Fleiri fréttir

Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur

„Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld.

Umfjöllun: Breiða­blik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum

Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. Breiðablik vann, með sigrinum í kvöld, sinn annan sigur í deildinni og eru því með fjögur stig en Þórsarar sitja eftir á botni deildarinnar og eru enn án stiga.

Allir leikir í þessari deild eru jafn mikil­vægir fyrir okkur

Valur stöðvaði sigurgöngu Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í kvöld. Fyrir leikinn höfðu Þórsarar unnið sex leiki í röð en Valur sagði hingað og ekki lengað, 11 stiga sigur og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals var eðlilega sáttur í lok leiks.

Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag

Keflvíkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld þegar þeir unnu KR, 88-108, í Subway-deild karla í körfubolta. Suðurnesjamenn fóru hægt af stað en tóku síðar yfir leikinn. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn.

„Þetta er deild sem er mjög skemmti­legt að spila í“

Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls, spilaði vel í kvöld er Tindastóll vann góðan sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta, lokatölur 98-77. Hann átti stóran þátt í sigri heimamanna en Badmus skoraði 29 stig og tók 6 fráköst.

„Ég var eins og lítill krakki“

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði í kvöld sínar fyrstu mínútur fyrir Njarðvík í endurkomu sinni en Haukur spilaði síðast körfuboltaleik fyrir 257 dögum síðan. Haukur hefur verið að jafna sig á liðbandslitum en hann var afar ánægður að komast aftur inn á völlinn.

Ójafnasti leikur NBA sögunnar fór fram í nótt

Phoenix Suns liðið hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sínum átjánda sigri í röð en stærsta fréttin var kannski stærsti sigur sögunnar sem vannst í Memphis. Átta leikja sigurganga meistaranna endaði líka í nótt.

„Við þurfum okkar áhorfendur“

Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið.

Martin ekki með gegn Rússum

Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í körfubolta í kvöld þegar liðið spilar við Rússland í undankeppni HM.

Haukur hefur sig til flugs á föstudaginn

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, leikur sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík á þessari leiktíð þegar liðið tekur á móti Vestra á föstudaginn í Subway-deildinni.

Sigurganga Suns heldur áfram

Phoenix Suns heldur sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sinn sextánda leik í röð í nótt er liðið mætti Brooklyn Nets.

Ætlar aldrei að tala um atvikið aftur

Isiah Stewart, leikmaður Detroit Pistons í NBA deildinni, segist aldrei ætla að ræða það sem gerðist þegar að liðið mætti Lakers á dögunum. Stewart, sem missti sig gjörsamlega eftir olnbogaskot frá LeBron James, var spurður út í atvikið fyrir leik liðsins gegn Atlanta Hawks.

NBA: Golden State heldur í toppsætið

Golden State Warriors heldur áfram sigurgöngu sinni í NBA deildinni og eru á toppi Vesturdeildarinnar með sautján sigra og tvö töp. Liðið fór létt með Portland Trailblazers í nótt. Phoenix Suns unnu sinn fimmtánda leik í röð.

NBA stjarnan sem neitar að mæta í vinnuna stefnir í gjaldþrot

NBA körfuboltamaðurinn Ben Simmons neitar enn að mæta í vinnuna hjá Philadelphia 76ers sem ætlaði að borga honum fjóra milljarða íslenskra króna fyrir þetta tímabil. Fyrir vikið fær hann ekki útborgað og það er að koma karlinum í vandræði.

Skallaði andstæðing og ógnaði dómara

Leikmaður Stál-úlfs í 2. deild karla í körfubolta hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann vegna framgöngu sinnar í leik gegn Þrótti Vogum fyrr í þessum mánuði.

NBA-meistari vann stærsta dansþátt heims

Körfuboltamaðurinn Iman Shumpert gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í Dancing with the Stars. Um var að ræða þrítugustu þáttaröð þessa gríðarvinsæla dansþáttar.

Sjá næstu 50 fréttir