Doncic gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni Atli Arason skrifar 11. apríl 2022 08:31 Luka Doncic gæti misst af fyrstu leikjum úrslitakeppninnar. Getty Images Lokaumferð NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem öll lið áttu leiki. Luka Doncic, leikmaður Mavericks neyddist til að fara meiddur af leikvelli í sigri liðsins. Hér má finna öll helstu úrslit næturnar í vestur hluta deildarinnar. San Antonio Spurs 120 – 130 Dallas Mavericks Einn besti leikmaður deildarinnar, Luka Doncic hjá Mavericks, fór meiddur af leikvelli og þátttaka hans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar er í uppnámi eftir 10 stiga sigur Maverics á Spurs í nótt. Doncic neyddist til að hætta keppni undir lok þriðja leikhluta vegna meiðsla í kálfa en Doncic endaði leikinn samt stiga-, stoðsendinga-, og frákastahæstur í liði Mavericks með 26 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mavericks hafði þegar tryggt sér fjórða sæti vesturdeildarinnar fyrir leikinn og enda deildarkeppnina í fjórða sæti. Mavericks mun því mæta Utah Jazz í úrslitakeppninni, mögulega án Doncic. San Antonio Spurs náði 10. sæti vesturdeildar og fara í gegnum undankeppnina þar sem þeir mæta New Orleans Pelicans í fyrstu umferð. LA Lakers 146 – 141 Denver Nuggets LeBron lausir Lakers menn unnu 5 stiga sigur á Nuggets eftir framlengdan leik. Malik Monk og Austin Reaves, leikmenn Lakers, settu báðir persónulegt stigamet í þessum leik. Monk með 41 og Reaves með 31. Sigurinn þýðir hins vegar lítið fyrir Lakers þar sem liðið var nú þegar búið að missa af úrslitakeppninni og LeBron og félagar eru því komnir í sumarfrí. Denver Nuggets enda tímabilið hins vegar í sjötta sæti og mun mæta Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Golden State Warriors 128 – 107 New Orleans Pelicans Klay Thompson skoraði 41 stig þegar Warrios tryggði sér þriðja sæti austurdeildar með 21 stiga sigri á Pelicans. Warriors fær því Nuggets í úrslitakeppninni á meðan Pelicans mætir Spurs. Oklahoma City Thunder 88 – 138 LA Clippers Amir Coffey, leikmaður Clippers, skoraði 32 stig í 50 stiga sigri á Thunder. Coffey hefur aldrei áður skorað jafn mikið í einum leik en Coffey tók þar að auki 13 fráköst. Clippers mætir Timberwolves í undankeppni úrslitakeppninnar og sigurvegari úr þeirri viðureign mun leika gegn Grizzlies í úrslitakeppninni. Thunder lýkur hins vegar keppni í fjórtánda sæti deildarinnar. Sacramento Kings 116 – 109 Pheonix Suns Topplið Suns gat leyft sér að hvíla sína bestu leikmenn fyrir úrslitakeppnina en liðið hafði þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildar. Landry Shamet, leikmaður Suns, var stigahæsti leikmaður vallarins í leiknum. Suns mætir annaðhvort Timberwolves, Clippers, Pelicans eða Spurs í úrslitakeppninni, eftir því hvernig liðunum gegnur í undankeppninni. Utah Jazz 111 – 80 Portland Trail Blazers Juancho Hernangomez gerði 22 stig fyrir Jazz þegar liðið vann 31 stiga sigur á Trail Blazers. Jazz mætir Mavericks í úrslitakeppninni en Trail Blazers fer í sumarfrí. NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Sjá meira
San Antonio Spurs 120 – 130 Dallas Mavericks Einn besti leikmaður deildarinnar, Luka Doncic hjá Mavericks, fór meiddur af leikvelli og þátttaka hans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar er í uppnámi eftir 10 stiga sigur Maverics á Spurs í nótt. Doncic neyddist til að hætta keppni undir lok þriðja leikhluta vegna meiðsla í kálfa en Doncic endaði leikinn samt stiga-, stoðsendinga-, og frákastahæstur í liði Mavericks með 26 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mavericks hafði þegar tryggt sér fjórða sæti vesturdeildarinnar fyrir leikinn og enda deildarkeppnina í fjórða sæti. Mavericks mun því mæta Utah Jazz í úrslitakeppninni, mögulega án Doncic. San Antonio Spurs náði 10. sæti vesturdeildar og fara í gegnum undankeppnina þar sem þeir mæta New Orleans Pelicans í fyrstu umferð. LA Lakers 146 – 141 Denver Nuggets LeBron lausir Lakers menn unnu 5 stiga sigur á Nuggets eftir framlengdan leik. Malik Monk og Austin Reaves, leikmenn Lakers, settu báðir persónulegt stigamet í þessum leik. Monk með 41 og Reaves með 31. Sigurinn þýðir hins vegar lítið fyrir Lakers þar sem liðið var nú þegar búið að missa af úrslitakeppninni og LeBron og félagar eru því komnir í sumarfrí. Denver Nuggets enda tímabilið hins vegar í sjötta sæti og mun mæta Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Golden State Warriors 128 – 107 New Orleans Pelicans Klay Thompson skoraði 41 stig þegar Warrios tryggði sér þriðja sæti austurdeildar með 21 stiga sigri á Pelicans. Warriors fær því Nuggets í úrslitakeppninni á meðan Pelicans mætir Spurs. Oklahoma City Thunder 88 – 138 LA Clippers Amir Coffey, leikmaður Clippers, skoraði 32 stig í 50 stiga sigri á Thunder. Coffey hefur aldrei áður skorað jafn mikið í einum leik en Coffey tók þar að auki 13 fráköst. Clippers mætir Timberwolves í undankeppni úrslitakeppninnar og sigurvegari úr þeirri viðureign mun leika gegn Grizzlies í úrslitakeppninni. Thunder lýkur hins vegar keppni í fjórtánda sæti deildarinnar. Sacramento Kings 116 – 109 Pheonix Suns Topplið Suns gat leyft sér að hvíla sína bestu leikmenn fyrir úrslitakeppnina en liðið hafði þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildar. Landry Shamet, leikmaður Suns, var stigahæsti leikmaður vallarins í leiknum. Suns mætir annaðhvort Timberwolves, Clippers, Pelicans eða Spurs í úrslitakeppninni, eftir því hvernig liðunum gegnur í undankeppninni. Utah Jazz 111 – 80 Portland Trail Blazers Juancho Hernangomez gerði 22 stig fyrir Jazz þegar liðið vann 31 stiga sigur á Trail Blazers. Jazz mætir Mavericks í úrslitakeppninni en Trail Blazers fer í sumarfrí.
NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Sjá meira