Fleiri fréttir

FH endurheimtir annan landsliðsmann

Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson kemur heim í Kaplakrika í sumar og hefur skrifað undir samning við FH sem gildir til tveggja ára.

„Þetta eru fáránleg forréttindi“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega stoltur af sínu liði eftir öruggan sex marka sigur gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils og eiga enn góðan möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

Teitur skoraði tvö í öruggum Evrópusigri

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir þýska stórliðið Flensburg er liðið heimsótti PAUC til Frakklands í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur og félagar unnu öruggan átta marka sigur, 21-29, en þetta var fjórði tapleukur PAUC í keppninni í röð.

Ystad bjargaði stigi gegn Ferencváros

Sænska liðið Ystads bjargaði stigi með seinasta skoti leiksins er liðið tók á móti Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 35-35, en stigið lyftir Ungverjunum upp fyrir Valsmenn í fjórða sæti B-riðils.

„Það eru skrambi margar dósir, Gaupi“

Það er í mörg horn að líta hjá Valsmönnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta karla í kvöld. Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og fylgdist með undirbúningnum.

Hópurinn sem hitar upp fyrir slaginn um HM-sæti

Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið tuttugu leikmenn til æfinga fyrir tvo leiki við B-landslið Noregs sem fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í byrjun mars.

„Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að leikurinn gegn Benidorm í kvöld sé úrslitaleikur fyrir liðið í baráttunni um að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann hefur gaman að því að greina óhefðbundinn leikstíl Spánverjanna.

„Eru kannski tvö ó­þægi­legustu lið keppninnar að mætast“

„Ég er nú búinn að vera í eitt og hálft ár hérna hjá Val og mér finnst allt einhvernveginn vera úrslitaleikir,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, en liðið mætir Benidorm í mikilvægum leik í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld.

Toppliðið valtaði yfir nýliðana

Valur, topplið Olís-deildar kvenna í handbolta, vann afar sannfærandi 14 marka sigur er liðið sótti nýliða Selfoss heim í kvöld, 19-33.

„Ekki boðlegt í Olís-deildinni“

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var býsna svekktur eftir tap gegn FH í Olís-deildinni í handbolta í dag. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri Hafnfirðinga.

Dagur framlengir við ÍBV

Dagur Arnarsson hefur framlengt samning sinn við handknattleikslið ÍBV en samningurinn gildir til næstu tveggja ára.

Björgvin brunaði á bráðamóttökuna: „Sé bara ofan í höndina á mér“

Björgvin Páll Gústavsson var illa útleikinn eftir sigur Vals á KA í Olís-deild karla í gærkvöld og þurfti að sauma fingrakjúku hans saman á sjúkrahúsi. Það kom sér vel að leiknum var flýtt, líkt og Björgvin hafði kallað eftir fyrr um daginn, þar sem hann gat brunað á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsmanna suður.

Óðni Þór héldu engin bönd

Óðinn Þór Rík­h­arðsson, landsliðsmaður í handbolta, lék á als oddi þegar lið hans, Kadetten, vann nauman 38-37 sig­ur gegn Basel í svissnesku efstu deildinni í kvöld.

„Eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti“

Aron Rafn Eðvarsson var mættur aftur í mark Hauka í Olís deild karla í handbolta eftir 11 mánaða fjarveru fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Hann er ánægður með að vera kominn aftur á völlinn og er nú betur varinn en áður. Sem betur fer því hann fékk skot í höfuðið í leik Hauka og Stjörnunnar á fimmtudagskvöldið var.

Fram fór létt með HK

Fram vann einstaklega þægilegan 13 marka sigur á HK í Olís deild kvenna í handbolta, lokatölur 39-26.

Naum töp hjá Viktori Gísla og Gísla Þorgeiri

Fimm leikir fóru fram í Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik í liði Magdeburg sem varð samt að sætta sig við tap. Þá töpuðu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes naumlega fyrir Celje Pivovarna Laško á heimavelli. 

Hall­dór Stefán tekur við KA í sumar

Handknattleiksdeild KA hefur staðfest að Halldór Stefán Haraldsson muni taka við þjálfun liðs KA í Olís deild karla í sumar. Hann skrifar undir þriggja ára samning.

Á­nægður að við gefum ekkert eftir

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld gegn Haukum að Ásvöllum. Leikurinn endaði með jafntefli 33-33, eftir að heimamenn höfðu leitt leikinn megnið af leiktímanum.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafn­tefli í dramatískm leik

Haukar og Stjarnan mættust að Ásvöllum í kvöld í fyrsta leik 15. umferðar í Olís-deildinni. Leikurinn var jafn og spennandi. Stjarnan tryggði sér eitt stig út úr leiknum með síðasta skoti leiksins af vítalínunni en liðið hafði verið skrefi á eftir Haukum allan seinni hálfleikinn. Lokatölur 33-33.

Fínn leikur Ágústs Elís dugði ekki

Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik í marki Ribe-Esbjerg þegar liðið tapaði með minnsta mun gegn Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hvorki Elvar Ásgeirsson né Arnar Birkir Hálfdánsson léku með Ribe-Esbjerg.

Sjá næstu 50 fréttir