Lífið

Fjör þegar margir mæta saman

"Hér geta börnin leikið sér á meðan mamma og pabbi versla," segir Hólmfríður B. Petersen rekstarstjóri Ævintýralands Kringlunnar. Í Ævintýralandi er risa kastali á þremur hæðum, málarahorn, leiksvið, leikjatölva, lestré og fjölbreytt úrval af leikföngum. Hólmfríður segir börnin alls ekki hafa mestan áhuga á tölvunni. "Yfirleitt vilja þau vera sem lengst í kastalanum en þegar þau eru orðin þreytt og sveitt finnst þeim gott að hvíla sig í tölvunni en aðal áhuginn liggur ekki í henni." Hólmfríður segir afmælisveislurnar afar vinsælar en öll börn á aldrinum þriggja til níu ára eru velkomin í Ævintýraland. "Hér eru afmælisveislur á hverjum degi og þá er alltaf mikið um fjör og stuð enda alltaf skemmtilegast þegar margir sem þekkjast koma saman." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.