Körfubolti

Jón Axel spilaði tíu mínútur í sigri í Evrópudeildinni

Atli Arason skrifar
Jón Axel Guðmundsson í landsleik gegn Ítalíu á dögunum.
Jón Axel Guðmundsson í landsleik gegn Ítalíu á dögunum. VÍSIR/BÁRA

Jón Axel Guðmundsson og félagar í Crailsheim Merlins unnu öflugan þriggja stiga sigur á Leidsen í 16-liða úrslitum Evrópukeppni FIBA í körfubolta, 71-68.

Jón Axel gerði tvö stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á tæpum tíu mínútum í leiknum í kvöld.

Merlins fer því með þriggja stiga forskot í síðari viðureign liðanna, sem verður eftir slétta viku eða miðvikudaginn 16. mars.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.