Körfubolti

Baldur Þór: Stál í stál í seinni hálfleik

Ísak Óli Traustason skrifar
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega kátur eftir sigur kvöldsins.
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega kátur eftir sigur kvöldsins. vísir/bára

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var sáttur með sigur sinna manna gegn Keflvíkinum í í kvöld. Stólarnir eru nú með 2-1 forystu í einvíginu og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

„Þetta var svakalegur leikur, framlenging og allur pakinn, eins og úrslitakeppnin á að vera og ér bara ánægður að þetta lenti okkar megin,“ sagði Baldur.

Zoran Vrkic, leikmaður Tindastóls, skoraði körfuna sem tryggði sigurinn í leiknum þegar 1 sekúnda var eftir.

„Þetta var það sem við teiknuðum upp, við ætluðum að láta Zoran eða JB (Javon Bess) fá boltann þarna og sækja á Milka og það gekk í þetta skiptið,“ sagði Baldur.

„Ég er mjög ánægður að vinna, það er fullt af hlutum sem við getum gert betur og við þurfum að vera betri en þetta,“ sagði Baldur.

Tindastóll getur tryggt sér sigur í seríunni með því að vinna næsta leik í Keflavík. Aðspurður út í það hvað Tindastóll þarf að gera betur til að sigra næsta leik svaraði Baldur að „Darius er með 30 stig sem dæmi og það er allt of mikið.“

„Við erum með vilja og það er ákefð í þessu, menn eru að henda sér á lausa bolta og oft er það sem skiptir miklu máli í þessu, að menn séu með það til staðar,“ sagði Baldur.

„Það er ekki hægt að segja að neinn maður sé ekki fókuseraður að ná árangri í þessu liði eins og staðan er í dag,“ sagði Baldur.

„Við hefðum geta verið búnir að búa til meira forskot þegar við vorum að leiða leikinn og síðan var þetta stál í stál í seinni hálfleik,“ sagði Baldur að lokum.

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×