Fleiri fréttir

Tvö ný persónuleg stigamet í NBA í nótt

Það voru sjö leikir á dagskrá í NBA körfuboltanum í nótt og mikið um dýrðir. Klay Thompson fór á kostum gegn meisturunum í Milwaukee Bucks. Á sama tíma voru bæði Josh Hart og Jordcan Clarkson með stórleiki en þeir hafa aldrei skorað eins mikið af stigum og þeir gerðu í nótt fyrir sín lið.

„KR verður með í úrslitakeppninni“

KR tapaði fyrir Keflavík í framlengdum leik í gærkvöldi, 110-106. KR er í flókinni stöðu þar sem liðið er í níunda sæti með 16 stig en á þó leik til góða á Breiðablik sem er í áttunda sæti með sama stigafjölda.

Popovich sigursælasti þjálfarinn í NBA

Gregg Popovich varð í nótt sigursælasti þjálfari í sögu NBA. Popovich er kominn með 1.336 sigurleiki eftir 104-102 sigur San Antonio Spurs á Utah Jazz.

Reifst við Embi­id og lét 76ers heyra það

Kevin Durant er margslunginn körfuboltamaður sem og einstaklingur. Hann hrósaði Joel Embiid, leikmanni Philadelphia 76ers í hástert nýverið en lét svo lið hans heyra það eftir öruggan 29 stiga sigur Brooklyn Nets á 76ers nú fyrir skömmu.

Hraunuðu yfir Simmons en enduðu á að baula á eigið lið

Það er óhætt að segja að það hafi verið fjandsamlegt andrúmsloft og hiti í áhorfendum og leikmönnum í Philadelphiu í gærkvöld þegar heimamenn í 76ers mættu Brooklyn Nets í fyrsta leik liðanna eftir að þau skiptu á stórstjörnum.

Tindastóll tryggði sér sæti í úrslitakeppninni

Tindastóll vann nauman fjögurra stiga útisigur gegn ÍR í Subway-deild karla í kröfubolta í kvöld, 75-71, og tryggði sér um leið sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins með sigrinum.

Hvurslags Green var þessi karfa?

Phoenix Suns tryggði sig inn í úrslitakeppnina, Jayson Tatum og Giannis Antetokounmpo fóru á kostum en LeBron James varð að sætta sig við tap í framlengingu, í NBA-deildinni í nótt. Karfa Chicago Bulls gegn Detroit Pistons vakti þó mesta athygli.

Martin og félagar á toppinn eftir sigur

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia lyftu sér í það minnsta tímabundið í efsta sæti B-riðils Eurocup með góðum ellefu stiga sigri gegn JL Bourg í kvöld, 88-77.

Ekkert grín hjá Jókernum eftir hléið

Serbinn Nikola Jokic hélt áfram að fara á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann náði þrefaldri tvennu í 131-124 sigri Denver Nuggets á Golden State Warriors.

Pétur Rúnar: Þurftum að taka til varnarlega

Tindastóll vann mikilvægan sigur á KR á heimavelli. Lokatölur 89-80. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti ljómandi góðan leik, hann skilaði 14 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Pétur hefur enn trú: „Við förum í alla leiki til að vinna”

Vestri vann stórsigur á Þór Akureyri, 73-117, í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í frestuðum leik í Subway deild karla. Vestra menn voru betri allan leikinn og gengu á lagið í seinni hálfleik og kafsigldu heimamenn og unnu að lokum auðveldan 45 stiga sigur.

Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað

Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta.

Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum

Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld.

Elvar vann stórsigur í Íslendingaslag | Tryggvi og félagar töpuðu

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Antwerp Giants unnu 32 stiga stórsigur gegn Þóri Þorbjarnarsyni og félögum hans í Zwolle í belgísku deildinni í körfubolta í kvöld, 102-70. Þá þurftu Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza að sætta sig við tíu stiga tap gegn Gran Canaria á Spáni, 86-76.

Stór­feng­legur LeBron setti met er Lakers vann loks leik

Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Einn bar höfuð og herðar yfir aðra en Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors þökk sé lygilegri frammistöðu LeBron James. Þá steig Spence Dinwiddie upp hjá Dallas Mavericks í fjarveru Luka Dončić.

Jón Axel og félagar töpuðu naumlega

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins máttu þola naumt fimm stiga tap, 101-96, er liðið heimsótti Bonn í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Pavel: Þakið á þessu liði er mjög hátt

Pavel Ermolinskij var sýnilega mjög ánægður með sína menn í dag og úrslitin sem Valur náði í gegn Keflvíkingum. Valsmenn voru með undirtökin lengi vel í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og uppskáru að lokum 88-74 sigur sem lyftir þeim upp í fjórða sæti deildarinnar og nær Keflavík.

Sjá næstu 50 fréttir