Körfubolti

Körfuboltakvöld: Þeir elstu til að ná þrefaldri tvennu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hlynur var magnaður gegn Grindavík.
Hlynur var magnaður gegn Grindavík. Vísir/Vilhelm

Hlynur Bæringsson spilaði frábærlega í sigri Stjörnunnar á Grindavík í 19.umferð Subway deildarinnar í körfubolta.

Frammistaða hins fertuga Hlyns var til umræðu í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartansson þar sem Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson voru í setti.

Hlynur var afar nálægt því að ná þrefaldri tvennu, vantaði aðeins tvær stoðsendingar upp á, en hefði hann náð því hefði hann orðið elsti leikmaður deildarinnar frá upphafi til að ná því. 

Í kjölfarið skapaðist umræða um yngstu og elstu leikmenn sem náð hafa þrefaldri tvennu í deildinni en innslagið í heild má sjá hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Hlyn Bæringsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×