og marinn eftir tónleika, þetta eru rosaleg átök. Snæbjörn átti líka stórleik einu sinni þegar við vorum að spila í Hinu Húsinu. Hann ákvað að hann ætlaði að "stagediva" en svo greip hann bara enginn. Það var alveg hrikalega fyndið. Hann meiddi sig samt mjög mikið og var alveg að drepast í fleiri vikur," segir Eggert og hlær. Það er greinilegt að strákarnir eru hressir og ekki að stressa sig á hlutunum. Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Fókus fylgir DV á föstudögum. Í blaðinu er að finna margvíslegt efni. Í blaði vikunnar er að finna pistilinn hans Egils Gillzenegger, Kallinn á kæjanum, útvarpsstöðvar sem vantar að mati Fókus eru kynntar og djammkortið er á sínum stað. Einnig er viðtal við hressu pönkrokk hljómsveitina Innvortis sem nýverið gaf út plötu. Innvortis er pönkrokk hljómsveit sem hefur verið starfandi frá 1996. Þeir hafa gefið út tvær plötur sem heita Kemur & fer og Andrea. Kemur og fer kom út árið 1998 en Andrea er nýkomin út eftir langa fæðingu. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Snæbjörn Ragnarsson söngvari og gítarleikari, Eggert Hilmarsson bassaleikari, Björgvin Sigurðsson gítarleikari og Daníel Viðar Elíasson trommari. "Hljómum eins og Hanna Valdís." Innvortis var með duglegri tónleikasveitum á síðasta ári en hefur verið í "fæðingarorlofi" undanfarna mánuði þar sem Daníel eignaðist dóttur á síðasta ári. Þeir eru loks byrjaðir að æfa aftur og ætla að fylgja plötunni eftir með spileríi. Strákarnir spila mikla gleðitónlist. "Það má eiginlega segja að þetta sé popp sem er spilað mjög hratt," segir Eggert. "Þetta er ekkert ósvipað Bad Religion og NoFx. Við gerum okkur algjörlega grein fyrir því að við erum ekki að finna upp hjólið. Við erum bara að búa til tónlist og hafa gaman að þessu. Þetta er bara old school pönkrokk. Þó að við séum að spila oftast fyrir harðkjarnaliðið þá erum við örugglega meira svona popphljómsveit. Við hljómum bara eins og Hanna Valdís við hliðina á þessum ekta hardcore gæjum." "Stagedævað" beint á smettið Innvortis er fátæk hljómsveit eins og flestar aðrar íslenskar hljómsveitir. Þeir fá eiginlega aldrei borgað fyrir að spila einhversstaðar nema í bjór. "En við erum alls ekki að kvarta yfir því. Okkur finnst bjór mjög góður þannig að þetta er alveg fínt. Málið er náttúrulega bara það að það eru mjög litlir peningar í þessu hér á landi. Það er alveg undantekning að maður fái borgað," segir Eggert. Strákunum finnst líka yfirleitt mjög gaman að spila á "all ages" tónleikum. "Krakkarnir sleppa sér alveg og það verður allt brjálað. Maður er oft í stórhættu og blár og marinn eftir tónleika, þetta eru rosaleg átök. Snæbjörn átti líka stórleik einu sinni þegar við vorum að spila í Hinu Húsinu. Hann ákvað að hann ætlaði að "stagediva" en svo greip hann bara enginn. Það var alveg hrikalega fyndið. Hann meiddi sig samt mjög mikið og var alveg að drepast í fleiri vikur," segir Eggert og hlær. Það er greinilegt að strákarnir eru hressir og ekki að stressa sig á hlutunum.
Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira