Fleiri fréttir

Álftanes vann oddaleikinn í Hornafirði

Álftanes vann Sindra í oddaleik undanúrslitanna í úrslitakeppni fyrstu deildar karla með þriggja stiga sigri, 77-80. Álftanes og Höttur mætast í úrslitaleiknum um síðasta lausa sætið í Subway-deild karla.

Logi Gunnars: Væri geggjað að fá Keflavík

Njarðvík er komið áfram í undanúrslit eftir að hafa sópað KR-ingum út úr úrslitakeppni Subway-deildar karla, 3-0. Njarðvíkingar unnu KR 91-63 í þriðja og síðasta leik einvígisins. Fyrirliðinn Logi Gunnarsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld.

Lögmál leiksins: Nei eða já

Lögmál leiksins er á dagskrá alla mánudaga á Stöð 2 Sport þar sem helstu NBA sérfræðingar landsins ræða körfuboltann vestanhafs. Í gær voru Kjartan Atli, Sigurður Orri, Tommi Steindórs og Hörður Unnsteins að velta steinum í dagskrárliðnum nei eða já.

Baldur Þór: Stál í stál í seinni hálfleik

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var sáttur með sigur sinna manna gegn Keflvíkinum í í kvöld. Stólarnir eru nú með 2-1 forystu í einvíginu og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Sara og stöllur sendar í sumarfrí

Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur hennar í Phoenix Constanta eru komnar í sumarfrí eftir sex stiga tap gegn Sepsi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum rúmensku deildarinnar í körfubolta í kvöld, 76-70.

Lögmál leiksins: Eldaði með mygluðu hráefni

Frank Vogel var í nótt rekinn frá LA Lakers eftir slakt gengi liðsins á tímabilinu í NBA deildinni. Liðið missti af úrslitakeppninni og endaði í 11. sæti vesturdeildar. Brottrekstur Vogel verður meðal umræðuefna í Lögmálum leiksins sem verða á dagskrá klukkan 20:40 á Stöð 2 Sport 2.

Fékk 40 milljónir króna á 8 sekúndum

Jrue Holiday, leikmaður Bucks, er 306 þúsund dollurum ríkari í dag en í gær en það jafngildir tæplega 40 milljónum króna. Holiday er með bónus ákvæði í samningi sínum við Bucks sem varð virkt eftir að hann spilaði í átta sekúndur gegn Cleveland Cavaliers í nótt.

Doncic gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni

Lokaumferð NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem öll lið áttu leiki. Luka Doncic, leikmaður Mavericks neyddist til að fara meiddur af leikvelli í sigri liðsins. Hér má finna öll helstu úrslit næturnar í vestur hluta deildarinnar.

Úrslit næturinnar í NBA

Lokaumferðin í deildarkeppni NBA deildarinnar var leikin í nótt þar sem öll lið deildarinnar spiluðu. Hér má sjá öll úrslit austurhluta deildarinnar og hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 86-85 Þór Þorlákshöfn | Háspenna í Grindavík

Grindavík tók á móti Þórsurum í leik tvö í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar í kvöld. Fyrri leikur liðanna var jafn og spennandi allan tímann þar sem Þórsarar sigldu fram úr á lokasprettinum. Það var svipað uppá teningnum í kvöld nema nú tókst heimamönnum að snúa lukkunni sér í hag og kláruðu leikinn með ótrúlegri sigurkörfu frá EC Matthews, lokatölur í Grindavík 86-85.

Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn

„Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur.

Tóku til í stúkunni eftir tap

Keflavík jafnaði einvígið gegn Tindastól í úrslitakeppni Subwaydeildarinnar í gærkvöldi með góðum sigri á heimavelli. Tapið stöðvaði þó ekki vaska stuðningsmenn Tindastóls í því að ganga vel frá eftir sig og fengu þeir verskuldað hrós fyrir.

NBA í nótt: Nets upp fyrir Cavaliers

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og flestar nætur þessi dægrin því úrslitakeppnin nálgast. Brooklyn Nets unnu mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í austurdeildinni.

Umfjöllun: Kefla­vík – Tinda­stóll 92-75 | Heima­menn svöruðu og einvígið er jafnt

Keflavík og Tindastóll mættust í öðrum leik liðanna í einvígi sínu í 8-liða úrslitum í Subway deild karla fyrr í kvöld. Mikið var undir, sérstaklega fyrir Keflavík, þar sem lið vinna sjaldan upp tveggja leikja mun í einvigjum í úrslitakeppninni í körfubolta. Keflvíkingar svöruðu síðasta leik og unnu 92-75 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu.

Sara Rún og stöllur hennar með bakið upp við vegg eftir skell

Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta máttu þola 19 stiga tap er liðið heimsótti Sepsi í undanúrslitum rúmensku deildarinnar í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 75-56 og Sepsi leiðir einvígið því 2-0 eftir nauman sigur í gær.

Sara Rún stigahæst í naumu tapi

Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta þurftu að sætta sig við sjö stiga tap er liðið heimsótti Sepsi í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum rúmensku deildarinnar í körfubolta í dag, 75-68.

Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny

„Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 99-90 KR | Deildarmeistararnir náðu loks að leggja KR

Deildarmeistarar Njarðvíkur tóku á móti KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hart var tekist á. Alvöru úrslitakeppnisleikur hér í kvöld og rífandi stemming í húsinu. KR-ingar hafa haft gott tak á Njarðvíkingum í vetur og völtuðu yfir þá síðast þegar liðin mættust, svo það má segja það hafi verið smá pressa á deildarmeisturunum fyrir þennan leik.

Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur ekki riðið sérlega feitum hesti frá viðureignum sínum gegn uppeldisfélaginu KR, en fyrir leikinn í kvöld hafði hann tapað 13 af 14 síðustu leikjum gegn þeim, þar af báðum leikjunum í deildinni í vetur og seinni leiknum ansi illa. Það var annað uppi á teningnum í kvöld og því lá beinast við að spyrja hvort Benni væri loksins búinn að ná að kveða niður KR-grýluna.

Sjá næstu 50 fréttir