Körfubolti

Lokadagur NBA deildarinnar í dag: Þetta getur gerst

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Giannis Antetokounmpo
Giannis Antetokounmpo EPA-EFE/Peter Foley

Síðasti leikdagur NBA tímabilsins er í kvöld og nótt. Margt getur enn breyst og eru einvígi úrslitakeppninnar ekki enn klár. Öll lið deildarinnar spila leik í kvöld.

Í Austurdeildinni hafa Miami Heat tryggt sér efsta sætið og þar með leik gegn liðinu sem verður í 8. sætinu. Það liggur þó ekki fyrir hvaða lið það verður en fjögur lið keppa í umspili sín á milli hvaða lið verður í 7. sæti og hvaða lið í 8. sæti. Brooklyn Nets, Cleveland Cavaliers og  geta náð heimavallarrétti í umspilinu. Svona getur þetta endað í austurdeildinni.

1. sæti: Miami Heat

2. sæti: Milwaukee Bucks eða Boston Celtics

3. sæti: Milwaukee Bucks, Boston Celtics eða Philadelphia 76ers

4. sæti: Milwaukee Bucks, Boston Celtics eða Philadelphia 76ers

5. sæti: Toronto Raptors

6. sæti. Chicago Bulls

Umspilið: Brooklyn Nets, Cleveland Cavaliers, Atlanta Hawks og Charlotte Hornets.

Devin Booker og Phoenix Suns verða með heimavallarrétt alla úrslitakeppninaEPA-EFE/JOHN G. MABANGLO

Í Vestrinu er síst minni spenna þó toppsætin séu ráðin.

1. sæti: Phoenix Suns

2. sæti: Memphis Grizzlies

3. sæti: Dallas Mavericks eða Golden State Warriors

4. sæti: Dallas Mavericks eða Golden State Warriors

5. sæti: Utah Jazz eða Denver Nuggets

6. sæti: Utah Jazz eða Denver Nuggets

Umspilið: Minnesota Timberwolves, LA Clippers, New Orleans Hornets og San Antonio Spurs.

Hér að neðan er svo skýringarmynd eins og staðan er akkúrat núna til þess að glöggva sig á umspilinu:

Margt getur gerst
NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.