Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn Árni Jóhannsson skrifar 9. apríl 2022 22:31 Þjálfari Njarðvíkinga gat verið ánægður með sína menn í kvöld þó margt hafi væntanlega mátt fara betur. Hulda Margrét „Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Benedikt var sammála blaðamanni að þessi leikur hafi verið skrýtinn og sagði að það hafi verið góður varnarleikur að lokum sem skilaði sigri sinna manna. „Ofsalega „scrappy“ leikur. Þetta var allt þungt og stirt og í þessi fáu skipti sem við náðum að keyra hraðann aðeins upp þá komu, ég ætla ekki að segja auðveld stig, en allavega aðeins þægilegri stig heldur en í hnoðinu og þunglamalegheitin þegar við vorum að stilla upp á hálfum velli. Ég veit ekki, ég verð að vera á því að vörnin hafi klárað þetta. Bæði lið voru náttúrlega að spila hörku vörn.“ „Bæði lið hafa líka farið vel yfir hvort annað, þannig að það er ekkert skrýtið að það sé skorað aðeins minna en eigum við ekki að segja að vörnin hafi klárað þetta. Ég get komið með miklu gáfulegra svar á morgun þegar ég er búinn að fara yfir leikinn. Ég var ánægður með vörnina, við höldum þeim í 67 stigum en það er ekki langt síðan þeir skoruðu 125 stig á okkur.“ Aldur Njarðvíkinga hefur verið til umtals og var Benedikt spurður að því hvort það gæti haft áhrif á hversu þungt þetta var eða var þetta meira ákafinn í úrslitakeppni sem skipti máli? „Ég held að aldurinn fari nú ekki að segja til sín í leik tvö í úrslitakeppninni. Ég held bara að andrúmsloftið sem myndast í úrslitakeppninni sem hafi gert þetta að ljótum leik í raun og veru. Stundum fer þetta bara í það. Þetta verður meiri barátta og slagsmál. Það var þannig lína líka. Menn fengu að koma við hvorn annan og það voru átök. Þetta var ekki það sem maður lagði upp með þegar maður kom hingað en þetta er náttúrlega ekki fyrsti leikurinn sem fer ekki nákvæmlega eins og maður leggur upp með.“ Benedikt var mjög ánægður með stuðning síns fólks í kvöld. „Mér fannst stuðningurinn báðum megin vera virkilega góður. Var ekki bara nánast fullt, ég tek svo lítið eftir áhorfendum. Mér sýndist bara vera þvílík stemmning og mér fannst okkar stuðningsmenn eiga í fullu tréi við fjölmenna Miðju, gömlu góðu Miðjuna, sem getur heldur betur unnið leiki. Ég þekki það.“ Að lokum var Benedikt spurður út í það hvað hann ætlaði að segja við sína menn strax eftir leik. „Ég er bara að fara að fara yfir endurheimtina. Nú snýst þetta um að vera eins ferskur og maður getur á þriðjudaginn. Við förum síðan bara yfir leikinn á morgun. Eins og þú segir, gamalt lið og endurheimtin skiptir miklu máli.“ UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13 Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Í beinni: Grindavík - Valur | Grindvíkingar leita hefnda Körfubolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Sjá meira
Benedikt var sammála blaðamanni að þessi leikur hafi verið skrýtinn og sagði að það hafi verið góður varnarleikur að lokum sem skilaði sigri sinna manna. „Ofsalega „scrappy“ leikur. Þetta var allt þungt og stirt og í þessi fáu skipti sem við náðum að keyra hraðann aðeins upp þá komu, ég ætla ekki að segja auðveld stig, en allavega aðeins þægilegri stig heldur en í hnoðinu og þunglamalegheitin þegar við vorum að stilla upp á hálfum velli. Ég veit ekki, ég verð að vera á því að vörnin hafi klárað þetta. Bæði lið voru náttúrlega að spila hörku vörn.“ „Bæði lið hafa líka farið vel yfir hvort annað, þannig að það er ekkert skrýtið að það sé skorað aðeins minna en eigum við ekki að segja að vörnin hafi klárað þetta. Ég get komið með miklu gáfulegra svar á morgun þegar ég er búinn að fara yfir leikinn. Ég var ánægður með vörnina, við höldum þeim í 67 stigum en það er ekki langt síðan þeir skoruðu 125 stig á okkur.“ Aldur Njarðvíkinga hefur verið til umtals og var Benedikt spurður að því hvort það gæti haft áhrif á hversu þungt þetta var eða var þetta meira ákafinn í úrslitakeppni sem skipti máli? „Ég held að aldurinn fari nú ekki að segja til sín í leik tvö í úrslitakeppninni. Ég held bara að andrúmsloftið sem myndast í úrslitakeppninni sem hafi gert þetta að ljótum leik í raun og veru. Stundum fer þetta bara í það. Þetta verður meiri barátta og slagsmál. Það var þannig lína líka. Menn fengu að koma við hvorn annan og það voru átök. Þetta var ekki það sem maður lagði upp með þegar maður kom hingað en þetta er náttúrlega ekki fyrsti leikurinn sem fer ekki nákvæmlega eins og maður leggur upp með.“ Benedikt var mjög ánægður með stuðning síns fólks í kvöld. „Mér fannst stuðningurinn báðum megin vera virkilega góður. Var ekki bara nánast fullt, ég tek svo lítið eftir áhorfendum. Mér sýndist bara vera þvílík stemmning og mér fannst okkar stuðningsmenn eiga í fullu tréi við fjölmenna Miðju, gömlu góðu Miðjuna, sem getur heldur betur unnið leiki. Ég þekki það.“ Að lokum var Benedikt spurður út í það hvað hann ætlaði að segja við sína menn strax eftir leik. „Ég er bara að fara að fara yfir endurheimtina. Nú snýst þetta um að vera eins ferskur og maður getur á þriðjudaginn. Við förum síðan bara yfir leikinn á morgun. Eins og þú segir, gamalt lið og endurheimtin skiptir miklu máli.“
UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13 Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Í beinni: Grindavík - Valur | Grindvíkingar leita hefnda Körfubolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Sjá meira
Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13