Nei eða já: Sammála um að LeBron James sé ekki lengur einn þriggja bestu Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 14:01 Það er af sem áður var, þegar LeBron James var óumdeildur kóngur NBA-deildarinnar. Getty/Robert Gauthier NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins tóku fyrir nokkur mál í liðnum „Nei eða já“ í gærkvöld og ræddu meðal annars um það hvort að LeBron James væri enn einn af þremur bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta. Niðurstaðan var nokkuð skýr eftir að menn höfðu rætt málin aðeins. Hörður Unnsteinsson benti þó á að ef skoðuð væri tölfræðin hjá James með LA Lakers í vetur, í þeim leikjum sem liðið hefur verið án Anthony Davis, væri James með 33 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali, og auk þess góða skotnýtingu. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já „Ég held að við værum galnir að segja að hann sé ekki topp 3 leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður en var fljótur að draga í land, eftir að nöfnum þeirra Kevins Durant, Giannis Antetokounpo, Joel Embiid og Nikola Jokic hafði verið velt upp: „Nei, hann er ekki lengur topp 3 leikmaður í þessari deild. Jokic, Embiid, Giannis og Durant eru allir fyrir ofan hann,“ sagði Hörður. Á meðal þriggja bestu ef horft væri á stakan leik Sigurður Orri Kristjánsson sagði málið kannski ekki svo einfalt: „Einn leikur, þá er hann topp 3. Yfir tímabil þá eru allir þessir fjórir betri og jafnvel Luka Doncic líka. Svarið er því nei, ekki lengur,“ sagði Sigurður en benti á að James gæti þó státað sig af því að hafa verið bestur í deildinni um langt árabil, eða frá 2008. Umræðuna má sjá hér að ofan en fullyrðingarnar sem menn voru ýmist sammála eða ósammála að þessu sinni voru: Bulls að missa af heimavallarrétti LeBron er ennþá topp 3 leikmaður í deildinni Bucks er líklegasta liðið úr austrinu Karl-Anthony Towns mun ná í All-NBA liðið í ár Lakers missa af úrslitakeppninni Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira
Niðurstaðan var nokkuð skýr eftir að menn höfðu rætt málin aðeins. Hörður Unnsteinsson benti þó á að ef skoðuð væri tölfræðin hjá James með LA Lakers í vetur, í þeim leikjum sem liðið hefur verið án Anthony Davis, væri James með 33 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali, og auk þess góða skotnýtingu. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já „Ég held að við værum galnir að segja að hann sé ekki topp 3 leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður en var fljótur að draga í land, eftir að nöfnum þeirra Kevins Durant, Giannis Antetokounpo, Joel Embiid og Nikola Jokic hafði verið velt upp: „Nei, hann er ekki lengur topp 3 leikmaður í þessari deild. Jokic, Embiid, Giannis og Durant eru allir fyrir ofan hann,“ sagði Hörður. Á meðal þriggja bestu ef horft væri á stakan leik Sigurður Orri Kristjánsson sagði málið kannski ekki svo einfalt: „Einn leikur, þá er hann topp 3. Yfir tímabil þá eru allir þessir fjórir betri og jafnvel Luka Doncic líka. Svarið er því nei, ekki lengur,“ sagði Sigurður en benti á að James gæti þó státað sig af því að hafa verið bestur í deildinni um langt árabil, eða frá 2008. Umræðuna má sjá hér að ofan en fullyrðingarnar sem menn voru ýmist sammála eða ósammála að þessu sinni voru: Bulls að missa af heimavallarrétti LeBron er ennþá topp 3 leikmaður í deildinni Bucks er líklegasta liðið úr austrinu Karl-Anthony Towns mun ná í All-NBA liðið í ár Lakers missa af úrslitakeppninni Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira