Körfuboltakvöld um Keflavík: „Voru litlir og ekkert að frétta hjá þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 13:46 Keflavík hefur ekki spilað sinn besta bolta að undanförnu. Vísir/Bára Dröfn Keflavík tapaði nokkuð örugglega fyrir Val í síðust umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum og er í smá brasi. Farið var yfir vandræði Keflvíkinga í Körfuboltakvöldi á fösudagskvöld. Matthías Sigurðsson, annar af sérfræðingum þáttarins tók fyrstur til máls og fór yfir vandræði Keflavíkur í leiknum á Hlíðarneda. „Síðustu þrjú ár er allt búið að snúast um einn hlut og það er (Dominykas) Milka og Hörður Axel (Vilhjálmsson) í vagg og veltu (e. pick and roll). Skiljanlega að einhverju leyti, þetta hefur gengið mjög vel. Fyrsta árið gekk þetta ekki, annað árið voru þeir nálægt en nú er orðið ljóst að lið eru byrjuð að skipuleggja sig nægilega vel gegn þessari ógn að þetta gengur ekki lengur.“ „Í kvöld byrjaði Kristófer (Acox) seinni hálfleikinn á Herði Axel. Í raun og veru voru þeir ekki einu sinni að skipta í vagg og veltu. Þannig að Kristófer fór bara undir vagg og veltuna og sagði „Hörður þú verður bara að vinna okkur með að skora 20-30 stig ef þú ætlar að gera það. Annars ætlar Pavel (Ermolinskij) að halda sér á Milka“ og einhvern veginn dó allt þar einhvern veginn. Fyrir utan það gekk ekki heldur að koma Kananum þeirra inn í eitthvað flæði.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Keflavík í stórum leik, leikur á laugardegi klukkan fimm. Bæði lið spila hægt, þetta er barningu, skýr aðferðafræði sem er augljós og þeir voru bara hugmyndasnauðir. Voru dálítið litlir og ekkert að frétta hjá þeim.“ „Munurinn á Keflavíkur liðinu með Dean Williams að sprengja bæði í vörn og sókn. Menn þurftu alltaf að vera varir um sig á báðum endum vallarins með hann síðastliðin tvö ár. Í byrjun tímabilsins komst liðið upp með þetta því þeir voru með rosalega ógn í (David) Okeke, sem var ekki eins mikil sprengja en er stór og mikill og tók mikið pláss,“ sagði Sævar Sævarsson, hinn séfræðingur þáttarins í kjölfarið. Hann átti svo lokaorðið. „Milka svona átti erfitt með að aðlagast að spila með honum og var gagnrýndur en það gekk upp því Okeke var að spila vel. Nú getur Milka ekki falið sig á bakvið neitt, hvorki sóknar né varnar megin.“ Klippa: KBK: Keflavík í basli Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Matthías Sigurðsson, annar af sérfræðingum þáttarins tók fyrstur til máls og fór yfir vandræði Keflavíkur í leiknum á Hlíðarneda. „Síðustu þrjú ár er allt búið að snúast um einn hlut og það er (Dominykas) Milka og Hörður Axel (Vilhjálmsson) í vagg og veltu (e. pick and roll). Skiljanlega að einhverju leyti, þetta hefur gengið mjög vel. Fyrsta árið gekk þetta ekki, annað árið voru þeir nálægt en nú er orðið ljóst að lið eru byrjuð að skipuleggja sig nægilega vel gegn þessari ógn að þetta gengur ekki lengur.“ „Í kvöld byrjaði Kristófer (Acox) seinni hálfleikinn á Herði Axel. Í raun og veru voru þeir ekki einu sinni að skipta í vagg og veltu. Þannig að Kristófer fór bara undir vagg og veltuna og sagði „Hörður þú verður bara að vinna okkur með að skora 20-30 stig ef þú ætlar að gera það. Annars ætlar Pavel (Ermolinskij) að halda sér á Milka“ og einhvern veginn dó allt þar einhvern veginn. Fyrir utan það gekk ekki heldur að koma Kananum þeirra inn í eitthvað flæði.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Keflavík í stórum leik, leikur á laugardegi klukkan fimm. Bæði lið spila hægt, þetta er barningu, skýr aðferðafræði sem er augljós og þeir voru bara hugmyndasnauðir. Voru dálítið litlir og ekkert að frétta hjá þeim.“ „Munurinn á Keflavíkur liðinu með Dean Williams að sprengja bæði í vörn og sókn. Menn þurftu alltaf að vera varir um sig á báðum endum vallarins með hann síðastliðin tvö ár. Í byrjun tímabilsins komst liðið upp með þetta því þeir voru með rosalega ógn í (David) Okeke, sem var ekki eins mikil sprengja en er stór og mikill og tók mikið pláss,“ sagði Sævar Sævarsson, hinn séfræðingur þáttarins í kjölfarið. Hann átti svo lokaorðið. „Milka svona átti erfitt með að aðlagast að spila með honum og var gagnrýndur en það gekk upp því Okeke var að spila vel. Nú getur Milka ekki falið sig á bakvið neitt, hvorki sóknar né varnar megin.“ Klippa: KBK: Keflavík í basli Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira